Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 48
24 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 14 14 10 16 L L 10 L LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5 - 8 - 11 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5 - 8 - 11 LÚXUS THE LIGHTNING THIEF kl. 5.30 - 8 - 10.30 EDGE OF DARKNESS kl. 8 - 10.30 SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 3D kl. 3.40 - 5.50 ísl.tal SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 2D kl. 3.40 - 5.50 ísl.tal AVATAR 3D kl. 8 ALVIN OG ÍKORNARNIR 2 kl. 3.30 íslenskt tal SÍMI 462 3500 14 16 10 12 L 10 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 5 - 8 - 11 THE WOLFMAN kl. 8 - 10.30 THE LIGHTNING THIEF kl. 5.30 IT´S COMPLICATED kl. 8 - 10.35 MAMMA GÓGÓ kl. 6 AVATAR 3D kl. 6 - 9.20 SÍMI 530 1919 14 10 12 L L LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 - 9 THE LIGHTNING THIEF kl. 5.30 - 8 - 10.30 IT´S COMPLICATED kl. 5.30 - 8 - 10.30 NINE kl. 8 - 10.30 NIKULÁS LITLI kl. 6 SÍMI 551 9000 .com/smarabio 600 600 600 600 600 600 600 600 112.000 GESTIR! 600 Gildir ekki í 3D 600 AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL. 14 16 10 L LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 - 9 THE WOLFMAN kl. 10.10 THE LIGHTNING THIEF kl. 8 ARTÚR 2 kl. 6 H.S.H. - MblH.S.H. - Mbl Þ.Þ. - Fbl T.V. - kvikmyndir.is LOFTKASTALINN SEM HRUNDI BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON MICHAEL NYQVIST NOOMI RAPACÉ Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna 16 16 12 12 12 12 12 V I P L L L L L LL L L L FRÁ SAMA LEIKSTJÓRA OG FÆRÐI OKKUR PRETTY WOMAN sýnd með íslensku tali BROTHERS kl. 5:50 - 8 - 10:20 VALENTINE ‘S DAY kl. 5:30D - 8D - 10:40D VALENTINE ‘S DAY kl. 8 - 10:40 THE WOLFMAN kl. 8 - 10:20 TOY STORY 2 M/ ísl. tali kl. 5:50(3D) THE BOOK OF ELI kl. 10:20 AN EDUCATION kl. 5:50 UP IN THE AIR kl. 5:50 VIP - 8 SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:40 BJARNFREÐARSON kl. 5:50 BROTHERS kl. 5:40D 8:10D - 10:30D INVICTUS kl. 5:30 - 8 - 10:40 VALENTINE ‘S DAY kl. 5:40D 10:40D MAYBE I SHOULD HAVE kl. 8 Uppselt BROTHERS kl. 10:20 VALENTINE ‘S DAY kl. 8 THE BOOK OF ELI kl. 8 SHERLOCK HOLMES kl. 10:20 TOY STORY 2 M/ ísl. tali kl. 6 PLANET 51 M/ ísl. tali kl. 6 FRÁBÆR GAMANSÖMU OG RÓMANTÍSK MYND SUMIR ERU HEPPNIR Í ÁSTUM AÐRIR EKKI! “The best movie I’ve seen in 2009. Tobey Maguire gives the performance of his career. Natalie Portman deserves an Oscar nomination.“ Richard Roeper, richardroeper.com “Brothers is arguably the most successful remake of a foreign film since Martin Scorsese reworked Infernal Affairs into The Departed.“ 88ReelViews - James B. ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 600 NSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLE ÚTSENDINGARNAR 3D OG BEI 600 600 600 600 - bara lúxus Sími: 553 2075 LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 7 og 10 14 THE WOLFMAN kl. 8 og 10.10 16 THE LIGHTNING THIEF kl. 5.40 10 EDGE OF DARKNESS kl. 10.20 16 IT’S COMPLICATED kl. 5.40 og 8 12 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR Þ.Þ. -FBLT.V. -KVIKMYNDIR.IS 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. T.V. -KVIKMYNDIR.IS E.E. -DV Ó.H.T. -RÁS 2 Þ.Þ. -FBL H.S.S. -MBL Tónlist ★★★★ Hátindar Insol Um ástina og ómælis- víddir himingeimsins Hátindar er safnplata með Kópavogstrúba- dornum Ingólfi Sigurðssyni sem kallar sig Insol. Hann hefur fengist við tónlist síðan 1983, en sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 1998. Hún fékk nafnið Insol og innihélt lög eftir Bob Dylan í meðförum Ingólfs en fyrsta platan hans með frumsömdu efni, Hið mikla samband, kom ári seinna. Á Hátindum eru sextán lög af fyrstu átta plötum Insols sem komu út á árunum 1998-2003, auk tveggja áður áður óútgefinna verka. Það var Dr. Gunni sem valdi efnið. Aðalsmerki Insols eru flott lög og textar og persónulegur flutningur. Umfjöllunarefnin eru fjölbreytileg, allt frá hugleiðingum um stelpur yfir í kenningar um framtíð jarðarinnar og tenginguna út í ómælisvíddir himin- geimsins. Þekktasta lag Insols, Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusam- bandsstöð? tilheyrir síðastnefnda flokknum, algerlega frábært verk sem er löngu orðið klassískt og þau eru mörg fleiri á plötunni í sama gæðaflokki. Ég nefni til dæmis Er ég ekki of gamall