Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 16
16 10. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Ý msir málaflokkar hafa yfir sér neikvæðan blæ og eru jafnréttismálin þar á meðal. Sjálft orðið „jafnrétti“ mun fá marga lesendur þessa leiðara til að fletta strax yfir á næstu opnu enda jafnréttismál „hundleiðinleg og ekki þeirra vandamál“ – en í því felst einmitt stór vandi. Illu heilli hafa jafnréttismálin verið gerð að kvennamálum og það sem verra er að kynjunum hefur oftast verið stillt upp hvort á móti öðru – að til þess að konur njóti jafnréttis verði karlar að glata einhverju af sínum rétti. Þau hafa verið sett í þann farveg að kynin séu að takast á um takmarkaða auðlind þar sem barátt- an snýst um að gefa ekki eftir því þá ertu að tapa. En ef hægt er að færa umræðuna á hærra plan, eins og Nóbelskáldið sagði eitt sinn, og horfa á jafnréttismálin á þann hátt að þau gagnist báðum kynjum – að þau „stækki kökuna“ – þá verður það kannski til þess að jafnréttismál verða mál allra. Í dag þykir okkur oft broslegt að rifja upp helstu áfanga í jafn- réttisbaráttunni eins sjálfsagðir og þeir þykja. Hins vegar þurfti að berjast fyrir hverjum og einum þeirra og kostaði oft miklar fórnir. Eftir 20-30 ár munu þau jafnréttismál sem barist er fyrir í dag þykja jafn brosleg og eins sjálfsögð og þau munu þykja þá. Það er einfaldlega skylda hverrar kynslóðar að þoka málum áfram, að taka við keflinu frá fyrri kynslóðum og leggja sitt af mörkum fyrir komandi kynslóðir. Þau mál sem helst standa út af borðinu í dag eru launajafnrétti og að hlutfall kvenna í stjórnmálum og forystusveit atvinnulífsins verði aukið. Að dætrum okkar verði greidd sömu laun og sonum okkar og að þær eigi jafnan rétt á frama í stjórnmálum og við stjórnun fyrirtækja. Um þessi mál ætti að vera hægt að ná breiðri samstöðu enda vandfundinn sá einstaklingur sem getur horfst í augu við þau er erfa skulu landið og sagt annað en að þetta sé sanngjörn krafa. Á þetta hefur viðskiptalífið komið auga og í dag stendur það fyrir ráðstefnu þar sem kynntur verður sam- starfssamningur helstu hagsmunasamtaka viðskiptalífsins, sem hefur það að markmiði að fjölga konum í forystusveit íslensks viðskiptalífs þannig að hvor hlutur kyns verði ekki undir 40% fyrir árslok 2013. Er þessi samningur gerður með stuðningi allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi áfangi náðist þegar konur og karlar báru gæfu til að snúa bökum saman en stilla sér ekki upp sem andstæðum pólum. Frú Vigdís Finnbogadóttir sagði í ræðu eitt sinn er jafnréttismálin voru til umræðu að „aðeins með vináttu vinnum við karlana á okkar band og gerum um leið jafnréttismál að máli þjóðarinn- ar allrar“. Í dag eigum við konur í íslensku viðskiptalífi marga bandamenn – marga vini úr röðum karlkyns forystumanna sem telja rétt að fjölga konum við stjórnun fyrirtækja enda allar rann- sóknir sem sýna að það sé skynsamlegt – að það muni stækka kökuna okkur öllum til góðs. Það er nefnilega gamaldags hugsunarháttur að halda að þetta snúist um eitthvað annað! Forystusveit viðskiptalífsins: Vilja „frekjurnar“ bara ná völdum? MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR JÓN GUNNARSSON UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um björgunarstarf Það hitti mig illa að heyra um skipverjann á Sturlaugi H. Böðvarssyni sem veiktist alvar- lega þegar skipið var statt um 70 sjómílur vestur af Reykjanesi. Í fréttum kom fram að ekki hefði verið tiltæk þyrluáhöfn til að manna fylgdarþyrlu fyrir þá sem senda hefði mátt eftir skipverjanum. Vinnureglur Landhelgisgæslunnar segja fyrir um