Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 23. febrúar 2010 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 23. febrúar 2010 ➜ Tónleikar 12.15 Gunnar Gunnarsson flautuleik- ari og Guðmundur Sigurðsson orgel- leikari koma fram á hádegistónleikum í Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu. Á efnisskránni verða verk eftir J. S. Bach, Albinoni, Otar Taktakishvili og Otto Olsson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Sýningar Í Fógetastofum að Aðalstræti 10 hefur verið opnuð sýning á ljósmynd- um eftir Pétur Þorsteinsson og Óla Pál Kristjánsson. Myndirnar voru einnig á sýningunni „Lífið er ekki bara leikur” sem stóð yfir síðasta sumar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Fógeta- stofur eru opnar virka daga kl. 9-18 og um helgar kl. 12-17. Í Listasafni Reykjanesbæjar (Duus- húsum við Duusgötu) hefur verið opnuð sýning á verkum Björns Birn- irs. Opið virka virka daga kl. 11-17 og helgar kl. 13-17. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd Orsons Welles, Touch of Evil (endurunnin útgáfa frá 1998). Sýning- in fer fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www. kvikmyndasafn.is. ➜ Leiðsögn 12.05 Lilja Árnadóttir fagstjóri verður með leiðsögn um valin útsaumsverk á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu (3. hæð). Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.natmus.is. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Inga Þöll Þórgnýsdóttir flytur erindi um stefnu stjórnvalda og rann- sókn bankahrunsins. Fyrirlesturinn fer fram hjá Háskólanum á Akureyri, Sól- borg við Norðurslóð (L 201). Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Tónleikhús ★★★★ Gunnar Þórðarson Lífið og lögin Í návígi við meistara Söguloft Landnámssetursins í Borgarnesi er vettvangur frábærra uppákoma um þessar mundir. Þar vellur snilldin upp úr Jóni Gnarr og Gunni Þórðar fer yfir feril sinn í tali og tónum. Vilji fólk gera sér glaðan dag er ferlega góð hugmynd að taka pakka í sveitinni og hafa þessar uppákomur, aðra þeirra eða báðar, sem möndul ferðarinnar. Ísland á óvenju marga snill- inga á tónlistarsviðinu miðað við fámennið. Gunni Þórðar kemur fyrstur upp í hugann, enda var hann fyrstur til að fylgja forskrift Bítlanna að fara að semja lög. Síðan hafa þau hrannast upp, óteljandi snilldarlög sem eru greipt í þjóðarsálina. Gunnar var framan af kunnur fyrir hlédrægni og væri hann spurður um ferilinn sagðist hann yfirleitt ekki muna neitt. Þetta hefur sem betur fer breyst að undanförnu, hann hefur spilað, sungið og talað á tónleikum um allt land. Sýning hans í Landnámssetrinu er blanda af sögustund og tónleikum. Söguloftið tekur tæplega 100 manns og Gunni röltir enda á milli með gítarinn, segir sögu sína og spilar lög í heild sinni eða brot úr þeim. Stundum er salurinn hvattur til að taka undir. Sýningin er um tveggja tíma löng en gæti auðveldlega verið helmingi lengri því ferill Gunnars er svo langur og fjölbreyttur. Á köflum var farið ansi hratt yfir sögu og Gunnar spilaði lögin full hratt, fannst mér, eins og hann væri á skeiðklukkunni. Fyrir hlé eru upphafsárin tekin fyrir og Hljómar og Trúbrot. Eftir hlé er „öllu hinu“ rúllað upp, og þá fannst manni á köflum að fókusinn hefði mátt vera skarpari. Þetta er vitanlega lúxus-vandamál því sýningin er mjög skemmtileg. Gunnar vegur salt á milli klassískra og óþekktari laga og það er gaman að heyra hann sjálfan syngja þau, enda er hann fínn söngvari. Gunnar blandar poppfræðinni og skemmtisögum af samtímafólki saman í góðum hlutföll- um, fer einnig nokkuð djúpt í lagasmíðar sínar. Áhorfendur voru á öllum aldri, mest miðaldra þó, og ég gat ekki betur séð en allir væru himinlifandi með þessa stund sem við áttum í návígi við meistarann. Dr. Gunni Niðurstaða: Vel heppnuð skemmtistund með poppsnillingi á Söguloftinu. – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 20% verðlækkun WELEDA Iris Moisture Cream er gott 24 stunda rakakrem fyrir venjulega húð. Íris-jurtin er mjög rakagefandi og hentar því vel á þurr svæði, rakinn hefur einnig hreinsandi áhrif á feit svæði. Unnið úr lífrænt ræktuðum jurtum og án allra aukaefna. 2.767 kr. 2.214 kr. 20% verðlækkun SÓLEY Eygló er hreinræktað andlitskrem með kvöldvorrósarolíu. Nærir og endurbyggir þurra, þreytta og líflausa húð. Dregur fram náttúrulegan ljóma húðarinnar. Virkar gegn rósroða. 4.744 kr. 3.795 kr. 20% verðlækkun PURITY HERBS Undur rósarinnar er hágæða andlitskrem sem hentar öllum húðtegundum. Kremið inniheldur einstakar jurtir og jurtaafurðir sem hægja á öldrunarferli húðarinnar, styrkja háræðar og jafna húðlit. 3.858 kr. 3.086 kr. Gildir út febrúar 2010 Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is Ný prentun í kilju! Guðmundur Óskarsson Bankster Meitluð saga úr bankahruninu „Sagan er einlæg, áreynslulaus, skemmtileg og hrífandi. […] Og inni í þessu öllu saman er afar falleg og tregablandin ástarsaga.“ – Þormóður Dagsson, Morgunblaðinu „… hreinræktuð kreppubók og hreinasta afbragð sem slík. Besta kreppubókin.“ – Árni Matthíasson, Morgunblaðinu „… Guðmundur Óskarsson hefur meira en kveðið sér hljóðs með þessari skáldsögu sinni.“ – Gauti Kristmannsson, RÚV Íslensku bókmennta- verðlaunin 2009 Fyrsta prentun uppseld! Stökk upp í 1. sæti á metsölulista Eymundsson í flokki innbundinna skáldverka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.