Fréttablaðið - 24.02.2010, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 13
Ryksugur
- fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir.
Hátúni 6a . 105 Reykjavík
Sími 552 4420 . www.fonix.is
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…
HAPPDRÆTTI Vinningshafar síð-
asta útdráttar í Lottóinu hafa
allir skilað sér til að vitja vinn-
inga sinna. Fjórir voru með allar
tölur réttar og fékk hver 10,8
milljónir króna í sinn hlut.
Einn var fjölskyldufaðir í
Reykjavík með tvö lítil börn,
annar hjón utan af landi með
fjögur börn, þriðji eldri maður
sem keypti miða í Skalla við
Vesturlandsveg á útdráttardag-
inn, og fjórði hjón af Suðurlandi
sem eiga tvö börn.
Í tilkynningu Íslenskrar get-
spár kemur fram að enn hafi ekki
gefið sig fram miðaeigandi sem
vann rúmar fjórar milljónir í
Víkingalottói 10. febrúar. Sá miði
var keyptur í Ríkinu við Snorra-
braut í Reykjavík. - óká
Lottóútdráttur laugardagsins:
Vinningshaf-
arnir fjórir hafa
gefið sig fram
UTANRÍKISMÁL Forseti Íslands
fundaði í gær með tveimur nýjum
sendiherrum. Annars vegar frú
Manizha Bakhtari, sendiherra
Afganistans, og hins vegar herra
Ladislav Pivcevic, sendiherra
Króatíu. Bæði afhentu trúnaðar-
bréf sín í gær.
Forsetinn ræddi meðal annars
stöðuna í Afganistan við sendi-
herra Afganistans. Við sendiherra
Króatíu ræddi hann samskipti við
ESB, svo og möguleika á aukinni
samvinnu Íslands og Króatíu á
sviði menningarmála. - óká
Ólafur Ragnar Grímsson:
Forsetinn hitti
nýja sendiherra
MOSFELLSBÆR Valdimar Leó Frið-
riksson, sem lenti í öðru sæti í próf-
kjöri Samfylkingar vegna komandi
sveitarstjórnarkosninga í Mosfells-
bæ, leggur til að sá sem náði efsta
sætinu í prófkjörinu, Jónas Bjarna-
son, verði færður í þriðja sæti, eða
heiðurssæti, en Hanna Bjartmars
Arnardóttir, sem lenti í þriðja sæti,
fari í það fyrsta.
Kjörnefnd fer nú yfir niðurstöð-
ur prófkjörsins, sem var ekki bind-
andi. Í blaðinu í gær lýsti Hanna
Bjartmars þeirri skoðun sinni að
það væri „ekki smart að vera með
tvo miðaldra karla í tveimur efstu
sætunum“. Vilji
mun vera til þess
innan flokksins
í Mosfellsbæ að
færa annan karl-
frambjóðandann
niður, og hefur
nafn Valdimars
verið nefnt í því
samhengi. Sam-
kvæmt próf-
kjöri lentu karl-
ar í tveimur efstu sætunum og
konur í þriðja og fjórða sæti. List-
inn verður ákveðinn á félagsfundi
á morgun.
„Ég er einn af sigurvegurunum
í prófkjörinu og finnst því hæpin
hugmynd gagnvart mér og kjós-
endum að færa mig niður,“ segir
Valdimar. „En vilji menn allt í
senn tefla fram breyttum sterkum
lista og gera konum hærra undir
höfði er hægt að gera þetta. Odd-
vitinn hefur setið þarna í sextán ár
og fékk bara 38 prósents stuðning
í fyrsta sætið, einu atkvæði meira
en ég,“ segir Valdimar.
Hann bætir við í gamni að
Hanna sé nú samt eldri en hann,
miðaldra karlinn.
- kóþ
Valdimar Leó segir hæpið gagnvart kjósendum að færa sigurvegara neðar á lista:
Hanna verði færð í fyrsta sætið
VALDIMAR LEÓ
FRIÐRIKSSON
EFNAHAGSMÁL Útgjöld hins opinbera á hvern íbúa
landsins hafa nærri tvöfaldast milli áranna 1980 og
2008. Útgjöldin voru á föstu verðlagi 1.087 krónur
á hvern íbúa árið 1980 en voru komin í 2.071 krónu
árið 2008, að því er fram kemur í úttekt Hagstofu
Íslands.
Á þessu árabili hafa útgjöld hins opinbera vaxið
frá því að vera 34,1 prósent af landsframleiðslu í 44,8
prósent. Útgjöld ríkissjóðs jukust um 4,7 prósentu-
stig, úr 27,5 prósentum af landsframleiðslu í 32,7 pró-
sent. Útgjöld sveitarfélaga sem hlutfall af landsfram-
leiðslu tvöfölduðust, úr 7,1 prósenti í 14 prósent.
Þrír stærstu málaflokkarnir, velferðarmál,
fræðslumál og heilbrigðismál tóku til sín 25,3 pró-
sent af landsframleiðslu árið 2008. Tíu árum fyrr,
árið 1998, tóku þessir málaflokkar 22,6 prósent af
landsframleiðslunni.
Framlög til ýmissa málaflokka hafa aukist mikið
á áratugnum milli 1998 og 2008. Þannig hafa útgjöld
til efnahags- og atvinnumála nærri þrefaldast, úr
6,7 prósentum af landsframleiðslu í 19,5 prósent.
Útgjöld til menntamála hafa aukist um 15,7 prósent,
og útgjöld til menningar- og íþróttamála um 31,2
prósent.
Aðrir flokkar hafa setið eftir. Aukning til lög-
gæslu og dómsmála hefur aukist um 4,1 prósent,
og útgjöld til umhverfismála dregist saman um 5,6
prósent. - bj
Mikil aukning útgjalda hjá ríki og sveitarfélögum á síðustu áratugum:
Útgjöld fyrir hvern íbúa tvöfaldast
UMHVERFIÐ Útgjöld til sumra þátta hafa dregist saman, til
dæmis til umhverfismála. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA