Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 34
22 10. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Félag leikskólakennara fagnaði sextíu ára afmæli sínu hinn 6. febrúar síðast- liðinn. Félagið var stofnað árið 1950 af 22 nýútskrifuðum leikskólakennurum en þeir fyrstu útskrifuðust tveimur árum áður frá Uppeldisskóla Sumargjafar. Fé- lagið er í dag annað stærsta aðildarfélag Kennarasambands Íslands og eru félag- ar þess um 2.400 talsins. Í tilefni afmælisins ákvað stjórn fé- lagsins að gefa út bók þar sem helstu vörður á leið stéttarinnar eru skoðaðar út frá sjónarhóli þeirra sem hafa staðið í eldlínunni. „Þetta er viðtalsbók þar sem rætt er við rúmlega tuttugu einstaklinga sem hafa haft áhrif á kjarabaráttu, laga- setningu, félagsstarf og menntun stétt- arinnar svo eitthvað sé nefnt auk þess sem bókin hefur að geyma minningar- brot um sjö látna félaga,“ segir Björg Bjarnadóttir, formaður félagsins. Hún segir mikið hafa breyst frá því félagið var stofnað. „Um 1950 voru komnir vísar að barnaheimilum eins og þau voru þá kölluð. Þau voru fyrst og fremst hugs- uð fyrir einstæðar mæður og fólk sem stóð höllum fæti. Síðar komu leikskól- arnir með hálfsdagspláss fyrir börn giftra. Þetta þróaðist síðan þannig að dagheimilin voru fyrir einstæða for- eldra og námsmenn og áttu þau að koma í staðinn fyrir heimilin með heitum mat og tilheyrandi á meðan leikskólarnir voru hugsaðir sem viðbót við foreldra- uppeldið. Í dag eru þessi skil afmáð og nú eru nánast öll börn í leikskóla og flest allan daginn.“ Björg segir að miklar sviptingar hafi orðið á sviði leikskólamála síðustu ár. „Leikskólarnir nutu ekki góðæris- ins hvað það varðar að fá starfsfólk til starfa enda fengust víða betri launa- kjör. Um tíma sárvantaði starfsfólk og þegar verst lét þurfti að senda börnin heim. Kreppan hefur hins vegar komið leikskólunum til góða hvað þetta varð- ar. Fólk með háskólamenntun sækir nú stíft inn í leikskólana og þeir eru full- setnir. Kreppan hefur þó líka haft nei- kvæðar afleiðingar og víða þrengir að. Okkar stærsti vandi er hins vegar sá að það vantar fleiri leikskólakennara en þeir eru ekki nema um 35 prósent leik- skólastarfsmanna. Skýringin er meðal annars sú að uppbygging leikskóla hefur verið mjög hröð og helst ekki í hendur við fjölda útskrifaðra leikskólakenn- ara.“ Flestir eru sammála um að leikskóla- kennarar vinni afar mikilvægt starf enda dvelur meirihluti barna í leikskól- anum í sjö tíma eða meira á dag. Þótt foreldrar beri megin ábyrgð á börnum sínum þá gegnir leikskólinn mikilvægu uppeldishlutverki. „Samdrátturinn nú getur haft áhrif á faglegt starf leikskól- anna og er þegar farið að segja upp verk- efnastjórum, þrengja að sérkennslunni og fleira í þeim dúr. Þegar betur árar þarf að leiðrétta það sem um sinn hefur þurft undan að láta.“ vera@frettabladid.is FÉLAG ÍSLENSKRA LEIKSKÓLAKENNARA: ER SEXTÍU ÁRA Þurfum að fjölga kennurum Þennan dag árið 1944 vörpuðu þrjár þýskar flugvélar sprengjum á olíuflutningaskipið El Grillo á Seyðisfirði. Ein sprengjan hæfði skutinn svo skipið sökk að hálfu leyti. Fjörutíu og átta manna áhöfn slapp en skipið var svo laskað eftir árásina að Bretar ákváðu að sökkva því þátt fyrir mikið magn olíu um borð. Skipið var byggt árið 1922 en kom til Seyðisfjarðar árið 1943. Það var notað sem olíubirgðaskip fyrir bresk og bandarísk skip. Með alla geyma fulla gat það borið um 12 þúsund tonn af olíu. Tiltölulega nýlega hafði verið fyllt á tankana þegar árásin átti sér stað. Um borð voru einnig geymdar sprengjubirgðir til að fylla á minni herskip. Þá bar skipið fallbyssu og loftvarnarbyssur með tilheyr- andi skotfærum. Mikil mengun varð á Seyðisfirði og í nærliggjandi fjörðum þegar skipið sökk og eins þegar reynt var að ná olíu úr skipinu árið 1952. Þá tóku Olíufélagið hf. og Vélsmiðj- an Hamar hf. að sér að tappa af skipinu og er talið að náðst hafi um 4.500 tonn. Árið 2001 var svo lagt í hreinsun á flakinu, en úr því hafði alla tíð seytlað olía. Norski verktakinn Riise Underwater Eng- ineering sá um verkið en um borð reyndist vera 91 tonn af olíu sem var mun minna en óttast hafði verið. Að auki hefur verið lokið við að fjarlægja sprengjur og skotfæri úr flakinu sem liggur á um 50 metra dýpi í miðjum firðinum. ÞETTA GERÐIST: 10. FEBRÚAR ÁRIÐ 1944 Sprengjum varpað á El Grillo MERKISATBURÐIR 1863 Alanson Crane fær einka- leyfi á slökkvitæki. 