Fréttablaðið - 24.02.2010, Síða 18
24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAG-2
VINNAN við fermingarveisluna
verður auðveldari ef valdir eru réttir
sem hægt er að búa til fyrirfram eins
og köld skinka, grafinn lax og sörur.
„Ég fór í bakpokaferðalag með
pabba mínum og systur þvert yfir
Marokkó síðasta sumar og það
var skemmtileg upplifun – að sjá
marga mismunandi staði á stuttum
tíma og ferðast á milli með rútum,
lestum og fótgangandi. Pabbi
gefur mér stærstan hluta af ferð-
inni í fermingargjöf en ferðaplan-
ið er ekki alveg komið á hreint,“
segir Alexander en þó gera þeir
feðgar ráð fyrir því að ferðast um
Kólumbíu og Perú.
Alexander Þór segir að í bekkn-
um hans fermist allir nema tveir, og
þeir sem fermist, fermist í kirkju.
Hann segist trúa sumu í kristinni
trú en ekki öllu en segir að þegar
komi að því að taka ákvörðun um
hvort hann vilji fermast eða ekki
skipti gjafirnar miklu máli.
„Mér finnst þetta svolítil tíma-
mót og ég hef lengi velt því fyrir
mér hvernig er að fermast, sér-
staklega þar sem ég hef aldrei farið
sjálfur í fermingarveislu. Mín eigin
veisla er því fyrsta veislan sem
ég kem í. Veislan verður haldin í
Golfskála Golfklúbbs Garðabæj-
ar og við verðum með kökuveislu,
sem við fáum frá veisluþjónustu,“
segir Alexander og bætir við að
borðskraut veislunnar verði í
lopapeysuþema.
Fermingarfræðslan hefur
verið skemmtileg að sögn
Alexanders en tveir prestar
kenna krökkunum. „Þar sem að
ég hef aldrei farið í fermingar-
veislu geri ég mér ekki alveg
grein fyrir því hvernig þetta
verður eða fer fram, en ég
hlakka mikið til.“
Safnar fyrir bakpoka-
ferð um Suður-Ameríku
Alexander Þór Sigmarsson fermist hinn 20. mars í Lindarkirkju. Hann hefur óskað þess að fá peninga í
fermingargjöf en þá ætlar hann að nota í bakpokaferðalag með föður sínum um Suður-Ameríku.
Alexander Þór Sigmarsson hefur aldrei
áður verið í fermingarveislu og hans
eigin veisla því hans fyrsta.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R
Vandræðalegar þagnir virðast
loða við fermingarveislur enda
eru þar saman komnir ættingjar
og vinir úr ýmsum áttum sem
þekkjast misvel. Þá er gott að
vera með umræðuefni á reiðum
höndum.
Ein hugmynd er að spyrja
sessunautinn út í fermingu hans
og lýsa síðan eigin en með því
er alloft hægt að brjóta ísinn
og jafnvel koma af stað góðri
hláturroku. Páskahretið er svo
klassískt enda er veðrið eftirlætis-
umræðuefni Íslendinga. Veður-
umræður geta þó aukið á vand-
ræðaganginn enda vita flestir
að oftast er gripið til þess
þegar annað umtalsefni kemur
ekki upp í hugann. Því er gott
að luma á góðri óveðursögu
eða einhverju sem gerir
veðurumræðuna bitastæðari.
Sumarfríið getur verið góður
kostur en allir vilja tala um sum-
arið og hvað þeir ætla að gera í
fríinu. Ef plönin eru ekki komin
á hreint má svo alltaf tala um
ævintýri sumarsins sem leið.
Gott er að fylgjast vel með frétt-
um dagana fyrir veisluna til að
geta velt þeim
fram og aftur
með gestum og
ekki verra
að glugga í
ættfræði-
bók og
vera
með
ættar-
tengsl sem
flestra á
hreinu. Slíkar
upplýsing-
ar geta ekki
klikkað og
þá sérstak-
lega ekki
hjá eldri
kynslóð-
inni. - ve
Umræðuefnin á
reiðum höndum
Legg þú á djúpið, þú,
sem enn ert ungur,/
og æðrast ei, þótt
straumur lífs sé
þungur,/ en set þér
snemma háleitt mark
og mið,/ haf Guðs
orð fyrir leiðarstein í
stafni/ og stýrðu síðan
beint í Jesú nafni/
á himins hlið.
Sálmur 182 M. Joch.Kringlan - Smáralind - skor.is Kringlunni - Reykjanesbæ
Ermar 2.600 kr
Hvítur kjóll 7.500 kr
Fjólublár kjóll 7.900 kr
teg. 84009 - mjög fl ottur og haldgóður
í CDE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl
á kr. 1.950,-
teg. 1102 - fl ottur blúnduhaldari í CD
skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á
kr. 1.950,-
ATH – NÝJA VARAN
STREYMIR INN
– SAMA GÓÐA VERÐIÐ
Laugavegi 178 - Sími: 551 2070
Sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
laugard. 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Erum einnig á Facebook
teg. 3341 - haldgóður og yndislegur í
CD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á
kr. 1.950,-