Fréttablaðið - 24.02.2010, Side 4
4 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
ALÞINGI Margt í minnisblaði stað-
gengils sendiherra Bandaríkj-
anna á Íslandi af fundi hans með
íslenskum embættismönnum er
rangt. Þetta sagði Össur Skarp-
héðinsson utanríkisráðherra í
umræðum um málið á Alþingi í
gær.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði að í
minnisblaðinu kæmu fram athygl-
isverðar og alvarlegar upplýs-
ingar með hliðsjón af hagsmun-
um Íslands. Það beri með sér að
ríkisstjórnin hefði lagt sig fram
um að koma í veg fyrir þjóðar-
atkvæðagreiðslu um Icesave-
lögin, ekki hafi verið efst á baugi
að tala fyrir málstað Íslands og að
reynt hafi verið að velta Icesave-
vandamálinu yfir á Norðmenn.
Bjarni sagði alvarlegast að full-
trúar stjórnvalda skyldu á fundin-
um í bandaríska sendiráðinu tala
um þjóðargjaldþrot og greiðslu-
fall Íslands á næsta ári. Sú óþægi-
lega tilfinning læddist að sér að
hagsmunir ríkisstjórnarinnar
fari ekki saman með hagsmunum
þjóðarinnar.
Össur varaði menn við að taka
of mikið mark á fundargerðinni,
margt í henni væri ekki rétt.
Sjálfur kannaðist hann ekki við
ýmislegt og annað virtist tekið
upp úr fréttum. Sagði hann frá-
leitt að starfsmenn utanríkis-
þjónustunnar hefðu lýst yfir
greiðslufalli á næsta ári yrði
Icesave-lögunum hafnað í þjóð-
aratkvæðagreiðslu en benti
á að ríkisstjórnin hefði sent
forsetanum gögn þar sem talað
væri um auknar líkur á ætluðu
greiðslufalli. Sagði hann að end-
ingu að fundurinn í sendiráð-
inu hefði verið partur af funda-
lotu með sendimönnum erlendra
ríkja á Íslandi og íslenskra sendi-
manna erlendis með þarlendum
stjórnvöldum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknar-
flokksins, átaldi málflutning rík-
isstjórnarinnar erlendis og beindi
sjónum sérstaklega að efnahags-
og viðskiptaráðherranum. Gunn-
ar Bragi Sveinsson, þingflokks-
formaður Framsóknar, sagði að
ef lýsing sendiráðsmannsins væri
röng þyrftu réttar upplýsingar að
koma fram.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,
þingflokksformaður VG, sagði
mikilvægast að áfram yrði mál-
staður Íslands kynntur erlendis.
Hafnaði hún kenningum um að
stjórnvöld reyndu að koma í veg
fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þór Saari, Hreyfingunni, sagði
framgöngu sendiherra Íslands í
Washington á fundinum hneyksl-
anlega. Hann ætti að kalla heim
og sjálfsagt væri að hann bæði
forseta Íslands og þjóðina alla
afsökunar á orðum sínum.
bjorn@frettabladid.is
Margt rangt í skýrslu
Bandaríkjamannsins
Utanríkisráðherra segir að ekki megi taka of mikið mark á minnisblaði æðstráð-
anda í sendiráði Bandaríkjanna. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir upplýsingar
í því alvarlegar. Það beri með sér að ríkisstjórnin tali ekki fyrir málstað Íslands.
SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA Í REYKJAVÍK Utanríkisráðherra segir staðgengil banda-
ríska sendiherrans hafa í mörgu farið rangt með það sem fram kom á fundi hans
með starfsmönnum íslensku utanríkisþjónustunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
10°
6°
-1°
8°
11°
9°
-1°
-1°
21°
10°
15°
7°
21°
-5°
12°
16°
-3°
Á MORGUN
Strekkingur NV- og V-til,
annars hægari.
FÖSTUDAGUR
5-10 m/s en hvasst
við S-ströndina.
-4
-4
-5
-3
-6
-4
-4
1
-3
1
-10
10
8
12
15
10
6
8
6
10
8
7
-5
-4
-7
-10
-8
-4
-3
-5 -9
-10
VÍÐA SNJÓKOMA
Síðdegis er útlit
fyrir snjókomu við
suðurströndina og
seint í dag má bú-
ast við snjókomu
suðvestan til og þar
á meðal í höfuð-
borginni. Næstu
daga verður víða
ofankoma og ekki
útilokað að hún
verði talsverð sums
staðar sunnan
heiða.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
VIÐSKIPTI „Þegar menn í skila-
nefndum eru með milljarðalán í
annarri lánastofnun þarf að vera
mjög öflugt eftirlit með þeim.
Menn geta fallið í freistni,“ segir
Stefán Einar Stefánsson við-
skiptasiðfræðingur og kennari
við Háskólann í Reykjavík.
Fram kom í Fréttablaðinu í gær
að félög í eigu Heimis V. Haralds-
sonar endurskoðanda, sem situr í
skilanefnd Glitnis, hafi í lok árs
2008 skuldað 1,2 milljarða króna,
að mestu í Landsbankanum. Þá
greindi DV frá því um miðjan
mánuðinn að félag, sem lögmað-
urinn Ólafur
Garðarsson
á rúmlega 22
prósenta hlut
í, skuldaði Ice-
bank 3,5 millj-
arða króna í lok
sama árs. Ólaf-
ur situr í slita-
stjórn Kaup-
þings.
