Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 54
30 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. bauti, 6. í röð, 8. duft, 9. háttur, 11. leita að, 12. slagorð, 14. urga, 16. pot, 17. til viðbótar, 18. blóm, 20. tveir eins, 21. hvæs. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. kringum, 4. gróðra- hyggja, 5. skáhalli, 7. tónsvið, 10. eldsneyti, 13. gerast, 15. sál, 16. hluti verkfæris, 19. sjó. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. áb, 8. mél, 9. lag, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. ot, 17. enn, 18. rós, 20. dd, 21. fnæs. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. um, 4. fégirnd, 5. flá, 7. barítón, 10. gas, 13. ske, 15. andi, 16. orf, 19. sæ. „Ég held að Pamela viti ekkert allt of mikið um snjóbretti,“ segir snjóbrettakappinn Halldór Helgason. Eiki, stóri bróðir Halldórs, fékk faðm- lag frá kynbombunni Pamelu Anderson á verðlaunahátíð tímaritsins Transworld Snowboarding á dögunum. Eiki var valinn snjóbrettamaður ársins af lesendum tímaritsins á hátíðinni og prýðir for- síðu febrúarheftisins. Halldór segir verðlaunin þau bestu sem hægt er að fá í þessum bransa. Halldór og Eiki eru atvinnumenn í íþróttinni og hafa verið á fleygi- ferð undanfarin misseri og sópað að sér viðurkenningum. Eins og Frétta- blaðið greindi frá á dögunum þá vann Halldór til gullverðlauna á X-Games íþróttamótinu í Bandaríkjunum og vakti það mikla athygli. „Það hefur hjálpað mjög mikið,“ segir hann. „Þetta er stærsta og virtasta mót sem maður getur unnið og það hefur aldrei verið jafn stórt og í ár – það er snilld.“ Í dag eru bræðurnir á fullu við að taka upp efni fyrir snjóbretta- útgáfurnar Standard Films og Pir- ate Productions. Halldór er stadd- ur í Utah í Bandaríkjunum og Eiki er í Japan. „Það er það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ segir Hall- dór. „Við erum að taka upp og gerum nákvæm- lega það sem við viljum gera.“ - afb Innilegt faðmlag frá Pamelu Anderson LIFA DRAUMINN Halldór og Eiki, bróðir hans, eru atvinnumenn á snjóbretti. KYNBOMBA Pamela Anderson gaf Eika Helgasyni innilegt knús. „Átján mánuðum eftir að við opn- uðum fengum við harðort bréf frá íslenskum hæstaréttarlögmanni, sem segir okkur að til að forðast aðgerðir frá umbjóðanda þeirra sem er risafyrirtæki sem selur krukkusósur og tex-mex-dót- arí í stórmörkuðum, verðum við að hætta allri notkun á nafninu Santa María,“ segir María Hjálm- týsdóttir, annar eigenda matsölu- staðarins Santa María á Lauga- vegi. „Þeir halda því fram að val okkar á nafni sé tilraun til að gerast sníkjudýr á viðskiptavild þeirra. Það er náttúrlega algjört bull. Við höfum engan áhuga á að kenna okkur við krukkumat. Við höfum alltaf gefið okkur út fyrir að selja alvöru mexíkóskan mat sem á ekkert skylt við það sem kallast tex-mex og stendur svo rækilega merkt á öllum vörum frá þeim.“ María segir Santa María-nafn- ið dæmigert og geti varla talist frumlegt. „Við bentum góðfúslega á að um allan heim væri helling- ur af fyrirtækjum og aðilum sem nota nafnið Santa María og þeir gætu líklega komist í enn feitari bita ef þeir tékkuðu á santamaria. com, santamaria.org, santamaria. de, santamaria.es, santamaria. it og svo framvegis. Listinn er endalaus.“ María segir aðfinnslurnar koma beint frá höfuðstöðvum keðjunnar. „Í síðustu viku kom fulltrúi Santa Maria á Norðurlönd- um í heimsókn og var hinn kátasti. Hann kannaðist ekkert við málið og sagði þvert á móti að hann myndi vilja útvega okkur vörur frá fyrirtæk- inu til að auglýsa þær hjá okkur.“ Matsölustaðurinn hefur komið til móts við keðjuna. Búið er að taka nafnið úr glugg- um og af matseðlum síðan deilurnar hófust. Einnig er búið að taka allt út af léninu www. santa-maria.is. „Þennan samstarfs- vilja þakkar keðjan okkur í gegnum lög- ma nnsstofuna , en heimtar svo að til þess að málinu ljúki af þeirra hálfu þá fram- seljum við þeim lénið og látum afskrá leyfið okkar fyrir nafninu hjá Einkaleyfastofu,“ segir María og viðurkennir að vera orðin dálítið pirr- uð á yfirganginum. „Við erum bara litlir gaurar við Laugaveginn sem höfum ekk- ert efni á að fara í hart við svona flottræfils risafyrirtæki í Evrópu sem beitir fyrir sig uppskrúfuð- um hæstaréttarlögmönnum sem varla glittir í mennsku hliðina á. Ég bara veit ekki hvað gerist næst. Hvort við skiptum um nafn eða hvað.