Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 28
 23. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● fermingar Gaman getur verið að rifja upp fermingartísku fyrri ára og sjá þá breytingu sem hefur átt sér stað. Fréttablaðið fékk að skoða gamlar auglýsinga- úrklippur frá fatakeðjunni NTC sem sýna að auk mikilla sveiflna í fermingartísku hafa margir þjóðþekktir einstakl- ingar setið fyrir. „Nei, ég held það séu nú engin bein tengsl á milli velgengni og þess að sitja fyrir í fermingartískunni hjá okkur,“ segir Svava Johansen, framkvæmdastjóri NTC, og hlær, spurð hvernig standi á því að jafn- margar af fyrirsætunum sem hafa setið fyrir í fermingartískunni hjá NTC hafi öðlast frægð síðar á lífs- leiðinni. Svava segist frekar vera þeirr- ar skoðunar að fyrirsætustörf- in endurspegli löngunina til að vera í sviðljósinu. „Ég held það sé engin tilviljun að margir af þess- um krökkum hafa síðar lagt leik- list eða fyrirsætustörf fyrir sig,“ útskýrir hún og nefnir í því sam- hengi leikkonuna Anítu Briem og fyrirsæturnar Eddu Pétursdótt- ur og Thelmu Þormarsdóttir sem hafa unnið fyrir mörg af þekktustu tískuhúsum heims, svo sem Prada, Gucchi og D&G. Þótt fermingartískan hafi tekið miklum breytingum segir Svava sömu reglur alltaf hafðar að leið- arljósi við val á fyrirsætunum. „Okkur hefur þótt mikilvægt að velja heilbrigða og flotta krakka. Ég ákvað að gera svolítið meira úr þessu í ár, þar sem ég er nú sjálf að ferma og við fengum því til liðs við okkur tuttugu hressa krakka til að sitja fyrir. Þetta var mjög gaman og góður vinskapur hefur tekist með krökkunum; þau voru velflest orðnir vinir á Facebook daginn eftir myndatökurnar.“ Spurð hvort hún haldi sjálf sam- bandi við einhverjar af „gömlu“ fyrirsætunum játar Svava því. „Margar fyrirsæturnar hafa unnið hjá okkur og sumar snúið aftur til baka eftir hlé enda góðir starfs- kraftar alltaf velkomnir aftur.“ - rve Margir stigið fyrstu skrefin í auglýsingum hjá Sautján Hér má sjá fermingartískuna 1998. Á myndinni má meðal annars sjá Unni Birnu Vilhjálmsdóttur bregða fyrir, en hún er önnur til hægri á stóru myndinni. Leikkonan Aníta Briem sést hér á fermingaraldrinum en hún sat fyrir hjá NTC árið 1996. Á hægri myndinni má sjá Sigurð Bollason athafnamann og Elmu Lísu Gunnars- dóttur leikkonu í auglýsingu frá NTC árið 1987. Sérstaklega mikið var lagt í myndatökuna í ár þar sem tuttugu hressir krakkar sátu fyrir. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR Svava hefur verið viðstödd stóran hluta þeirra myndatakna sem hafa farið fram á vegum NTC í tengslum við fermingartískuna. Hér er Svava með fyrirsætunni Emilíu. Edda Pétursdóttir fyrirsæta og Tanja Marín Friðjónsdóttir dansari í auglýsingu fyrir NTC. Á hægri myndinni sést Edda á tískusýningu í New York 2008. Síðan Aníta sat fyrir hjá NTC hefur hún verið áberandi í kvikmyndum. Unnur Birna hefur sömuleiðis sést á hvíta tjaldinu en hún fór meðal annars með stórt hlutverk í mynd- inni Jóhannes. Hlíðarsmári 2 · 200 Kópavogur Sími 565 3380 · Gsm 896 0791 · marina@mi.is Marína Svabo Ólason Snyrtifræðingur og meistari Snyrti- og naglastofan SculpturE Snyrti- og naglastofan SculpturE Allar almen r snyrtingar í boði á góðum verði. TÍMAPANTANIR Í SÍMA 565 3380 Marína Svabo Ólason Snyrtifræðingur og meistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.