Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. febrúar 2010 15 GROUP HANNYRÐIR Á Siglufirði er í gangi óvenju- legt prjónaverkefni en listakonan Fríða Björk Gylfadóttir stendur fyrir því að prjónaður sé 17 kílómetra langur trefill, sem ná á frá miðbæ Siglufjarðar yfir í miðbæ Ólafsfjarðar, og er þá jafnlangur jarðgöngum þeim sem þar munu koma á milli. „Ég fékk þessa hugmynd í tengslum við vígslu ganganna nú í haust en trefillinn á að vera táknræn tenging á bæjarfélögunum, þar sem þau eru tengd saman á einkar hlýlegan hátt,“ segir Fríða Björk en um áttatíu manns, frá tuttugu stöðum, hafa hjálpað til við prjóna- skapinn undanfarið. Lagt er upp með að göngin milli Ólafsfjarð- ar og Siglufjarðar verði vígð í september og Fríða Björk segist vera orðin bjartsýn á að hægt verði að ljúka við trefilinn fyrir þann tíma. „Nú á þremur vikum erum við komin með 178,59 metra og það er prjónað úti um allt. Við höfum komið garni og prjónum fyrir á biðstof- um lækna, hárgreiðslustofum, kaffistofum fyr- irtækja og fleiri stöðum hér í bænum og allir eru hvattir til að prjóna. Svo fáum við bútana til okkar og þeir eru saumaðir saman.“ Hvernig treflinum sjálfum verður svo komið fyrir er enn í þróun en Fríða Björk segir að sú hugmynd hafi meðal annars komið upp að leggja trefilinn hreinlega eftir veginum, en það eigi allt eftir að koma betur í ljós. Hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins á vefsíð- unni www.frida.is. - jma Siglfirðingar taka sér óvenjulegt verk fyrir hendur og prjóna sautján kílómetra langan trefil: Trefillinn jafnlangur jarðgöngunum ALLUR BÆRINN AÐ PRJÓNA Fríða Björk Gylfadóttir með það sem búið er að prjóna af treflinum sem stefnt er á að verði jafnlangur og jarðgöngin milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. MYND/ÚR EINKASAFNI LANDBÚNAÐUR Evrópusambandið (ESB) hefur tekið gilda rafræna hestapassa sem Bændasamtök Íslands hafa komið á fót í sam- starfi við Alþjóðasamtök íslenska hestsins. Skráning gagnabank- ans er á www.worldfengur.com, eða WF. „Tekið skal fram að engin for- dæmi eru fyrir rafrænum hesta- passa innan ESB og því má segja að WF ryðji brautina,“ segir á vef Matvælastofnunar. Þar kemur fram að mikið hagræði fylgi raf- rænu skráningunni, en krafist sé nákvæmra gagna við útflutning hrossa og hrossakjöts til Evrópu- landa. Bent er á að útflutnings- verðmæti hrossakjöts hafi verið um 200 milljónir árið 2008, auk þeirra umsvifa sem slátrun og vinnsla skapi hér á landi. - óká Hestar og hrossakjöt: Rafræn skrán- ing brýtur blað HROSS Lyfjanotkun sex mánuði aftur í tímann er á meðal upplýsinga í rafræn- um hestapössum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA IÐNAÐUR Eitt stærsta rútufyrir- tæki Norðurlanda, Tide Buss, er sagt spara sér háar fjárhæðir í eldsneytiskaupum með því að nýta sér íslenskt hugvit. Í tilkynningu SAGAsystem kemur fram að flotastýringar- kerfi fyrirtækisins hafi verið komið fyrir í tæplega 100 nýjum rútum Tide Buss sem teknar séu í notkun í byrjun þessa árs. „Samn- ingar eru í undirbúningi um að selja SAGA-kerfið í alla þrettán hundruð farþegabíla fyrirtækis- ins í Noregi og Danmörku, en slíkt myndi nærri tvöfalda veltu þessa íslenska hátæknifyrirtækis,“ segir í tilkynningunni. - óká Tide Buss í Noregi: Spara olíu með íslensku hugviti DÓMSMÁL Karlmaður á sjötugs- aldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 35 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs vegna stórfellds skattalagabrots. Hann taldi fram of lágar tekjur í rekstri sínum árin 2003-2005 og skilaði því ekki virðisaukaskatti eins og honum bar. Auk þess var hann sakfelldur fyrir að skila virð- isaukaskattsskýrslum of seint. Maðurinn rak veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum þegar formleg rannsókn skattrannsókn- arstjóra hófst í maí 2006. Náði rannsóknin til rekstraráranna 2003-2005. - jss Stórfellt skattalagabrot: Dæmdur í 35 milljóna sekt UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fund- aði í gær með nýjum sendiherra Austurríkis, dr. Daniel Krumholz. Við það tækifæri afhenti sendi- herrann nýi trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. „Rætt var um Evr- ópumótið í handbolta sem hald- ið var í Austurríki, möguleika á samvinnu á sviði hreinnar orku í Mið- og Austur-Evrópu, samstarf Íslands og Austurríkis á alþjóða- vettvangi sem og viðhorf Aust- urríkis til umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu,“ segir í tilkynningu forsetaemb- ættisins. - óká Forsetinn og sendiherrann: Ræddu hand- bolta og ESB

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.