Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 16
16 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á sunnudaginn voru 33 óbreytt-ir borgarar drepnir í loftár- ásum NATO-herja í suðurhluta Afganistan. Meðal hinna látnu voru konur og börn og hefur rík- isstjórn Afganistans þegar for- dæmt atvikið, en loftárásirn- ar voru liður í nýrri „stórsókn“ NATO í Afganistan. Þar hefur Obama Bandaríkjaforseti og frið- arverðlaunahafi Nóbels fjölgað í herliði Bandaríkjanna og önnur NATO-ríki hafa fylgt eftir. Með aðild sinni að NATO er Ísland og hefur lengi verið beinn þátttak- andi í hernaðinum í Afganistan, þar með talið morðum og ofbeld- isverkum á konum og börnum. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki eigi að taka þá stefnu til gagngerrar endurskoð- unar. Stríðið í Afganistan hefur nú bráðum staðið í níu ár. Stórsóknin sem núna er hafin hefur þann til- gang að koma í veg fyrir uppgjöf sem annars blasti við. Skærulið- ar talíbana hafa aldrei verið öfl- ugri síðan þeir voru hraktir frá völdum 2001; í fjórum fimmtu hlutu landsins eiga árásir vopn- aðra vígamanna sér stað oftar en einu sinni í viku og nú í janúar gerðu talíbanar árás á höfuð- borgina Kabúl. Sjálf ríkisstjórn landsins situr í fölsuðu umboði þar sem seinustu forsetakosn- ingar voru gagnrýndar af eft- irlitsmönnum víða um lönd. Þó að ríkisstjórn Afganistans sitji í skjóli Bandaríkjanna tókst þeim ekki að koma í veg fyrir víðtækt kosningamisferli Karzais forseta til að tryggja eigið endurkjör í ágúst síðastliðnum. Á hinn bóg- inn þiggja NATO-herirnir umboð sitt frá afgönsku ríkisstjórninni en hún hefur enga stjórn á þeim og hefur ítrekað gagnrýnt fram- ferði þeirra. Því er ekki hægt að tala um eitt yfirvald sem fari með lögsögu yfir Afganistan; það er misheppnað ríki. Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum er það næstspilltasta land heimsins og barnadauði er þar meiri en í nokkru öðru ríki. 52% af þjóðar- tekjum koma af fíkniefnasölu, en henni hafði nánast verið útrýmt árið 2000. Hernaður NATO í Afganistan hefur það yfirlýsta markmið að styðja við bakið á ríkisstjórn sem flestar ríkisstjórnir bandalagsins hafa þó gagnrýnt fyrir kosninga- svik. Sjálf hefur þessi ríkisstjórn þó ekkert að segja varðandi fram- kvæmd hernaðarins sem á í orði kveðnu að vera henni til aðstoð- ar. Engin tengsl eru lengur á milli talíbana og al-Kaída þannig að ekki er hægt að tengja hernaðinn í Afganistan lengur við hið illskil- greinda „stríð gegn hryðjuverk- um“. Stríðið er borgarastyrjöld sem hafin var að tilstuðlan öflug- asta stórveldis veraldar og er við- haldið af því, enda þótt árangur- inn af því hafi verið lítill. Aðkoma NATO að stríðinu er öll hin furðulegasta. Þegar Bandaríkin réðust inn í Afgan- istan árið 2001 flykktu NATO- ríki sér að baki innrásinni enda þótt hún hefði ekki verið borin undir bandalagið. NATO tók síðan að sér að létta á Bandaríkja- her þegar hann réðst inn í Írak 2003 og veitti jafnframt óbein- an stuðning við hernám Íraks sem þó hafði verið gagnrýnt af leiðtogum margra ríkisstjórna bandalagsins. Hernám Afganist- an hefur æ síðan verið samstarfs- verkefni Bandaríkjanna og NATO en allar ákvarðanir þó teknar af Bandaríkjastjórn. Þessi hernað- ur tengist mörgum illræmdustu glæpaverkum Bush-stjórnarinn- ar undanfarin áratug, ólöglegri fangavistun í Guantanamo, leyni- fangelsum CIA og pyntingum á stríðsföngum. Eigi að síður hafa önnur NATO-ríki aldrei gengið svo langt að leggja til að banda- lagið dragi sig úr þessu stríði. Meðal ríkja sem gætu átt frum- kvæði að því er Ísland en ríkis- stjórn Íslands hefur til þessa stutt hernaðinn á vettvangi NATO, t.d. á fundinum í Rúmeníu vorið 2008 þar sem þáverandi forsætisráð- herra og utanríkisráðherra töldu ástæðu til að leigja einkaþotu til að geta farið og stutt við fram- takið. Núna liggur fyrir Alþingi til- laga að rannsókn á tildrögum