fyrir þig?, Blóm friður og ást, Björgunar- lag, Þakklátir tímar og hið glænýja Efnahagskreppan á upptök sín í Kína þar sem Insól fjallar um hrunið og fjármálakreppuna. Skýringar hans á orsökum kreppunnar eru jafn frumlegar og persónulegar og annað á þessari plötu. Insol hefur aðra sýn á heiminn heldur en flestir og í því felst meðal annars snilldin. Margir tengja Insol við hina hefðbundnu trúbadorauppstillingu, söng, gít- arundirleik og munnhörpusóló, en eins og heyrist vel á Hátindum þá virka tónsmíðar hans líka ágætlega í hljómborðsútsetningum. Gott dæmi um það eru lögin Við viljum jafnrétti og Jafnréttið er eina svarið. Hátindar er flott safnplata. Henni fylgir gott upplýsingablað um plöturnar átta og ferilinn. Hún er tilvalinn upphafspunktur fyrir þá sem ekki þekkja til Insols, en þeir sem komast á bragðið verða eflaust ekki saddir fyrr en þeir hafa leitað uppi upprunalegu plöturnar sjálfar. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Gott yfirlit yfir feril trúbadorsins Insols sem er löngu tímabært að nái eyrum íslenskra tónlistaráhugamanna. SKYREPORTS Hljómsveitin SkyReports sigraði á tónlistarhátíðinni Rokkstokk 2010. Rokksveitin SkyReports sigraði á tónlistarhátíðinni Rokkstokk 2010 sem haldin var í Frumleik- húsinu í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Keanu lenti í öðru sæti og Reason to Believe var valin besta hljómsveitin af áhorfendum. Meðlimir SkyReports eru gítar- leikarinn og söngvarinn Brynjar Freyr Níelsson, trommuleikar- inn Ívar Marteinn Kristjánsson og bassaleikarinn og söngvarinn Davíð Þór Sveinsson. Þeir eru allir frá Reykjanesbæ. SamSuð, samtök félagsmiðstöðva á Suður- nesjum, stóðu fyrir Rokkstokki og var þetta í fyrsta sinn síðan 1999 sem keppnin var haldin. SkyReports sigurvegari Kvikmyndin The Hurt Locker kom, sá og sigraði á bresku Bafta-verðlauna- hátíðinni sem var haldin í London um helgina. Myndin hlaut sex verðlaun og skaut í leiðinni stórvirkinu Avatar ref fyrir rass. The Hurt Locker, sem fjallar um sprengjuleitarmenn í Írak, var valin besta myndin, auk þess sem Kathryn Bigelow var kjörin besti leikstjórinn. Þetta er í fyrsta sinn sem kona vinnur þessi verðlaun. Bar hún þar sigurorð af fyrrver- andi eiginmanni sínum, James Cameron, sem var tilnefndur fyrir stórmyndina Avatar. Sú mynd var tilnefnd til átta Bafta-verðlauna eins og The Hurt Locker en hlaut aðeins tvenn. Forvitnilegt verður að fylgjast með viðureign þessa mynda á Óskarsverðlaununum 7. mars en þær fengu báðar níu til- nefningar. Bretarnir Carey Mulligan og Colin Firth voru kjörnir bestu leik- ararnir í kvenna- og karlaflokki. Mulligan fyrir bresku myndina An Education og Firth fyrir túlkun sína á samkynhneigðum háskóla- prófessor í A Single Men, fyrsta leikstjórnarverkefni tískuhönn- uðarins Toms Ford. „Það sem Tom Ford veit ekki er að í póst- hólfinu mínu er tölvupóstur þar sem ég skrifa honum og segi að ég geti engan veginn leik- ið í þessari mynd. Ég ætl- aði að fara að senda hann þegar náungi kom heim til að laga ísskápinn. Ég veit greinilega ekki hvað hentar mér best þannig að mig langar til að þakka ísskáps-náungan- um,“ sagði Firth. Mulligan sigraði leik- konur á borð við Meryl Streep og Audrey Tatou í sínum flokki. „Ég var hérna fyrir ári síðan og mér datt aldrei í hug að þetta ætti eftir að gerast. Ég vildi óska að ég gæti haldið ræðu eins og Colin Firth um ísskápa en ég get það ekki,“ sagði hún. Christoph Waltz fékk enn ein verðlaunin fyrir aukahlutverk sitt sem gyðingaveiðarinn í Inglour- ious Basterds og Mo´Nique sigr- aði í kvennaflokki sem grimm- lynd móðir í Precious. Fish Tank var kjörin besta breska myndin og Kristen Stewart úr Twiligh- myndunum varð fyrir valinu sem efnilegasta ungstirnið. Þá var Up valin besta teiknimynd- in og franska glæpamyndin A Prophet besta erlenda myndin. Í lok athafnarinnar hlaut Vanessa Redgrave, sem er 73 ára, heiðursverðlaun Bafta úr höndum Umu Thurman og Williams Breta- prins. The Hurt Locker sigursæl CAREY OG COLIN Carey Mulligan og Colin Firth voru valdir bestu aðalleikararnir á Bafta-verð- launahátíðinni sem var haldin um helgina. NORDIC- PHOTOS/GETTY KATHRYN BIGELOW Bigelow er fyrsta konan til að fá Bafta sem besti leikstjórinn. EFNILEGUST Kirsten Stewart var valin efnilegasta ungstirnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.