að ekki sé farið lengra út til hafs á einni þyrlu en 20 sjómílur til að tryggja öryggi þyrluáhafna. Þessi regla er sett til þess að hægt sé að bregðast við til bjargar áhafnarmeðlimum komi eitthvað upp á. Við þær aðstæður sem uppi voru í þessu máli eða sambærilegum hefði verið hægt að fara nokkr- ar leiðir til að koma skipverjanum til hjálpar. Þannig hefði mátt senda út björgunarskip með lækni sem hefði verið komið að togaranum innan 3 klukkustunda, senda út björgunarskip til að fylgja þyrlunni eftir auk þess að setja skip og báta á sigl- ingaleiðinni í viðbragðsstöðu til að koma þyrlu- áhöfninni til bjargar ef á hefði þurft að halda. Sjó- veður og sjólag var eins og best verður á kosið. Þegar kreppir að verðum við að gera það besta sem hægt er við breyttar aðstæður. Þegar menn veikjast, hvort sem er á landi eða sjó, eigum við að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Ég get ekki metið nauðsyn læknishjálpar í þessu tiltekna tilfelli, en fram hefur komið í fréttum að brugðið hefði getað til beggja vona. Ég vil koma því skil- merkilega á framfæri að okkur eru ekki allar bjargir bannaðar þótt að kreppi um stundarsakir og okkur ber skylda til að hugsa upp ný vinnubrögð við breyttar aðstæður. Ef manneskja hefði veikst alvarlega uppi á jökli og þyrla ekki getað sótt hana t.d. vegna slæms skyggnis, þá hefðu björgunar- sveitir með lækna verið sendar á staðinn. Sjómenn eiga kröfu á því að fá sömu viðbrögð og aðrir þegar á bjátar og þeim aðferðum sem að framan var lýst hefði hæglega mátt beita í þessu tilfelli ef læknir hefði metið ástandið jafnalvarlegt og áhöfn skips- ins. Höfundur er alþingismaður og og formaður stjórn- ar björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Ný vinnubrögð Þegar Paul A. Volcker skrif-ar grein um banka eða end- urskipulagningu á fjármála- kerfinu leggur heimurinn við hlustir. Volcker er fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðla- banka Bandaríkjanna (Federal Reserve) og núverandi formaður ráðgjafarnefndar Obama forseta um endurreisn hagkerfisins. Síð- ustu daga hafa erlendir fjölmiðl- ar skrifað mikið um hugmyndir Volckers og sjálfur mætti hann til Washington DC til að skýra mál sitt ítarlega fyrir þingheimi. Í stuttu máli leggur Volcker til að bankar sinni fyrst og fremst hefðbundnum þörfum viðskipta- vina sinna en fjárfesti ekki í vogunarsjóðum og fjárfestingar- sjóðum fyrir óskráð fyrirtæki (private equity funds). Jafnframt vill hann takmarka svigrúm banka til að stunda spákaupmennsku fyrir eigin reikning (proprietary trading). Volcker telur að þessi starfsemi henti ekki bönkum heldur eigi heima í öðrum geirum fjármála- markaðarins. Auk þess bendir hann á að bankar sem eigi að sinna almenningi og hafi til þess öryggisnet frá hinu opinbera eigi ekki að misnota þetta örygg- isnet með áhættusamri starf- semi sem er ótengd hefðbund- inni bankastarfsemi. Eftir sem áður segir Volcker að þó svo banna eigi bönkum að stunda ákveðna fjármálastarf- semi þá sé ekki þar með sagt að slík starfsemi eigi ekki fullan rétt á sér. Til dæmis eru fjár- festingarsjóðir fyrir óskráð hlutafélög mikilvægir fyrir nýsköpun og spákaupmennska getur lagt grunn að mörkuðum sem gera fyrirtækjum kleift að verjast áhættu. Einkaaðilar geta því stundað þessa starfsemi án þess að njóta öryggisnets frá hinu opinbera. Volcker leggur til að Banda- ríkin vinni með öðrum þjóðum að því að ná breiðri sátt um veigamiklar formbreytingar á fjármálamörkuðum. Hann telur að alþjóðastofnanir og margar ríkisstjórnir vilji vinna að sam- hæfingu reglna og skilgrein- ingu á starfsvettvangi viðskipta- banka