Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. febrúar 2010 015 ST91250EN Rakaeyðir f/bensín Verð áður 1.300 kr. Verð nú 1.040 kr. 015 ST55250IF Innspýtingarhreinsir f/dísel Verð áður 1.204 kr. Verð nú 963 kr. 023 81971699 Tjöruhreinsir 1 l Verð áður 620 kr. Verð nú 465 kr. 092 6456 Rúðuskafa m/koparblaði Verð áður 312 kr. Verð nú 234 kr. 290 8124 Bensínbrúsi 18 l Verð áður 9.067 kr. Verð nú 7.253 kr. 9623 0210 Samfestingur Verð 5.648 kr. 1123 ZF6808 Ljósahundur LED Verð áður 6.905 kr. Verð nú 4.833 kr. Trelleborg nagladekk 595 102072 Sætistaska Racer Breytist úr farþegasæti í tösku á 15 sek! Verð áður 18.900 kr. Verð nú 15.120 kr. 595 77-849 Hjólafesting Verð áður 19.900 kr. Verð nú 14.925 kr. 595 160002-9 Hjálmur Cyborg Verð áður 27.900 kr. Verð nú 19.530 kr. 356 7606430002 Hátalarar 13 cm Verð áður 8.918 kr. Verð nú 6.689 kr. 9616 K2 2001 Kuldagalli Verð 14.433 kr. 067 80199200 Rain x glerfilma Verð áður 1.790 kr. Verð nú 1.253 kr. 6487 84810000 Poler tork bónklútur Verð áður 1.380 kr. Verð nú 1.035 kr. 092 6439 Rúðuskafa m/bursta og koparblaði Verð áður 802 kr. Verð nú 561 kr. Meira í leiðinni WWW.N1.IS Sími 440 1000 N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 N1 verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. Tilboðin gilda út febrúar eða á meðan birgðir endast. Betra verð fyrir verra veður Vetrarvörur á hagstæðu tilboðsverði fyrir þig og bílinn þinn F í t o n / S Í A 879 560-8625  Bluetooth Verð áður 9.006 kr. Verð nú 6.304 kr. Gott verð! Gott verð! afsláttur 15% afsláttur 30% afsláttur 30% afsláttur 30% afsláttur 30% afsláttur 30% afsláttur 25% afsláttur 25% afsláttur 20% afsláttur 25% HEILBRIGÐISMÁL Tilkynningar um aukaverkanir lyfja voru meira en tvöfalt fleiri á árinu 2009 en árið 2008, samkvæmt nýbirtum tölum Lyfjastofnunar. Í fyrra bárust 203 tilkynningar um aukaverkanir en 92 á árinu 2008. Af þeim tilkynningum sem bár- ust stofnuninni í fyrra voru 46 metnar alvarlegar. „Aukaverk- un er talin alvarleg ef hún leið- ir til sjúkrahúsvistar, lengingar á sjúkrahúsvist, fötlunar, annars alvarlegs sjúkdómsástands eða dauða,“ segir í skýrslu Lyfjastofn- unar. Af þessum alvarlegu aukaverk- unum voru tíu vegna fosfatnýrna- meins tengt notkun á lyfinu Phos- phoral. Phosphoral er hægðalyf notað til að hreinsa þarma fyrir skurðaðgerðir, ristilspeglanir eða röntgenrannsóknir á ristli. Auka- verkanir sem Lyfjastofnun var til- kynnt um á árinu 2009 vegna Phos- phoral áttu sér stað á árunum 2005 til 2008. Fjölgun tilkynninga milli ára er fyrst og fremst sögð liggja í því að árið 2009 hafi borist 33 tilkynning- ar frá lyfjafræðingum, en aðeins sex á árinu 2008 og 34 tilkynning- ar frá almenningi, en þrjár slík- ar hafi borist árið 2008. Flestar tilkynningarnar, 29 talsins, voru vegna Pandemrix, bóluefnis við inflúensu af stofni A(H1N1), svína- inflúensu. Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir að aukaverkanir vegna bóluefnisins hafi flestar verið vægar, en margir geti fundið fyrir eymslum, vægum hita eða roða eftir flensubólusetn- ingar. Hún áréttar að þótt tilkynn- ingum hafi fjölgað þá þýði það ekki að meira sé um aukaverkanir lyfja. Áður hafi læknar einir tilkynnt um aukaverkanir, en nú hafi bæst við annað heilbrigðisstarfsfólk og almenningur. „Svo er líka fylgst með nýjum lyfjum, sér í lagi fyrstu fimm árin,“ segir Rannveig. Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu segir hún að lyf hafi komið fyrr inn á markaðinn hér en áður þekktist. „Þegar lyf koma á markað þá er búið að rannsaka þau í ákveðn- um fjölda sjúklinga, en sjaldgæf- ar aukaverkanir koma alla jafna ekki í ljós fyrr en þau eru komin í almenna notkun.“ Rannveig segir allar aukaverk- anir skráðar hjá Lyfjastofnun Evr- ópu, en að auki sé starfandi lyfja- gátarnefnd sem meti aukaverkanir. Hún segir samstarf mikið á meðal lyfjastofnana í Evrópu og algengt að settar séu inn nýjar viðvaran- ir, notkun breytt, eða lyf tekin úr sölu. Þannig hafi til dæmis verið brugðist við tilkynningum um nýrnamein af völdum Phosphor- al með því að gera lyfið lyfseðils- skylt. olikr@frettabladid.is Í APÓTEKI Elsti einstaklingur sem tilkynnt var um að hefði orðið fyrir aukaverkun lyfja í fyrra var 92 ára gamall, en sá yngsti eins árs, samkvæmt nýrri skýrslu Lyfjastofnunar. MYND/ÚR SAFNI Fjöldi tilkynn- inga vegna aukaverkana Meira en helmingi fleiri tilkynningar bárust til Lyfjastofnunar vegna aukaverkana lyfja í fyrra en árið áður. 46 tilvikanna teljast alvarleg. Flestar sner- ust um bóluefni við svínainflúensu. TILVIK AUKAVERKANA* Lyf Fjöldi tilkynninga Pandemrix 29 Remicade 14 Sertral 13 Lyrica 10 Phosphoral 10 Champix 8 Humira 6 *Fjöldi aukaverkana tilkynntar Lyfjastofnun 2009, eftir sérlyfi. Heimild: Lyfjastofnun LÖGREGLA Lögreglan í Borgarfirði og Dölum var kölluð á veitingastað í Borgarfirði fyrir skömmu vegna óláta ungs starfsfólks fyrirtækis frá höfuðborgarsvæðinu. Frétta- vefurinn Skessuhorn greinir frá þessu. Í frétt Skessuhorns kemur fram að unga fólkið hafi eflaust ekki verið sátt við matinn sem boðið var upp á á veitingastaðnum þar sem það endaði óvissuferðina. „Unga fólkið hefur eflaust búist við pitsum, hamborgurum með frönskum eða öðrum hefðbundn- um höfuðborgar- eða veitinga- húsamat,“ segir á vef Skessuhorns. „Því fannst heldur súrt að kyngja þorramatnum sem einungis var í boði og eldra fólk í hópnum gerði sér að góðu og var mjög ánægt með.“ Eftir að þorramaturinn var bor- inn á borð upphófust læti. „Lög- reglan í Borgarfirði og Dölum var kölluð á staðinn og tókst fljótlega að koma skikki á mannskapinn sem yfirgaf svæðið í rútu og hélt áleiðis suður á vit annarrar matar- menningar og hefða.“ - th Ungir borgarbúar með ólæti í Borgarfirði: Fengu ekki hefðbund- inn höfuðborgarmat

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.