Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 34
 23. FEBRÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR14 ● fréttablaðið ● fermingar Fermingin er ein af stærri tíma- mótunum í lífi okkar. Það hefur þótt tilheyra að gefa ferm- ingarbarninu gjafir þennan dag og hafa foreldrar gjarnan notað tilefnið og gefið barninu eitthvað sem muni nýtast því. Fermingargjöfin er oft því í veglegri kantinum frá pabba og mömmu. Gegnum áratugina hafa tískusveifl- ur sett mark sitt á fermingargjaf- irnar eins og gengur. Þó eru gjafir sem hafa staðist allar tískusveiflur eins og Biblían, orðabækur og rit- söfn eins og Íslendingasögur, skart- gripir handa stúlkunni og eins hafa piltarnir oft fengið sína fyrstu rak- vél í fermingargjöf. Á fyrstu áratugum tuttugustu aldar voru jafnvel gervitennur al- gengar fermingargjafir, einfald- lega vegna þess að tennur barna voru oft orðnar svo skemmdar á unglingsárum að skipta þurfti um. Armbandsúr voru vinsæl ferm- ingargjöf um miðja 20. öldina og voru þá vönduð úr sem enst hafa jafnvel til dagsins í dag. Húsgögn hafa einnig verið vin- sæl fermingargjöf og voru tekk- kommóður gjarnan gefnar á sjö- unda og áttunda áratugnum. Svefn- sófar með rúmfatahirslu undir voru allsráðandi á níunda áratugunum og þá voru líka hljómflutnings- tæki sérstaklega vinsæl. Á níunda áratugnum var einnig vinsælt að gefa nám- skeið eins og tungumálaskóla í útlöndum og fór þá fermingar- barnið utan í eina til tvær vikur, oft í fyrstu utanlandsferðina. Tölvur urðu vinsælar ferm- ingargjafir seint á tíunda ára- tugnum og um aldamótin. Farsímar, DVD-spilarar, flat- skjáir og gjafabréf í verslanamið- stöðvar hafa verið algengar ferm- ingargjafir síðustu ár. Upphæð gjafabréfsins hefur verið frá tug þúsunda króna og upp í jafnvel hundruð þúsunda króna. - rat Gjafirnar í gegnum árin Orðabækur hafa verið vinsælar fermingargjafir og þótt fermingarbarninu finnist þær kannski ekki spennandi er þetta samt gjöf sem mun örugglega gagnast því um ókomin ár. Útivistarbúnaður eins og svefnpoki, bakpoki eða tjald hafa leynst í ferm- ingarpökkuum lengi en meðal annars má finna auglýsingar frá fimmta áratug tuttugustu aldar þar sem svefnpokar eru auglýstir sem góð fermingargjöf. Á níunda áratugnum voru námskeið ýmiss konar vinsæl eins og ljósmynda- námskeið og tungumálanámskeið. Þá var vinsælt að gefa fermingarbarn- inu stutta ferð til dæmis til Englands þar sem það sat enskunámskeið. Tekkkommóður voru vinsæl ferm- ingargjöf á sjöunda og áttunda áratugnum. Svefnsófar tóku svo við, gjarnan með skúffu undir fyrir rúmföt. Skartgripir hafa verið gefnir í ferm- ingargjafir áratugum saman. Tölvur urður algeng fermingargjöf seint á tíunda áratugnum. Hljómflutningstækin voru ómissandi í ferm- ingarpakkann á níunda áratugnum. Piltarnir fá oft sína fyrstu rakvél í fermingargjöf. Armbandsúr voru vinsæl fermingargjöf um miðja 20. öldina. Það var þá gjarnan fyrsta armbandsúrið sem viðkomandi eignaðist og entist árum saman. HVAÐ ER Í MATINN? Á kynnir skemmtilegan sérvef um matargerð og hagkvæm matarinnkaup. Með því að nota einfalt og skemmtilegt kerfi útbúum við handa þér matseðil eftir þínu höfði. Kynntu þér ótrúlegan fjölda gómsætra uppskrifta á Hvað er í matinn? á ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.