Fréttablaðið - 24.02.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 24.02.2010, Síða 6
6 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Dagur menntunar í ferðaþjónustu Ráðstefna á Grand Hóteli um mikilvægi fræðslu og símenntunar starfsfólks í ferðaþjónustu 25. febrúar kl.13:30-17:00. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.saf.is Nýtt aðalskipulag - Ávarp Júlíus Vífi ll Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Miðborgin, fortíð, nútíð, framtíð Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Borg/ari Sigrún Birgisdóttir, arkitekt, lektor við Listaháskóla Íslands Reykjavík með augum ferðamannsins Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu Húsvernd eftir bólu Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfusamtakanna Miðborgarspjall Páll Hjaltason, arkitekt Að byggja borg Steinþór Kárason, arkitekt Umræður Morgunfundur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, 25. febrúar kl. 08.30 - 10.00 www.adalskipulag.is HEILBRIGÐISMÁL Álagstoppur hefur verið á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss að undanförnu og allnokkur bið eftir að komast að. „Á deildinni háttar þannig til að bið eftir viðtali getur verið lengri eða skemmri eftir aðstæð- um hjá okkur,“ segir Jón Hjaltalín Ólafsson, yfirlæknir á deildinni. „Stundum getur verið löng bið, stundum er engin bið. Að undan- förnu hefur fólk þurft að bíða all- nokkuð til að komast í viðtal.“ Jón segir mikið álag hafa verið á starfsfólki deildarinnar að undanförnu. „Við höfum verið með heldur færri lækna en áður,“ útskýr- ir hann. „Staðan er því sérstak- lega erfið núna. Það getur verið tveggja vikna bið eftir að kom- ast að hjá lækni og vika eftir að fá tíma hjá hjúkrunarfræð- ingi. Venjulega leiðin er sú, að séu engin einkenni til staðar fær fólk tíma hjá hjúkrunarfræðingi. Hann tekur sýni hjá viðkomandi. Reynist eitthvað vera að vísa hjúkrunarfræðingarnir á lækn- ana, þar sem viðkomandi fær tíma í meðferð. Ef sjúklingar lýsa einkennum þegar tími er pantaður, svo sem kviðverkjum, sviða eða að þeim líður mjög illa er auðvitað reynt að sinna þeim fyrr og þeir teknir aukalega inn ef hægt er. Svo getur fólk alltaf leitað á heilsugæsluna, til húð- og kynsjúkdómalækna eða kvensjúkdómalækna ef það fær ekki þá þjónustu sem það óskar eftir hjá okkur.“ Jón segir þetta fyrirkomulag, að einkennalausir fái fyrst viðtal hjá hjúkrunarfræðingi haft á til þess að spara læknatímana. Hins vegar séu hjúkrunarfræðingarnir einn- ig í erfiðleikum nú þar sem verið sé að skera alls staðar niður, ekki síst hjá húð- og kynsjúkdómadeild þar sem deildin hefur meðal ann- ars þurft að sjá á eftir reyndum hjúkrunarfræðingi og ekki fengið að ráða annan í staðinn. „Það er erfiður tími hjá okkur núna,“ segir Jón. „Læknar hafa þurft að fara í frí, það hafa verið veikindi og svo mætti áfram telja.“ Jón telur að ástandið muni lagast eftir nokkrar vikur. Spurður hvort komið hafi til þess að þurft hafi að vísa fólki á einkastofur úti í bæ segir Jón ekki mikið um það. „En auðvitað kemur það fyrir ef við ráðum ekki við til- fellið hér á deildinni. Það er ýmis- legt sem við getum ekki gert hér. Við höfum til dæmis ekki tæki né mannafla til að sinna erfiðari meðferðum gegn sumum kynsjúk- dómum. Viðkomandi einstakling- um er þá vísað á stofur úti í bæ, ekki síst til kvensjúkdómalækna og kynsjúkdómalækna.