Haft var eftir
Gunnari Andersen, forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins (FME), í Frétta-
blaðinu í gær að almennt væri
ekki viðeigandi að félög fólks í
skilanefndum glímdu við mikla
skuldabyrði. Skilanefndir voru
skipaðar í óðagoti við fall bank-
anna haustið 2008 og fjárhags-
legir hagsmunir skilanefnda ekki
kannaðir í þaula. Sem dæmi átti
Heimir frumkvæðið að því að gera
grein fyrir hagsmunum sínum
gagnvart Landsbankanum.
Stefán segir geta verið flókið
mál að skipa í skilanefndir. Bæði
verði að hafa í huga að viðkom-
andi geti staðið í skuld við bank-
ann, verið í hópi kröfuhafa eða
unnið hjá fyrirtækjum, sem eigi
kröfu á hann. - jab
STEFÁN EINAR
STEFÁNSSON
Eftirlit með skilanefndum þarf að vera mjög öflugt, segir viðskiptasiðfræðingur:
Tveir skulduðu 4,7 milljarða
ÞÝSKALAND, AP Flugmenn þýska
flugfélagsins Lufthansa eru hætt-
ir í bili við verkfall sitt, sem hófst
á mánudag og átti að standa í fjóra
daga.
Tafir verða engu síður áfram á
ýmsum flugleiðum í Þýskalandi
næstu daga. Þeir héldu aðeins út
í einn dag, en samningaviðræð-
um verður haldið áfram. Kröfur
flugmannanna snerust ekki síst
um að áhafnir flugfélaga í eigu
Lufthansa í öðrum löndum fengju
sömu laun og áhafnir Lufthansa í
Þýskalandi. Þannig hugðust þeir
tryggja að lægra launaðar áhafnir
yrðu ekki ráðnar í störf þeirra. - gb
Flugmenn hjá Lufthansa:
Verkfalli frestað
en tafir áfram
DÚBAÍ, AP Niðursveifla á fast-
eignamarkaði í borgarríkinu
Dúbaí er að ná botni og mun fast-
eignaverð leita upp á við í byrjun
næsta árs. Þetta er mat Markus
Giebel, forstjóra Deyaar Devel-
opment, eins af umsvifamestu
verktakafyrirtækjum ríkisins.
Fasteignaverð í Dúbaí náði
hæstu hæðum síðla árs 2008 en
hrundi um helming á tæpu ári
þegar erlendir fjárfestar, sem
dælt höfðu fjármagni inn í land-
ið, hurfu þegar alþjóðlegir láns-
fjármarkaðir lokuðust. - jab
Botninn nálgast í Dúbaí:
Fasteignaverð
upp á næsta ári
FRÁ DÚBAÍ Fasteignaverð hrundi um
fimmtíu prósent í Dúbaí í fyrra.
LÖGREGLUMÁL Starfsmaður Odd-
eyrarskóla á Akureyri er til rann-
sóknar hjá lögreglu vegna gruns
um að hann hafi verið með barna-
klám í vörslu sinni. Að auki eru
önnur samskipti hans á netinu til
athugunar hjá lögreglu.
Samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins er um eldri mann
að ræða, sem tilheyrir starfsliði
skólans. Maðurinn var handtek-
inn í skólanum í fyrradag og hald
lagt á tölvubúnað sem hann hafði
aðgang að. Málið er ekki talið
umfangsmikið. - jss
Starfsmaður Oddeyrarskóla:
Grunur um
barnanetklám
EFNAHAGSMÁL Veðbönd upp á
rúman milljarð króna hvíla á 101
hóteli Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar og Ingibjargar Pálmadóttur.
Hótelið var áður skráð á IP Stu-
dium, en hefur verið fært yfir á
nöfn Jóns Ásgeirs og Ingibjargar.
Þetta kom fram í fréttum Stöðvar
tvö í gærkvöld.
Skilanefnd Landsbanka, sem á
stærstu áhvílandi kröfuna á fast-
eigninni, tjáði Stöð tvö í gær að
nefndinni væri ekki kunnugt um
eignarhaldsbreytinguna, en Ingi-
björg vildi ekki tala við stöðina í
gær. - þþ
Færðu eign yfir á eigin nöfn:
Einn milljarður
hvílir á hóteli
HEILBRIGÐISMÁL Ríkið leggur
hundrað milljónir í að endur-
byggja gamla hersjúkrahúsið á
hersvæðinu í Keflavík. Iceland
Healthcare, félag Róberts Wess-
man, mun síðan leigja sjúkrahús-
ið af ríkinu, til að reka þar einka-
spítala. Stöð tvö greindi frá þessu
í gærkvöldi.
Framlagið fer í gegnum félag-
ið Seltún, undir Þróunarfélagi
Keflavíkurflugvallar, sem er í
ríkiseigu.
Ögmundur Jónasson, þingmað-
ur VG, spyr hvort rétt sé að láta
skattfé í einkarekið heilbrigðis-
kerfi um leið og skorið er niður í
almannaþjónustu. - kóþ
Sjúkrahús Róberts Wessman:
Ríkið leggur til
100 milljónir
Verðmætum stolið úr bílum
Brotist var inn í nokkra bíla á ýmsum
stöðum á höfuborgarsvæðinu um
helgina, meðal annars á bílastæðum
við útivistarsvæði. Úr þeim var til
dæmis stolið GPS-tækjum, veskjum
með greiðslukortum í, radarvara og
Ipod.
LÖGREGLUFRÉTTIR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 23.02.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
230,2902
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,94 128,56
197,33 198,29
174,04 175,02
23,380 23,516
21,675 21,803
17,784 17,888
1,4059 1,4141
195,84 197,00
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
SGS krefst...
... þess að öryggi fjölskyldna í
efnahagsvanda sé tryggt. Rétturinn
er fólksins, ekki rukkaranna.
Nánari upplýsingar á www.asi.is