Fréttablaðið - 24.02.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 24.02.2010, Síða 10
10 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR KUÐUNGURINN 2009 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 92 84 0 2/ 10 Otrivin tveir í einum - fjölskyldupakki 8% ódýrari 1.234 kr. Nicotinell Mint 2 mg, 300 stk. 19% ódýrara en 204 stk. pakkning með myntubragði miðað við hvert tyggjó. 8.127 kr. TYRKLAND, AP Handtökur og yfir- heyrslur yfirmanna í tyrkneska hernum þykja til marks um dvín- andi áhrif hersins þar í landi og sterka stöðu núverandi stjórn- valda. Á mánudag var 51 fyrrverandi og núverandi yfirmaður í hernum tekinn höndum. Í gær hófust síðan yfirheyrslur yfir þeim. Mennirnir eru sakaðir um að hafa ætlað sér að steypa stjórn landsins á árun- um 2003 til 2005. Bæði skjölum og upptökum með samræðum herforingjanna hefur verið lekið á Netið, en ágreining- ur er um hvort upptökurnar séu falsaðar. Þar heyrist einn þeirra segja stjórnina ætla sér „að rífa niður landið og breyta því í annað íslamskt ríki“. Sama rödd seg- ist ætla að hleypa liði sínu lausu á Istanbúl: „Það er skylda okkar að grípa til miskunnarlausra aðgerða.“ Herinn hefur áratugum saman haft mikil ítök í stjórn landsins og gripið til þess að steypa stjórninni, hafi yfirmönnum hersins ekki litist á stefnu hennar og störf. Recep Tayyip Erdogan forsætis- ráðherra hefur verið við völd síðan 2003. Flokkur hans, Réttlætis- og þró- unarflokkurinn, hefur yfirgnæf- andi meirihluta á þingi, þannig að stjórnin getur í reynd farið sínu fram að vild. Erdogan á rætur að rekja til hreyfingar harðra íslamista og stjórnarflokkur hans hefur á stefnuskrá sinni að efla veg íslamskrar trúar, en segist þó eingöngu gera það á forsendum lýðræðis, líkt og til dæmis kristi- legir demókrataflokkar í Evrópu- ríkjum sem hafa kristileg gildi í hávegum. Herinn hefur á hinn bóginn jafnan haft í hávegum hinn ver- aldlega grundvöll tyrkneska ríkis- ins, þar sem þess er vandlega gætt að blanda ekki saman trúmálum og stjórnmálum. Erdogan segir stjórn sína nú vera að undirbúa stjórnarskrár- breytingu, til að draga úr áhrif- um stjórnarbyltingar hersins árið 1980 á stjórnskipan landsins. gudsteinn@frettabladid.is Herforingjar í yfirheyrslu Tugir yfirmanna í tyrkneska hernum yfirheyrðir vegna gruns um að þeir hafi viljað gera stjórnarbylt- ingu. Þykir til marks um dvínandi áhrif hersins. STRÖNG GÆSLA Lögregla og her fyrir utan dómshúsið í Istanbúl meðan yfirheyrslur fóru fram. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GUÐI MERKTUR Bandarískur hermað- ur, sem hefur krotað „Guð“ aftan á hjálminn sinn, horfir yfir valmúaakur í Helmand-héraði í Afganistan. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL „Skilyrði til að halda manni í gæslu- varðhaldi er, samkvæmt gildandi lögum, að ljóst sé að háttsemi hans varði óskilorðsbundnu fangelsi. Það er ekki hægt að full- yrða um það þegar aldrei hefur verið dæmt um þetta efni hér á landi.“ Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson hæsta- réttarlögmaður, verjandi Íslendings sem tekinn var með 3,7 kíló af svokölluðu 4-flúoróamfet- amíni. Sveinn Andri telur algjör- lega óljóst hvort eða til hvaða refs- ingar maðurinn verði dæmdur þar sem innflutningur á 4-flúoroamf- etamíni hafi aldrei komið til kasta dómstóla hér. Maðurinn var handtekinn við komuna í Leifsstöð frá Berlín um miðjan desember. Héraðsdómur úrskurðaði hann í áfram- haldandi gæsluvarðhald fyrr í þessum mánuði, en Hæstiréttur felldi þann úrskurð úr gildi. Hann benti á að þetta efni væri ekki á skrá yfir ávana- og fíkniefni sem bönnuð væri á íslensku yfirráða- svæði. Heilbrigðisráðuneytið sendi í gær frá sér athugasemd vegna dóms Hæstaréttar, þar sem segir að 4-flúoróamfetamín flokkist sem ávana- og fíkniefni. Bann- listinn taki til hvers konar afleiða bannaðra fíkniefna, þótt þær séu ekki taldar upp á fylgiskjali reglu- gerðarinnar. SVEINN ANDRI SVEINSSON Deilt um hvort 4-flúoróamfetamín sé á bannskrá: Algjörlega óljóst hvort smyglara verður refsað LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hafði afskipti af allmörgum piltum vegna fíkni- efnamála um síðustu helgi. Í miðborginni voru höfð afskipti af þremur piltum um sínum. Þrír piltar á svipuðu reki voru staðnir að verki í Garðabæ þar sem þeir voru að nota fíkni- efni og í Laugardal voru tveir jafnaldrar þeirra teknir fyrir fíkniefnamisferli. Þá fundust fíkniefni í bíl í Árbæ en í bílnum voru sex ungmenni á aldrinum 15 til 20 ára. - jss Höfuðborgarsvæðið: Hópar pilta með fíkniefni SJÁVARÚTVEGUR Alþjóðahvalveiði- ráðið hefur kynnt drög að tillögum sem gera ráð fyrir því að í lok árs- ins verði hvalveiðibanni sem verið hefur í gildi í 24 ár aflétt. Hval- veiðiþjóðir geti þá veitt takmark- aðan fjölda hvala í atvinnuskyni. Er ætlunin með þessu að draga úr þeim heildarfjölda hvala sem veiddur er, meðal annars í vísinda- veiðum. Samkvæmt fréttum erlendra miðla er ætlunin með þessu sú að miðla málum á milli hvalveiði- þjóða og annarra þjóða sem aðild eiga að hvalveiðiráðinu. Í hópi hval- veiðiþjóða eru Íslendingar, Japan- ar og Norðmenn. Veiðarnar yrðu þá háðar reglum sem Alþjóðahval- veiðiráðið setur. Í uppkasti að tillögunni, sem verður til umræðu á næsta fundi ráðsins í byrjun mars, er gert ráð fyrir að kvóti á hvaltegundum yrði ákveðinn af ráðinu til tíu ára í senn og að vísindaveiðar nemi að hámarki þúsund hvölum á ári. Vonast er til þess að með þess- ari málamiðlunartillögu sé hægt að koma í veg fyrir að ráðið liðist í sundur vegna langvarandi deilna. - sh Alþjóðahvalveiðiráðið vill sætta langvinnan ágreining innan sinna raða: Í skoðun að leyfa hvalveiðar UMDEILT Hvalveiðimenn flensa lang- reyði í Hvalstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dekkjum stolið undan bílum Dekkjum var stolið undan tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu um nýliðna helgi. Karlmaður á þrítugs- aldri var handtekinn í tengslum við rannsókn annars málsins. Lögregla vinnur að rannsókn málanna. LÖGREGLUFRÉTTIR MYNDLIST Listasafn Íslands fær forgang að þeim 193 verkum í listaverkasafni Arion banka, sem talin eru hafa mikla þýðingu fyrir íslenska listasögu. Finnur Sveinbjörnsson, for- stjóri Arion banka, Katrín Jak- obsdóttir menntamaálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra undirrituðu samn- ing þessa efnis í gær. Þá verður söfnum og menningarstofnunum tryggður aðgangur að 199 öðrum verkum í eigu bankans. - pg Listaverkasafn Arion banka: Listasafn Íslands hefur forgang

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.