Fréttablaðið - 24.02.2010, Qupperneq 2
2 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
ORKUMÁL Mikil sókn er í þá
umfram orku sem til er í raforku-
kerfi Landsvirkjunar. Að minnsta
kosti þrjú stóriðjufyrirtæki sækj-
ast eftir umframorkunni. „Fyrst-
ur kemur, fyrstur fær,“ segir
Agnar Olsen, staðgengill for-
stjóra Landsvirkjunar.
Gagnaver Verne Holding á
Keflavíkurflugvelli hefur þegar
tryggt sér 25 megavött úr þeim
potti, sem Landsvirkjun hefur til
ráðstöfunar án
þess að ráðast
í nýjar virkjan-
ir. Eftir standa
þá um 40 mega-
vött. Gagnaver,
sem fyrirtæk-
ið Greenstone
hyggst reisa við
Blönduós, og
kísilmálmverk-
smiðja , sem
Tomahawk er
með á prjónun-
um í Helguvík,
ásælast bæði þá
orku.
A ð a u k i
nefndi Katrín
Júlíusdóttir
iðnaðarráð-
herra nýlega
að hún sæi ekk-
ert því til fyrirstöðu að Lands-
virkjun ráðstafaði þessari sömu
umframorku til álvers Norðuráls
í Helguvík en raforkuþörf þess
hefur ekki enn verið leyst.
Stjórn Landsvirkjunar sam-
þykkti sumarið 2007 að gera
ekki nýja samninga um sölu raf-
orku til álvera á Suðvesturlandi.
Í samræmi við það hefur Lands-
virkjun engar viðræður átt um
að leggja Norðuráli til raforku
vegna Helguvíkurverkefnisins.
Katrín Júlíusdóttir sagði við
Fréttablaðið að hún telji koma
til greina að Landsvirkjun kanni
möguleika á að útvega álverinu
í Helguvík tímabundið orku af
umframorku sinni: „Mín grund-
vallarafstaða er sú að Lands-
virkjun eigi að reka með því
sjónarmiði að hún fái sem mest
fyrir sína orku,“ sagði Katrín. Ef
stjórn fyrirtækisins telji þjóna
því markmiði gæti fyrirtækið
ákveðið að brúa bil fyrir álverið
í Helguvík, meðan unnið er að því
að byggja upp afkastagetu jarð-
varmavirkjana á Hengilssvæðinu
og Reykjanesi.
„Auðvitað er alltaf hægt að
endurskoða svona samþykktir,“
segir Agnar Olsen. „Það er ekki
komið í neina alvöruumræðu;
það á alveg eftir að skoða það
betur.“
Landsvirkjun hefði enga
aðkomu haft að orkuöflun álvers-
ins í Helguvík.
Umframafl Landsvirkjunar
nemur nú um 40 megavöttum af
1.860 megavatta uppsettu afli
sem framleitt er með 37 vélum í
virkjunum Landsvirkjunar.
peturg@frettabladid.is
Umframorka Lands-
virkjunar eftirsótt
Þrjú stóriðjufyrirtæki sækjast eftir 40 megavatta umframorku í raforkukerfi
Landsvirkjunar. Fyrstur kemur, fyrstur fær, segir talsmaður Landsvirkjunar.
STÓRIÐJA Landsvirkjun á 40 MW til ráðstöfunar án þess að ráðast í nýjar virkjanir.
Iðnaðarráðherra hefur nefnt þann möguleika að álver í Helguvík fái þá orku til
bráðabirgða. Gagnaver á Norðurlandi og kísilmálmverksmiðja í Helguvík sækjast eftir
þessum sömu megavöttum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
María, eru þeir að reyna að
salsa undir sig markaðinn?
„Já, þeir eru endalaust að krukka í
minni máttar.“
Eigendur veitingastaðarins Santa María
við Laugaveg standa nú í stappi við
alþjóðlega tex-mex-sósukeðju sem ber
sama nafn og selur ótal sósukrukkur um
heim allan á dag. María Hjálmtýsdóttir er
annar eigendanna.
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
AGNAR OLSEN
Mín grundvallarafstaða
er sú að Landsvirkjun eigi
að reka með því sjónarmiði að
hún fái sem mest fyrir sína orku.