þess að Ísland lýsti yfir stuðn- ingi við innrás Bandaríkjanna í Írak. Full ástæða er til að taka þá ákvörðun til ítarlegrar rann- sóknar. Þar með er þó ekki nóg að gert. Einnig þarf að taka til rækilegrar athugunar með hvaða hætti þær ákvarðanir hafa verið teknar sem gert hafa íslensku þjóðina að beinum þátttakanda í stríðsátökum í Afganistan. Slík- ar ákvarðanir hafa nefnilega ekki verið bornar undir Alþingi Íslend- inga og svo sannarlega ekki undir íslensku þjóðina. Það væri jafn- vel nærtækara mál fyrir íslensku þjóðina að kjósa um heldur en hvort vextir af tilteknu erlendu láni eigi að vera prósentinu hærri eða lægri, fastir eða fljótandi. Víg í okkar nafni Afganistan SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | JÓN SIGURÐSSON UMRÆÐAN Jón Sigurðsson skrifar um söguritun Ritun sögu Seðlabanka Íslands fyrir hálfrar aldar afmæli stofnunarinnar er opinbert verk- efni og óþarft að dylgjur séu um það. Síðsumars 2007 leitaði bankastjórn til mín um að taka saman heimildir og gögn verk- inu til undirbúnings, en þetta hafði lengi verið til umræðu innan bankans. Ég vann að þessu í hluta- starfi frá september til ársloka 2007 og skilaði því þá af mér. Þá var sú mynd komin á verkið að bankastjórn bað mig að halda áfram, og var skip- uð ritnefnd til að fylgja málinu eftir. Ég hélt því áfram í samstarfi við ritnefndina allt árið 2008. Launagreiðslum lauk í árslok 2008 og verkið var afhent fullbúið um vorið 2009. Þetta rit um sögu Seðlabanka Íslands er hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Í megindráttum er þetta skýrsla um atburði og ákvarðanir sem einnig geti hentað fræðimönnum til frekari efnisvinnslu. Kaflar fjalla um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða eru kynnt mjög lauslega. Fylgt er atburðum og ákvörðunum í íslensku fjármálakerfi ár fyrir ár. Í aðalatriðum fjallar verkið um sögu Seðlabanka Íslands frá því stofnunin var aðskilin frá Lands- banka Íslands árið 1961. Auk þess er rakin saga íslenskra seðla og myntar lengra aftur og nokkrir aðrir þættir einnig. Ritnefnd hefur tvívegis lesið verkið yfir og ég gert breytingar í framhaldi af athugasemdum hennar. Efni verksins lýkur við árslok 2008 og er verkið 356 blaðsíður lesmál í A4 broti. Fyrir þetta verk fékk ég rúmlega 233 þús. kr. á mánuði síðustu fjóra mánuði ársins 2007 og tæp- lega 239 þús. kr. á mánuði allt árið 2008. Mér var sagt að þetta væri nærri launum framhaldsskóla- kennara en ég lagði ekki mat á það, enda verkefn- isvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð. Mér vitanlega hafa ekki verið teknar frekari ákvarð- anir um afdrif verksins, en það stendur fyrir sínu nú þegar í bókasafni Seðlabanka Íslands svo langt sem það nær. Aftur á móti lýkur frásögu þess í miðjum klíðum atburða, þannig að eitthvað þarf að vinna frekara að því, útvega myndir o.fl., ef almenn útgáfa verður að ráði. Ég legg auðvitað ekki mat á ákvarðanir banka- stjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk. Höfundur er fyrrverandi seðlabankastjóri og lekt- or við Háskólann í Reykjavík. Ritun sögu Seðlabanka Íslands Þurru tárin Eitt af skilyrðunum sem bresk og hollensk stjórnvöld setja fyrir nýjum Icesave-samningum er samstaða hérlendis. Hermt er að formaður Sjálfstæðisflokksins taki ágætlega í nýjar hugmyndir um samningana en formaður Framsóknarflokksins er enn tregur í taumi. Í heitu pottunum var sú skoðun reifuð að atburðarásin sé farin að draga dám af goðafræð- inni, þegar æsir freistuðu þess að endurheimta Baldur frá Hel. Hún féllst á að láta hann af hendi ef allir hlutir heims, lifandi og dauðir, legðust á eitt og grétu Baldur. Það strandaði á Loka Laufeyjarson í gervi tröllkonunnar Þakkar, sem grét ásinn þurrum tárum. Og Baldur fór því ekki fet. Ítarlegt Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingis- maður lagði fram fyrirspurn fyrir fjár- málaráðherra um skipan í stjórnir