Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 38
26 10. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Alls 22 hönnuðir hafa verið valdir til að sýna á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival. Þetta verður í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin og hönn- uðurinn Katrín Alda telur að fjölbreytt hönnun verði í sviðsljósinu. „Ég held að hátíðin sé það besta sem gat komið fyrir okkur á þessum tímum,“ segir hönnuðurinn Katr- ín Alda Rafnsdóttir sem hannar undir merkinu Kalda. Kalda og 21 annað merki hafa verið valin til að sýna á Reykjavík Fashion Festival sem fer fram dag- ana 19. og 20. mars í gömlu kaffi- verksmiðju Ó.Johnson & Kaaber við Sætún í Reykjavík. Þá mun Fatahönnunarfélag Íslands sjá um sýningarbása í Hafnarhúsinu 21. mars. Katrín segir línuna sem Kalda sýnir í mars vera nánast til- búna. „En við ætlum að bæta við hana hönnun sem hefur ekki sést áður,“ segir hún. Spurð hvort hægt sé að spá fyrir hvað verður áberandi á sýningu RFF segir hún það ómögulegt. „Ég held að það sé það skemmti- lega við hönnuðina sem eru að sýna – þeir eru svo rosalega ólík- ir,“ segir Katrín. „Ég held að það sé ekkert sem skyggir á annað. Það er segull á erlendu pressuna og auðvitað íslensku líka. Það eru ekki margir heima að fylgja ein- hverjum reglum og ég held að það geri okkur góð.“ atlifannar@frettabladid.is Leikarinn Bill Murray verð- ur í hlutverki draugs í þriðju Ghostbusters-myndinni sem er í framleiðslu um þessar mundir. Murray verður áfram í hlutverki dr. Peters Venkmans líkt og í fyrri tveimur myndunum en í þetta sinn verður hann í litlu hlutverki. Hann setti það sem skilyrði fyrir því að leika í myndinni að hann yrði draugur. „Ég sagði við þá: „Ég tek þátt ef þið drepið mig strax í byrjun mynd- arinnar“,“ sagði Murray, sem varð að ósk sinni. Ghost- busters III kemur út á næsta ári, 22 árum eftir að mynd númer tvö kom út. Draugurinn Bill Murray 22 MERKI VALIN TIL AÐ SÝNA Á RFF E-Label ELM Emani Anderson & Lauth Mundi Thelma Kronkron Kalda Nikita Bóas Birna Blik Royal Extreme Spaksmanns- spjarir Sonja Bent Luka Farmer´s Market Gust GoWithJan Scruli Áróra Hildur Yoeman ÞAU SÝNA Á RFF FÓLKIÐ Á BAK VIÐ HÁTÍÐINA Fjölmargir koma að skipulagningu Reykjavík Fashion Festival. > CHARLIE SHEEN ÁKÆRÐUR Leikarinn og vandræðagemlingurinn Charlie Sheen hefur verið ákærður fyrir að ráðast á og hóta eiginkonu sinni, Brooke Mueller, á jóladag. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. „Það er vissara að ganga í síðbux- um í hitabeltislöndum,“ segir fjölmiðlamaðurinn Hallgrím- ur Thorsteinsson, reynslunni ríkari. Allt bendir til þess að Hall- grímur hafi verið bitinn af könguló þegar hann var á ferð um Gvatemala á dögun- um. Hann kenndi sér meins í fæti og læknar þar í landi töldu að Brown Recluse- köngulóin hafi verið á ferð. Hann fékk í kjölfar- ið sýklalyf í æð í tvo daga. „Ég fór á heilsugæslustöð og læknarnir áttuðu sig á þessu, gripu skurðarhnífinn og skáru það sem þurfti að skera,“ segir Hallgrímur. Sárið er að gróa, en hann bíður nú eftir skinnágræðslu til að fegra sárið, að eigin sögn. „Ég var haltur í smátíma. Svo var þetta dauða skorið í burtu. Eftir var sár sem maður þarf að passa að fá ekki sýkingu í, því ef það gerist geta menn verið í vondum málum vegna þess að sárið er djúpt.“ Hallgrímur segir náttúrufeg- urðina í Gvatemala hafa verið slíka að köngulóarbit hafi ekki verið hátt gjald. „… Og ekki var gjaldið hátt á þessum spítala – þetta er náttúrlega fátækasta land Suður- og Mið-Amer- íku. Reikningurinn á spítalanum var fimm dollarar fyrir mikla aðgerð og sýklalyf,“ segir hann. „Svo kom ég við á bandarískum spítala í New York á leiðinni heim og þar kostaði 350 doll- ara að láta búa um sárið aftur.“ - afb Hallgrímur bitinn af könguló í Gvatemala KÖNGULÓ OG MAÐUR Hallgrímur var að öllum líkindum bitinn af könguló eins og þeirri sem sést á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1.600.0 FUNDIÐ FÉ! F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.