Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 10
 10. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL Leiðtoga norskra Vítisengla, Leif Ivar Kristiansen, var snúið til síns heima í Leifsstöð í fyrrakvöld þegar hann kom til landsins ásamt þekktum norskum lögmanni. Leif sagðist hingað kom- inn til að undirbúa málsókn gegn íslenska ríkinu en lögregla segir augljóst að koma hans tengist fyrir- hugaðri inngöngu MC Iceland, áður Fáfnis, í Vítisengla. Leif var í för með Morten Furu- holmen, lögmanni sem hefur verið nokkuð í sviðsljósinu þar ytra und- anfarin ár. Hann varði til dæmis annan Norðmannanna sem hlutu dauðadóm fyrir morð í Kongó í fyrra, og einn þeirra sem stal Ópinu eftir Edvard Munch árið 2004. Furuholmen hefur tekið að sér að sækja mál gegn íslenska r í k inu fyr ir meint mannrétt- indabrot, fram- in gegn þeim Vítisenglum sem hefur verið mei nuð i n n- ganga í landið síðustu ár. Leif fékk hins vegar ekki land- gönguleyfi frá Útlendingastofnun við komuna og hélt hann úr landi í gærmorgun. Ástæðan var mat lög- reglu í þá veru að enginn vafi léki á að koma Leifs tengdist umsókn Fáfnis um aðild að alþjóðasamtök- um Vítisengla, sem er komin á loka- stig. Fyrirhuguð innganga hópsins í samtökin er talin skapa hættu á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Með þeim rökum var eðlilegt að vísa Leif frá, að því er segir í til- kynningu frá lögreglu, enda ligg- ur fyrir að inngönguferli Fáfnis hefur verið stýrt frá Noregsdeild Vítisengla. Með sömu rökum megi meina öðrum erlendum félögum samtakanna landgöngu. Furuholmen fór engu að síður inn í landið og ræddi við íslenskan kollega sinn. Hann hélt síðan utan í gærmorgun ásamt foringja skjól- stæðinga sinna. stigur@frettabladid.is Erkiengli vísað frá að beiðni lögreglu Leiðtoga Noregsdeildar Vítisengla var meinuð landganga við komuna í Leifsstöð í fyrrakvöld. Hann kom til landsins með þekktum lögmanni sem hyggst sækja dómsmál á hendur íslenska ríkinu vegna fyrri brottvísana Vítisengla síðustu ár. KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN Leif Ivar hefur komist í kast við lögin ytra. Hann hefur oftsinnis komið til Íslands, en aldrei fyrr verið meinuð landganga. MORTEN FURUHOLMEN 50% afsláttur í bíó fyrir Ringjara. Við sendum tilboð beint í símann. Miðvikudagstilboð Ring: Gláp MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út Gildir í dag, miðvikudag E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 9 5 2 50% afsláttur í bíó hjá Senu fyrir 1 Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. Athugið, gildir ekki í lúxussal, á íslenskar myndir eða myndir sýndar í þrívídd. Tilboðið gildir í tilteknum bíóum Senu: Ekkert vesen með afsláttarmiða, þú sýnir bara GSM símann í afgreiðslunni. Bíó á hálfvirði í dag á ring.is Ringjar ar geta sent SM S með textanu m bio í 19 05 og afsl áttarmi ðinn kemur beint í símann Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Auglýst er eftir listum vegna kosningar 4 stjórnarmanna og 82 fulltrúa í trúnaðarráð skv. 3. tölulið 20. gr. laga VR. Framboðslistum skal skilað á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 1. hæð, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 24. febrúar nk. Berist fleiri listar en listi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna sem þegar liggur fyrir skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla í félaginu um framkomna lista. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu VR. Þá má fá frekari upplýsingar hjá kjörstjórn með því að hringja í síma VR 5101700 eða senda tölvupóst á kjorstjorn@vr.is. Kjörstjórn VR Framboð lista við kjör stjórnar og trúnaðarráðs VR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.