Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 20
24. 4
DAGUR MENNTUNAR í ferða-
þjónustu verður haldinn á Grand Hóteli
á morgun. www.ferdamalastofa.is
„Þetta er alveg nýr markhópur
í ferðaþjónustu á Íslandi en að
skipuleggja prjónaferðir hing-
að til lands hefur ekki verið gert
áður svo ég viti þótt prjónaferðir
séu í sjálfu sér þekkt fyrirbæri í
prjónaheiminum,“ segir Ragnheið-
ur Eiríksdóttir, sem á og rekur
Knitting Iceland með Hélène
Magnusson prjónahönnuði.
Ragnheiður hafði gengið með
hugmyndina um að bjóða útlend-
ingum upp á slíkar ferðir í rúm-
lega ár þegar hún hitti Hélène
Magnusson sem hafði þá gengið
með aðra hugmynd í maganum
tengda prjóni; að gefa út vefrit
um íslenskt prjón. „Þessar hug-
myndir pössuðu svo vel saman
að við ákváðum að stofna fyrir-
tæki í kringum þetta tvennt. Með
þessa hugmynd komumst við svo
inn í verkefni sem kallast Útflutn-
ingsaukning og hagvöxtur og er í
gangi hjá Útflutningsráði og þar
höfum við unnið með skipulag og
markaðssetningu þessara ferða
síðan í október.“
Fyrsta ferðin verður farin 10.
júní næstkomandi og er þegar
að fyllast þrátt fyrir að ferðin
hafi ekki verið auglýst skipulega.
„Erlendir prjónarar hafa kom-
ist á snoðir um ferðina í gegnum
prjónasamfélagið Ravelry á Net-
inu og hópinn okkar á Facebook,
en það einkennir prjónara um
allan heim að þeir eru mjög virk-
ir á Netinu og því auðvelt að ná
til þeirra. Þannig er heimasíðan
okkar sem er í smíðum, iceland-
knitting.com, hugsuð sem okkar
aðalmarkaðstæki í framtíðinni.“
Nokkrar gerðir af ferðum verða
í boði en fyrsta ferðin er að sögn
Ragnheiðar nokkurs konar lúxus-
ferð, þar sem dvalið verður á hót-
eli í Borgarfirði. Prjónað verður
um fimm tíma á dag og svo farið í
styttri ferðir eins og hestaferðir,
í Landnámssetrið og víðar. „Sér-
staklega verður hugað að góðum
mat og gistingu og prjónakennslu
blandað við upplifun af náttúru
og menningu. Við fjöllum um og
kennum rósalappaprjón, sjala-
prjón og svo prjóna ferðalang-
ar allir lopapeysu. Þrátt fyrir að
fyrst og fremst sé stílað inn á fólk
sem kann að prjóna bjóða ferðirn-
ar líka upp á að makar komi með
og geti þá til að mynda spilað golf
eða haft aðra dægradvöl meðan
setið er við prjónavinnuna.“
Í fyrstu ferðinni verða Banda-
ríkjamenn, Kanadabúar og Ástr-
ali. „Önnur lúxusferð verður farin
síðar í sumar og í vetur verða ann-
ars konar ferðir í boði þar sem
prjónað verður úti í óbyggðum
– við myrkur og vonandi norður-
ljós.“ juliam@frettabladid.is
Mikill áhugi erlendis á
prjónaferðum til Íslands
Knitting Iceland er ársgamalt fyrirtæki Ragnheiðar Eiríksdóttur og Hélène Magnusson en þær stöllur
skipuleggja meðal annars ferðir hingað til lands fyrir útlendinga sem vilja prjóna í íslensku umhverfi.
Fyrirtækið Knitting Iceland hefur skipulagt prjónaferðir hingað til lands síðan í október, að sögn Ragnheiðar Eiríksdóttur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Rope Yoga
www.elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419
Námskeið hefjast 1. og 2.mars. Unglinganámskeið hefst 3.mars