Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 7farið á fjöll ● fréttablaðið ● Helga Björnsdottir, laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands, stundar áhugaverða vinnu með- fram skóla. Hún sér um heilt fyrir- tæki með svokölluð minicards, en það eru auglýsingar í nafnspjalda- formi sem liggja frammi í þar til gerðum stöndum á hótelum og gistiheimilum um allt land. „Mamma og pabbi vinna bæði í ferðaþjónustu, mamma er flug- freyja og pabbi er með flugrekst- ur í Danmörku. Árið 2003 vorum við stödd í Hollandi og sáum stand með minicards í anddyrinu á einu hótelanna. Okkur þótti þetta snið- ugt og pabbi náði sambandi við mennina sem stofnuðu þetta og komst að því að fyrirtækið var rétt í burðarliðnum,“ segir Helga um upphaf minicards-ævintýris fjölskyldunnar. Foreldrar henn- ar fengu leyfi fyrir rekstri mini- cards hér á landi og sáu um rekst- urinn til að byrja með. „Síðan þá hefur þessi hugmynd breiðst út um allan heim, allt til Abu Dabi og New York. Þetta er eitthvað sem allir ferðamenn þekkja,“ segir Helga og bætir við að þessi kort henti sérlega vel á Íslandi þar sem ferðamenn vilji nýta sér allt sem er í boði. Helga hefur hjálpað móður sinni við reksturinn frá upphafi en tók nýlega alveg við honum. Hún segir meira en nóg að gera hjá sér við að selja auglýsingar og dreifa kortunum á rétta staði. „Að selja auglýsingar er líka mjög góð æfing fyrir mig sem verðandi lög- fræðing. Þannig get ég æft mig í að sannfæra fólk,“ segir hún og hlær. - sg Rekur minicards og stundar laganám Helga við einn af stöndunum sem hún sér um. Þessi er á Plaza-hótelinu en í standin- um eru auglýsingar frá fjölbreyttum fyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hópur hreyfimyndagerðarmanna vinnur nú hörðum höndum að því að koma íslenskum þjóðsögum í hreyfimyndaform. „Þetta verð- ur samansafn fimm til sex stutt- mynda sem allar byggjast á gömlu íslensku þjóðsögunum, flestar tví- víðar en aldrei að vita nema ein- hverjar brúðumyndir fljóti með,“ segir Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdóttir, ein af hreyfimynda- gerðarmönnunum sem standa að verkefninu. Að sögn Þóreyjar er hugmynd- in sú að hver hreyfimyndagerðar- maður leikstýri minnst einni stutt- mynd. „Þannig höfum við frjálsar hendur með túlkun á verkunum og því má búast við mjög ólíkum myndum, sem er alveg eins og í gamla daga þegar hver sögumaður setti sinn svip á sögurnar,“ segir Þórey, sem ætlar sjálf að gera sög- unni Mín hefur augu og mitt hefur nef skil. „Þetta er mjög skemmti- leg saga eins og þeir vita sem til þekkja og hentar vel til mynd- rænnar útfærslu.“ Þórey segir stefnt að því að klára verkið á næstu tveimur árum ef allt gangi eftir. „Þessa daga erum við á kafi í hugmyndavinnu en svo veltur framvindan auðvitað á allri fjármögnun,“ segir hún. Þjóðsögur í nýju ljósi Viðbúið er að myndirnar verði ólíkar en þær verða þó allar á bilinu 4-6 mínútna langar að sögn Þóreyjar, sem sést hér til vinstri ásamt samstarfskonu sinni, Ingu Maríu Brynjarsdóttur. Aðrir í hópnum eru Hermann Karls- son, Gísli Darri Halldórsson og Hlín Davíðsdóttir. Álafossvegi 23, Mosfellsbæ Sími: 566 6303 Opið: Mánudaga til föstudaga: 9:00 - 18:00 og laugardaga 9:00 - 16:00 www.alafoss.is Síðan 1896Álafossvegi 23, Mosfellsbæ Sími: 566 6303 Opið: Mánudaga til föstudaga: 9:00 - 18:00 og laugardaga 9:00 - 16:00 www.alafoss.is www.boddabiti.is Pöntunarsími 616 1299

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.