til að regluverkið veiti bönkum svigrúm til að þjóna viðskiptavinum en verndi skatt- greiðendur gegn því að bera ábyrgð á ótengdri áhættustarf- semi. Þegar endurreisn efnahags- kerfis okkar stendur fyrir dyrum væri við hæfi að taka undir hugmyndir Volckers til að endurbæta umgjörð fjármála- markaðarins. Volcker hefur víða sýn yfir fjármálamarkaði heimsins og hefur leitt til lausn- ar mörg flókin mál sem snerta heimsbyggðina. Nægir að nefna eyðingu verðbólgunnar í Banda- ríkjunum á fyrri hluta níunda áratugarins, lausn á ráðstöfun svissneskra bankareikninga sem stofnaðir voru af fórnarlömbum helfararinnar, rannsókn á fram- fylgni olíu-fyrir-peninga áætl- unarinnar í Írak og álitshnekki Alþjóðabankans. Meira að segja þekkir hann vel til á Íslandi. Daglega eru bankar á Íslandi að leggja huglægt og pólitískt mat á sölu eigna, velja og hafna, og vaxandi fjöldi landsmanna verður æ óánægðari. Vilhjálm- ur Bjarnason lektor hefur bent á veikleika íslenska fjármála- markaðarins sem hefur ekki lengur trúnað almennings. Við það vil ég bæta skorti á minni- hlutavernd í félögum, hættu á innherjaviðskiptum og markaðs- misnotkun. Almenningur treyst- ir hvorki kerfinu, fólkinu sem vann við það né endurskoðenda- fyrirtækjunum, sennilega aldrei framar. Spurningin er hvort okkar fámenna þjóðfélag komist nokkurn tíma yfir slíka þrösk- ulda. Volcker leggur til að Banda- ríkin setji á stofn eins konar staðfestingarstjórnvald (resol ut- ion authority) sem gæti blandað sér inn í viðskiptaferli. Kannski þurfum við einmitt slíka valda- stofnun í okkar litla þjóðfélagi. Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna og stjórnarmaður í Almenningi ehf. Bankar þjóni almenningi, ekki spákaupmönnum Daglega eru bankar á Íslandi að leggja huglægt og pólitískt mat á sölu eigna, velja og hafna, og vaxandi fjöldi lands- manna verður æ óánægðari. Vill ekki lesa Moggann Sumir voru ósáttir þegar Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri Morg- unblaðsins. Í þeim hópi var Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlög- maður, sem sparaði ekki stóru orðin og lýsti yfir að hann hefði sagt upp áskriftinni vegna „dónaskapar og skítamennsku“ úr penna Agnesar Bragadóttur. Í kjölfarið spunnust skrítin orðaskipti í fjölmiðlum milli lögmannsins og útgefanda blaðsins um hvort Sveinn Andri væri yfir- höfuð áskrifandi að Mogganum, en það er önnur saga. Vill vera í Mogganum En þótt Sveinn Andri telji sig ekkert hafa með Moggann að gera, telur hann Moggann greinilega hafa nóg með hann að gera. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins var að minnsta kosti dálkur þar sem Sveinn Andri lýsti degi í lífi sínu. Við hliðina var pistill eftir Agnesi Bragadóttur. Þetta er aðdáunarverð tillits- semi hjá lögfræðingnum: þótt hann hafi engan áhuga á að lesa Moggann, lætur hann það ekki bitna á öðrum lesendum blaðsins með því að svipta þá spennandi lesefni. Sem dagur í lífi Sveins Andra óneitanlega er. Ný samtök? Uppi eru hugmyndir um að lög- leiða fjárhættuspil og koma upp spilavíti á Hótel Nordica. Hvata- menn þessarar hugmyndar eru tvíburarnir fótfráu Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Skiptar skoðanir eru á málinu, en ljóst að þónokk- uð margir eru hlynntir hugmynd- um þeirra. Þeir gætu skipulagt hagsmunahóp til að vinna málinu brautargengi. En hvað ætti sá hópur að heita? Félag áhugamanna um lögleiðingu fjárhættuspila er frekar þurrt og leiðin- legt, ekki jafn grípandi og til dæmis Spilavítisenglar. bergsteinn@frettabladid.is ORRI VIGFÚSSON Í DAG | Bankastarfsemi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.