fyr- irtækja á vegum ríkisbankanna. Spurði hún meðal annars hver skipting þeirra væri eftir kyni. Fjármálaráðuneytið sendi bönkunum bréf og óskaði eftir þessum upp- lýsingum. Íslandsbanki lét ekki segja sér það tvisvar heldur rakti nöfn allra stjórnarmanna á sínum vegum og kyngreindi þá, væntanlega til að koma í veg fyrir misskilning. Úr einu starfi í annað Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjar- stjóri, fór halloka í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi á laugardag. Gunnar var þögull sem gröfin eftir ósigurinn og gaf ekki færi á neinum viðtölum um helgina. Í gær rauf Gunn- ar loksins þögnina á vefmiðlinum Pressunni. Það fór svo sem vel á því, því sama dag hóf Þór Jónsson störf á Pressunni. Hann starfaði áður sem upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar og er því þaulvanur í að koma sjónarmið- um Gunnars Birgissonar á framfæri. bergsteinn@frettabladid.is Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 9 22 30 DCD945B2 Öflug 12 V borvél m. höggi 3ja gíra, 0-450/1200/1800 Hersla 44 Nm. 2x2,6 Ah Ni-Mh rafhlöður. 40 mín. hleðslutæki. Taska fylgir. Borvél m. höggi 12 V 66.900 Áður kr. 79.900 TILB OÐ N ú er svo komið að varla er rætt um gjaldmiðil lands- ins öðruvísi en í félagsskap við orðin bönn og höft. Á Alþingi í gær viðraði til dæmis Ragnheiður Rík- harðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, þá hug- mynd að ef til vill væri orðið tímabært að banna sveitarfélögum að taka lán í annarri mynt en í íslenskum krón- um. Þetta er sá veruleiki sem Íslendingar búa við. Krónan er við svo slaka heilsu að hún lifir ekki á frjálsum markaði, heldur þarf að slá um hana höftum, boðum og bönnum. Um tvö ár eru liðin frá því gengi krónunnar tók lóðrétta stefnu niður á við. Þegar fallið stöðvaðist höfðu helstu gjaldmiðlar heims hækkað um tugi prósenta gagnvart krónunni. Í febrúar fyrir tveimur árum kostaði til að mynda einn Bandaríkjadollar 66 krónur. Í gær kostaði hann 129 krónur. Nánast hvert einasta heimili og fyrirtæki landsins hefur orðið fyrir verulegum búsifjum af völdum þessa minnsta sjálfstæða gjaldmiðils heims. Bæði þau sem eru með verðtryggð lán og hin sem skulda í erlendri mynt. Í fyrra tilvikinu hefur verðbólgan hlaðið stórfelldri og óafturkræfri hækkun á höfuðstóli lána. Í því síðara hafa í mörgum tilfellum skuldir og afborganir tvö- faldast. Krónan er sérstakt fyrirbrigði meðal gjaldmiðla heimsins að öðru leyti en að vera sá minnsti. Hún er í raun og veru tvær myntir. Annars vegar óverðtryggða krónan, sem kemur inn á launareikningana okkar, og hins vegar verðtryggða krónan, sem hvílir á húsakynnum okkar og hækkar í takt við verðbólguna ólíkt hinni. Þeir eru til sem telja að verðtryggingin sé vandamálið en ekki sjálfur gjaldmiðillinn. Staðreyndin er þó sú að krónan er ekki nothæf án verðtryggingarinnar. Án hennar yrði ekki hægt að tryggja lífeyri og annan sparnað í krónum. Í öðrum löndum féllu bankar með tjóni fyrir þá sem áttu í þeim hlutafé eða innistæður eftir atvikum. Hér féllu bankar og auk eigenda þeirra töpuðu líka hinir sem áttu ekki neitt í bönkunum né í öðrum fyrirtækjum. Allir fasteignaeigendur hafa mátt þola stórfellt eignatap og aukn- ar álögur, líka þeir sem hafa lifað spart og af skynsemi. Orsökin er krónan. Hún tryggði að höggið lenti miklu víðar en ella. Um þetta er ekki deilt, frekar en að vegna krónunnar þurfa vextir að vera hærri á Íslandi en víðast annars staðar. Engu síður, eftir þær hamfarir sem krónan hefur valdið öllum nema fáein- um spákaupmönnum, lætur stór hópur fólks eins og hún sé ekki vandamál. Þetta stappar nærri sturlun. Gjaldmiðill landsins er í vondum félagsskap. Krónuskatturinn JÓN KALDAL SKRIFAR Krónan er sérstakt fyrirbrigði meðal gjaldmiðla heimsins að öðru leyti en að vera sá minnsti. Hún er í raun og veru tvær myntir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.