1931 Nýja-Delí verður höfuð- borg Indlands. 1943 Orlofslög eru samþykkt á Alþingi sem tryggja einn frídag fyrir hvern unninn mánuð. 1954 Dwight Eisenhower, for- seti Bandaríkjanna, varar við því að Bandaríkja- menn hafi afskipti af Víet- nam. 1992 Hnefaleikakappinn Mike Tyson er ákærður fyrir að hafa nauðgað Desiree Washington. 1996 IBM-ofurtölvan Deep Blue sigrar Garrí Kasparov í skák í fyrsta sinn. 2006 Vetrarólympíuleikarnir 2006 hefjast í Tórínó á Ít- alíu. BERTOLT BRECHT FÆDDIST ÞENN- AN DAG ÁRIÐ 1898. „Þú þarft ekki lengur að biðja til guðs þegar storm- ur er í aðsigi en þú þarft að vera tryggður.“ Brecht var eitt af áhrifamestu leikskáldum 20. aldar. Hann þróaði nýja tegund leikhúss sem hann kallaði epískt leik- hús. Að hans mati átti leikhús- ið ekki að vera í samkeppni við kvikmyndina og skapa blekkingu heldur að vera eins konar tilraun með aðstæður. Á dögunum stóð yfir garðfuglaskoðun Fuglaverndar og reynd- ist starinn vera algengasti fuglinn í görðum landsmanna að þessu sinni. Starinn er fallegur og skemmtilegur fugl sem nam hér land um miðja síðustu öld. Hann hóf að verpa í Horna- firði um 1940 og í Reykjavík um 1960 og hefur breiðst hægt út þaðan. Starinn er nú farinn að verpa víða á Suðurlandi og er kominn norður um til Akureyrar. Hann verpur í húsum, hreið- urkössum og er nú að nema land í klettum í Kjós og á Inn- nesjum. Auðvelt er að laða stara að görðum með matargjöfum og þá vantar alltaf varpstaði svo tilvalið er að setja upp hreiðurkassa handa þeim, t.d. í tré eða á veggi fjær gluggum, því í hreiðri starans, eins og annarra fugla, lifa flær sem geta átt það til að bíta fólk. Starinn er mikil hermikráka og getur lært orð og stef. Stari er þéttvaxinn, dökkur spörfugl á stærð við skógarþröst. Eini fuglinn sem hægt er að rugla honum saman við er svart- þröstur. Hann hefur langan oddhvassan gogg og fremur flatt enni, stutta, þríhyrnda oddhvassa vængi og stutt og breitt stél. Í sumarfiðri er hann svartur með bláan, grænan og fjólubláan gljáa. Á veturna er hann alsettur fínlegum doppum. Doppurn- ar eru ljósir fjaðraendar sem eyðast á útmánuðum. FUGL VIKUNNAR: STARI Algengasti fuglinn í garðinum STARI Það stirnir fallega á starann í vetrarsólinni. MYND/JÓHANN ÓLI HILMARSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FLEIRA FÓLK EN MINNI FJÁRMUNIR Björg segir kreppuna bæði hafa komið leikskólunum vel og illa. Nú fáist fólk til starfa en aftur á móti þrengi að fjárhagnum. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason æddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Benedikts Egilssonar fyrrv. bónda á Kópareykjum II, Reykholtsdal, til heimilis að Brekkubyggð 51, Garðabæ. Sigríður K. Jónsdóttir Helga Benediktsdóttir Margrét Benediktsdóttir Indriði Benediktsson Gerður S. Ólafsdóttir J. Eygló Benediktsdóttir Svanberg Guðmundsson Egill S. Benediktsson Guðrún B. Guðmundsdóttir Guðrún Benediktsdóttir Helgi J. Buch Sigrún Benediktsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Magnea Þóra Guðjónsdóttir lést á landspítalanum Fossvogi mánudaginn 8. febrúar. Jarðarförin tilkynnt síðar. Birna Óskarsdóttir Ingvar Elísson Ingvar Óskarsson Birna Ósk Björnsdóttir Eyrún Óskarsdóttir Guðmundur Haraldsson Már Óskar Óskarsson Ingunn Ragnarsdóttir Sigurður Óskarsson Guðrún Leifsdóttir Birgir Óskarsson Guðrún Þ. Kristjánsdóttir Kornína Óskarsdóttir Hlöðver Pétur Hlöðversson Erla Óskarsdóttir Karl J. Valdimarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Stefanía Sigurjónsdóttir Árskógum 8, Reykjavík, sem lést 28. janúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Jón Guðnason Guðni Jónsson Guðbjörg Gylfadóttir Kristín Jónsdóttir Gísli Vilhjálmsson Gunnar Jónsson Kolbrún Eiríksdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.