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR
IÐNAÐARRÁÐHERRA
BANKAHRUNIÐ Frestur til að gera
athugasemdir við efnisatriði
í skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis um bankahrunið
rennur út í dag. Tólf manns úr
stjórnsýslunni var gefinn kost-
ur á að skila slíkum athuga-
semdum og hefur fresturinn
til þess einu sinni verið fram-
lengdur.
Ekki liggur fyrir hvenær
skýrslunni verður skilað, en
til stóð að gera það fyrir lok
febrúar. Síðasti dagur mánaðar-
ins er á sunnudag.
Þegar haft var samband við
skrifstofu nefndarinnar í gær
fengust þau svör að nefndar-
menn væru ekki til viðtals.
- sh
Rannsóknarnefnd Alþingis:
Svarfresturinn
rennur út í dag
DANMÖRK, AP Lars Løkke Ras mus-
sen, forsætisráðherra Danmerk-
ur, gerði mikla endurnýjun á rík-
isstjórn sinni í gær. Skipt var um
stjórnendur í sextán af alls nítján
ráðuneytum ríkisstjórnarinnar.
Einna mestum tíðindum þótti
sæta að Lene Espersen, leiðtogi
Íhaldsflokksins, er orðin utan-
ríkisráðherra, en Per Stig Møller
er farinn úr því ráðuneyti yfir í
umhverfisráðuneytið.
Þá tekur Gitte Lillelund Bech
við utanríkisráðuneytinu af Søren
Gade, sem hættir í ríkisstjórninni.
Hann hefur undanfarna mánuði
sætt mikilli gagnrýni eftir að
áformum um að senda danska sér-
sveitarmenn til Íraks árið 2007 var
lekið í fjölmiðla áður en þinginu var
greint frá þeim áformum. Grunur
leikur á að lekinn hafi komið frá
utanríkisráðuneytinu.
Þær Espersen og Lillelund Bach
eru fyrstu konurnar sem gegna
embættum utanríkis- og varnar-
málaráðherra í Danmörku.
Uppstokkunin er ekki óvænt,
því reiknað hafði verið með henni
allt frá því Lars Løkke Rasmussen
tók við forsætisráðherraembætt-
inu fyrir tæpu ári af, þegar sá síð-
arnefndi varð framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins. - gb
Mikil uppstokkun í ríkisstjórn Danmerkur:
Nýr ráðherra í flest ráðuneyti
GLATT Á HJALLA Lars Løkke Rasmussen í
hópi nýrra ráðherra. Lene Espersen, sem
tók við embætti utanríkismálaráðherra,
er vinstra megin við forsætisráðherrann
á myndinni. NORDICPHOTOS/AFP
KJARAMÁL Félagsmenn í Félagi íslenskra flugumferð-
arstjóra (FÍF) samþykktu á aðalfundi félagsins á
mánudagskvöld að fela stjórn og trúnaðarráði félags-
ins að hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um boðun
verkfalls. Í gærkvöldi útfærði svo trúnaðarráð félags-
ins atkvæðagreiðsluna nánar, það er hvers konar
verkfallsaðgerðir félagsmenn fá um að velja.
Nokkra daga tekur að undirbúa atkvæðagreiðslu
og greiða atkvæði, auk þess sem gefa verður lög-
bundinn fyrirvara, segir Ottó Garðar Eiríksson, for-
maður félagsins. Hann telur líklegt að lagt verði til
að verkfall verði boðað fyrri hluta marsmánaðar.
Spurður hvort um fleiri en eitt tímabundið verk-
fall verði að ræða, eins og oft hefur verið hjá
flugumferðarstjórum, segir Ottó það líklegt.
Samningur FÍF við Samtök atvinnulífsins og Flug-
stoðir rann út í lok október síðastliðnum. Loftur
Jóhannsson, formaður samninganefndar félagsins,
segir að markmið flugumferðarstjóra sé að ná fram
launahækkun í takt við aðrar stéttir í fluggeiranum.
Byrjunarlaun flugumferðarstjóra eru nú rúmlega
300 þúsund krónur á mánuði. Með vaktaálagi fara
byrjunarlaunin nærri 400 þúsund krónum á mánuði.