“ jss@frettabladid.is HÚÐ- OG KYNSJÚKDÓMADEILD Mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu og allnokkur bið eftir því að komast að hjá læknum hennar. Mikið álag á húð- og kynsjúkdómadeild Sérstaklega erfiður tími er á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans þessa dagana, að sögn Jóns Hjaltalín Ólafssonar, yfirlæknis deildarinnar. Mikið álag hefur verið á starfsfólki, meðal annars vegna niðurskurðar á deildinni. Staðan er því sérstaklega erfið núna. Það getur verið tveggja vikna bið eftir að komast að hjá lækni og vika eftir að fá tíma hjá hjúkrunarfræðingi. JÓN HJALTALÍN ÓLAFSSON YFIRLÆKNIR Tækir þú strætó oftar ef hámarksbið eftir honum væri fimm mínútur? Já 70,3 Nei 29,7 SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að fara og kjósa um gamla Icesave-samninginn ef betri samningur verður í boði? Segðu skoðun þína á Vísi.is STJÓRNMÁL Báðar dætur Gunnars I. Birgissonar, fyrr- verandi bæjarstjóra í Kópavogi, eru gengnar í Fram- sóknarflokkinn. Það sama á við um tengdasyni hans og Halldór Jónsson, verkfræðing og einn nánasta pólitíska trúnaðarmann Gunnars. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, vekur athygli á þessu á bloggsíðu sinni. „Ekki er ég að fara grenja yfir því, heldur fagna ég þessum nýju félögum. Því ég veit að þau eru að gera þetta af góðum hug fyrir Einar Kristján,“ skrif- ar Ómar, og vísar þar til Einars Kristjáns Jónssonar, keppinautar síns og Gísla Tryggvasonar um efsta sætið á lista Framsóknarflokksins. „Ég veit ekkert á hvers vegum fólk skráir sig í Framsóknarflokkinn,“ sagði Einar Kristján í samtali við Fréttablaðið í gær og þvertók fyrir það að hann hefði myndað einhvers konar bandalag með Gunnari Birgissyni um samstarf þeirra í milli. Þá bendir hann á að flokksskrá Framsóknarflokks- ins sé trúnaðarmál og það sé mjög óeðlilegt af Ómari og brot á persónuverndarlögum að birta opinberlega upplýsingar um nýskráningar í flokkinn. - sh Bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi greinir frá nýskráningum í flokkinn: Halldór og Gunnarsdætur í Framsókn HALLDÓR JÓNSSON GUNNAR I. BIRGISSON ÓMAR STEFÁNSSON KÖNNUN Rúmlega 80 prósent þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun MMR eru andvígir því að Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, fái að kaupa allt að tíu prósenta hlut í Högum af Arion banka. Alls sögðust rúmlega 59 af þeim sem afstöðu tóku mjög andvígir því að Jóhannes fái að kaupa hlut, en 21 prósent sögðust frekar andvígir. Um þrettán prósent sögðust frekar fylgjandi kaupum Jóhannesar, og sjö prósent mjög fylgjandi. „Mér er alveg sama hvað kemur út úr þessari skoð- anakönnun,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablað- ið í gær. Hann segist ekki taka niðurstöðurnar til sín. Þær hafi engin áhrif á ákvörðun um hvort hann hygg- ist kaupa hlut í fyrirtækinu. Spurður hvort hann telji það geta skaðað Haga verði hann í eigendahópi fyrirtækisins segir Jóhann- es: „Þetta bull sem er búið að vera í gangi getur skað- að, en hefur sem betur fer ekki gert það enn þá.“ Ólafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri MMR, segir að spurningin hafi verið sett inn í könnun fyrir- tækisins að eigin frumkvæði. Starfsmenn MMR velji gjarnan nokkrar fréttatengdar spurningar til að setja inn í hverja könnun. Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að Jóhannes Jónsson (Jóhannes í Bónus), starfandi stjórnarformaður Haga, fái að kaupa allt að 10 pró- senta hlut í Högum af Arion banka? Tæplega 83 pró- sent aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar. - bj Fjórir af hverjum fimm eru andvígir því að Jóhannes í Bónus fái hlut í Högum: Segir könnun engu breyta JÓHANNES JÓNSSON Segist ekki taka niðurstöður skoðana- könnunarinnar til sín og þær hafi engin áhrif á ákvörðun um hvort hann hyggist kaupa hlut í fyrirtækinu. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni. Manninum er gefið að sök að hafa kýlt lögreglumann í andlitið. Atvikið átti sér stað í nóvember 2009. Maðurinn var í fangaklefa á lögreglustöðinni á Húsavík. Lögreglumaðurinn hafði afskipti af honum vegna skyldustarfa sinna og brást maðurinn við með þessum hætti. Lögreglumaðurinn hlaut eymsli, mar og fleiður á nef og efri vör. - jss Brot gegn valdstjórninni: Kýldi lögreglu- mann í andlitið KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.