Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 12
12 10. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR SNJÓSTYTTA AF MICHAEL JACKSON Börn í japanska bænum Sapporo leika sér hjá kúnstugum snjókarli sem við nánari skoðun reynist vera eftirmynd Michaels Jackson. NORDICPHOTOS/AFP HAÍTÍ Þau Sigríður Þormar, Hrafnhildur Sverrisdóttir og David Lynch ganga til liðs við 24 manna alþjóðlegan hóp sérfræð- inga á vegum Rauða krossins sem skipuleggur uppbyggingarstarf hreyfingarinnar á Haítí næstu þrjú árin. Sérfræðingahópurinn mun kortleggja getu annarra hjálpar- samtaka, stjórnvalda og Rauða krossins á Haítí, og hvar sér- fræðiþekking og mannauður Rauða kross-hreyfingarinnar nýtist best í uppbyggingunni. „Við höfum öll unnið við stærri verkefni á vegum Rauða kross- ins, en þetta er af svolítið öðrum toga,“ sagði Sigríður þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. „Það er vitaskuld ábyrgðar- hlutverk að taka þetta að sér. Það er helst það sem situr í manni.“ Gríðarlegt uppbyggingarstarf bíður alþjóðlegra hjálparsamtaka og heimamanna á Haítí eftir jarð- skjálftann mikla sem reið yfir 12. janúar. David Lynch segir Íslendinga hins vegar standa mjög framarlega hvað varðar hjálpar- og uppbygg- ingarstarf í kjölfar jarðskjálfta. „Við höfum tekið þátt í slíku svo víða að það hefur safnast saman mikilvæg þekking og reynsla.“ Sigríður Þormar er hjúkrunar- fræðingur og sálfræðingur með áratugareynslu af áfallahjálp og sálrænum stuðningi í kjölfar hamfara. Hún hefur starfað fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn víða um heim, og þjálfað sjálfboðaliða á vegum fjölda landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sálrænum stuðningi. Hrafnhildur Sverrisdóttir er sérfræðingur í mannréttind- um og þróunarfræðum. Hún var sendifulltrúi Rauða kross Íslands á Fílabeinsströndinni og í Búr- úndí, starfaði með íslensku frið- argæslunni í Afganistan, og með Sameinuðu þjóðunum í Makedón- íu og Kósóvó. David Lynch hefur starfað á alþjóðasviði Rauða kross Íslands sem verkefnisstjóri í neyðar- vörnum og neyðarviðbrögðum í kjölfar hamfara, og á neyðar- varnaskrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hann var sendi- fulltrúi Rauða kross Íslands um árabil í Asíu, Miðausturlöndum, Tsjetsjeníu og Kákasuslöndun- um. Á Haítí eru fyrir þrír Íslend- ingar á vegum Rauða krossins og einn Íslendingur enn kemur þangað til starfa um næstu helgi. gudsteinn@frettabladid.is Uppbyggingarstarf næstu ára skipulagt Þrír Íslendingar héldu áleiðis til Haítí í gær til þess að taka þátt í skipulagningu uppbyggingarstarfs Rauða krossins þar þegar neyðaraðgerðum lýkur. Þeir ganga til liðs við 24 manna alþjóðlegan hóp sérfræðinga á vegum Rauða krossins. ÍSLENDINGARNIR ÞRÍR Sigríður Þormar, David Lynch og Hrafnhildur Sverrisdóttir héldu af stað til Haítí í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVEITARSTJÓRNARMÁL Formaður, framkvæmdastjóri og sviðsstjóri lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga funda með Svandísi Svav- arsdóttur umhverfisráð- herra á morgun. Á vef sam- bandsins kemur fram að ræða eigi upp komna stöðu eftir synj- un ráðherra á aðalskipulags- tillögum Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á vef sambandsins er jafnframt bent á það mat Samtaka atvinnu- lífsins að ákvörðun umhverfis- ráðherra sé í andstöðu við fyrri afstöðu ráðuneytisins. - óká SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Fulltrúar sveitarfélaga: Funda með ráð- herra á morgun KANADA Vegna snjóleysis í Van- couver og fjöllunum í kringum borgina hefur þurft að flytja snjó í brekkurnar og hafa bæði trukkar og þyrlur verið notað- ar til verksins. Alls hafa um 300 tonn af snjó verið flutt í brekk- ur Cypress-fjalls í útjaðri borg- arinnar þar sem meðal annars verður keppt í snjóbrettagreinum á Vetrarólympíuleikunum. Ekki hefur viðrað vel til vetrar- íþrótta í Vancouver en janúar- mánuður var sá hlýjasti sem sögur fara af og aldrei snjó- aði í mánuðinum. Að meðaltali fellur tæplega 17 sentimetra lag af snjó í borginni í janúarmán- uði. Þess í stað hefur rignt mikið með tilheyrandi áhyggjum fyrir skipuleggjendur, íþróttamenn og áhangendur leikanna. Aðstandendur eru þó bjart- sýnir á að snjói áður en leikarnir hefjast, sem er næsta föstudag. - sbt Ólympíuleikarnir undirbúnir: Snjór fluttur í brekkurnar SNJÓFLUTNINGAR Þyrlur hafa verið notaðar til að fljúga með snjó í brekkur vegna Vetrarólympíuleikanna í Van- couver.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.