Launin hækka með starfsaldri og lífaldri. Þannig
gæti 59 ára flugumferðarstjóri verið með um 570 þús-
und krónur í laun fyrir dagvinnu, segir Loftur. Hann
bendir á að laun flugumferðarstjóra í nágrannalönd-
unum séu á bilinu 70 til 160 prósentum hærri en hér
á landi. - bj
Flugumferðarstjórar með samninga lausa í fjóra mánuði og ræða verkfallsboðun:
Reikna með verkföllum í mars
VERKFALL Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls flugumferðar-
stjóra kemur í kjölfar skammvinns verkfalls flugvirkja hjá
Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykja-
ness framlengdi í gær gæsluvarð-
hald yfir fimm litháískum karl-
mönnum til 8. mars. Tveir þeirra
kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar.
Mennirnir sem um ræðir eru
ákærðir, auk eins Íslendings,
fyrir mansal gagnvart nítján ára
litháískri stúlku. Þá eru sumir úr
hópnum ákærðir fyrir hylmingu,
líkamsárásir, hótanir og fjárkúg-
un.
Fyrir liggur rökstuddur grunur
um að þeir tengist allir glæpa-
samtökum í Litháen. - jss
Héraðsdómur Reykjaness:
Framlengt á
fimm Litháa
LÖGREGLUMÁL Embætti sérstaks
saksóknara rannsakar enn
hvort niðurfelling persónulegra
ábyrgða starfs-
manna Kaup-
þings vegna
hlutabréfa-
kaupa í bankan-
um samræmist
lögum.
Ólafur Þór
Hauksson segir
málið hafa
marga fleti
en sé þó ekki
í sérstökum forgangi enda liggi
embættinu ekki á að tryggja sér
aðgang að gögnum vegna þess
eins og í öðrum málum.
Stjórn Nýja Kaupþings, nú
Arion, ákvað á sínum tíma að bíða
með að taka endanlega ákvörðun
um niðurfellingarnar þar til sak-
sóknari hefði lokið rannsókninni.
Lánin, alls 47,3 milljarðar, voru
þó færð yfir í Nýja Kaupþing á
núlli, að því er Viðskiptablaðið
fullyrti í síðustu viku. - sh
Sérstakur saksóknari:
Niðurfellingar
Kaupþings enn
til rannsóknar
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
VIÐSKIPTI Stjórnendur Eik banka
í Færeyjum segja útlit fyrir að
tap bankans muni nema frá 310
til 329 milljónum danskra króna,
jafnvirði allt að 7,7 milljarða
íslenskra, í fyrra.
Þetta kemur fram í afkomuvið-
vörun bankans í gær. Í október í
fyrra var gert ráð fyrir helmingi
minna tapi. Verri afkoma skrif-
ast á niðurfærslu á dönskum fast-
eignalánum.
Haft er eftir Marner Jacobsen,
bankastjóra Eik banka, í afkomu-
viðvöruninni að afar leitt sé að
greina frá svo slæmri afkomu og
sé hún langt í frá viðunandi. - jab
Afkomuviðvörun Eik banka:
Tvöfalt meira
tap en spáð var
BANDARÍKIN, AP Andúð Evrópu-
búa á hernaði kemur í veg
fyrir að Atlantshafsbandalag-
ið geti sinnt stríðsrekstri sínum
svo vel sé. Þetta segir Robert
Gates, varnar-
málaráðherra
Bandaríkj-
anna, á fundi
í Washington
með yfirmönn-
um úr herjum
Evrópuríkja.
„Afvopnun
Evrópu,“ segir
hann, „hefur
þróast úr því
að vera bless-
un á 20. öldinni
yfir í að hamla því að raunveru-
legt öryggi og varanlegur friður
náist á 21. öld.“
Hættan er sú, að mati ráð-
herrans, að hugsanlegir and-
stæðingar í framtíðinni hætti að
taka mark á NATO.
- gb
Ráðherra varnarmála vestra:
Ósáttur við af-
vopnun Evrópu
ROBERT GATES
SPURNING DAGSINS
RSÍ krefst ...
Nánari upplýsingar á www.asi.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
40
92
4
... þess að rekstur
fyrirtækja sé reistur
á ábyrgð og siðferði.