“ Valborg Kjartansdóttir hjá lög- fræðiskrifstofunni Sigurjónsson og Thor ehf., sem fer með málið fyrir alþjóðlegu matvælakeðj- una, tjáir sig ekki um það við fjöl- miðla. drgunni@frettabladid.is MARÍA HJÁLMTÝSDÓTTIR: PIRRUÐ Á YFIRGANGI ERLENDS STÓRFYRIRTÆKIS Bannað að heita Santa María MARÍA HJÁLMTÝSDÓTTIR ER PIRRUÐ Alþjóðlegi matvælarisinn Santa Maria hamast nú á matsölustaðnum á Laugaveginum og meinar honum að heita Santa María. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er að hlusta á The Madcap Laughs Again sem er diskur sem fylgdi með tímaritinu Mojo. Þar eru hinar og þessar hljómsveitir að spila lög sem Syd Barrett gaf út á sinni fyrstu sólóplötu. Þetta er mjög skemmtilegt og flott „tribute“.“ Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður. Jón Þór Birgisson segir að laginu Hoppípolla með Sigur Rós hafi verið „nauðgað“ í bresku sjónvarpi. Í viðtali við síðuna Gigwise segist Jónsi vera ósátt- ur við hversu litla stjórn hljóm- sveitin hefur á því hvernig tónlist hennar er notuð í Bretlandi. „Á ein- hvern undarlegan hátt þarf breska ríkissjónvarpið ekki að biðja um leyfi til að nota lög ef þau eru í bakgrunni í sjónvarpsþáttum. Það getur bara tekið þau traustataki og það gerðist oft með Hoppípolla,“ sagði Jónsi. Reyndar er hann ánægð- ur með að lagið hafi verið spilað í náttúrulífsþættinum Pla- net Earth. „Þátturinn með David Attenbor- ough var samt flottur (Planet Earth). Við erum allir miklir aðdáendur hans.“ Jónsi segist vera hættur að æsa sig of mikið yfir þess- ari notkun á Sigur Rósar-lög- unum. „Ég hef lært að maður verður að láta hlutina eiga sig. Þú lifir í smá stund og deyrð síðan. Ekkert annað skiptir sérstaklega miklu máli.“ - fb Hoppípolla ofnotað á BBC JÓNSI Hoppípolla var „nauðgað“ í bresku sjónvarpi eftir að það kom út árið 2005. ATTENBOROUGH Í uppá- haldi hjá Sigur Rós. Rás 2 stóð fyrir kosningu um kynþokkafyllstu konu landsins fyrir helgi. Mikil þátttaka var í kosning- unni sem fór bæði fram í gegnum tölvupóst og í beinni útsend- ingu stöðvarinnar þar sem útvarps- menn á borð við Heiðu Ólafsdóttur tóku á móti atkvæðum hlustenda. Sigurvegari kosningarinnar var ein- mitt Heiða Ólafsdóttir, sú hin sama og starfar á Rás 2. Og sú hin sama og hafði þann starfa að taka á móti atkvæðum hlustenda. Það skyldi þó ekki vera að þessi niðurstaða kosn- ingarinnar væri ástæða þess að yfir- menn Rásar 2 hafa ekki séð ástæðu til að senda út fréttatilkynningu um hana – eins og venjan hefur verið á þeim bænum? Þó víðast hvar kreppi að eru þó enn til íslensk fyrirtæki sem gera það gott. Íslenska plötu- útgáfan Borgin kom með ferska vinda inn á markaðinn í fyrra og aðstandendur hennar stefna á frekari sigra á þessu ári. Baldvin Esra Einarsson, einn Borg- armanna, er búsettur í Belgíu um þessar mundir og þrír félagar hans flugu á hans fund í gær. Þeir Kiddi Hjálmur, Steinþór Helgi Arnsteinsson og Kristján Freyr Halldórsson dvelj- ast næstu daga í Gent og þar verða ákvarðanir um næstu skref tekin. Enn ein fjöðrin gæti verið á leið í hatt Dóru Takefúsa og Dóru Dúnu, en þær hafa rekið barinn Jolene með eftirtektarverðum árangri síðustu ár. Barinn er einn af fimm börum sem danska vefsíðan Ibyen. dk hefur tilnefnt sem bar ársins 2010. Í umsögn dómnefndar kemur fram að Jolene sé skemmtilega sam- settur rokkbar sem er í senn kaffihús og næturklúbbur. Tvö ár eru síðan barinn var opnaður á Vesturbrú. Hann var fyrst opnaður við Norðurbrú, en sú staðsetn- ing hentaði ekki vel og staðnum var lokað vegna hávaða. - hdm, afb FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Madeira. 2 4. 3 Grikklands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.