Fréttablaðið - 24.02.2010, Side 22
24. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● vetrarlíf
Kristín Jóhannsdóttir hefur
umsjón með túlkastarfsemi á
Vetrarólympíuleikunum sem
haldnir eru í Kanada um þessar
mundir. Hún segir starfið fjöl-
breytt og skemmtilegt.
Kristín Jóhannsdóttir er borinn
og barnfæddur Akureyringur
en hefur verið búsett í Kanada í
rúm tíu ár. Kristín flutti til Kan-
ada til að kenna íslensku við Man-
itoba-háskóla en flutti síðar til
Vancouver til að stunda nám við
Háskólann í Bresku-Kólumbíu og
er um það bil að ljúka doktors-
gráðu í málvísindum þaðan.
Kristín segist hafa haft augun
opin fyrir auglýsingu um tungu-
málastarf í kringum Ólympíuleik-
ana og sótti svo einfaldlega um
vinnu. „Ég er ekki túlkur sjálf, en
ég sé um túlkaþjónustu fyrir leik-
ana, bæði sjálfboðaliðana og at-
vinnumennina. Við höfum þrjátíu
atvinnutúlka og um 200 sjálfboða-
liða sem sjá um tungumálaþjón-
ustu á öllum keppnisstöðum,
sem og í blaðamannahöllinni og í
Ólympíuþorpunum,“ segir hún.
Kristín eyddi æskuárunum í
Hlíðarfjalli þar sem hún æfði skíði
af krafti og varð meðal annars
nokkrum sinnum Akureyrarmeist-
ari, bikarmeistari unglinga og var
einnig í unglingalandsliði Íslands
þegar hún var fjórtán ára. „Ég
held að ég hafi fengið túlkastarfið
vegna þess að ég er þessi blanda af
málfræðingi og íþróttamanneskju.
Þetta var auðvitað óskastarf fyrir
mig þar sem það sameinar áhuga
minn á tungumálum og íþróttum,“
útskýrir Kristín. Hún segir vinn-
una í kringum leikana búna að vera
skemmtilega, fjölbreytta og gjör-
ólíka þeim akademíska heimi sem
hún hafi lifað og hrærst í síðastliðin
fjórtán ár.
Þegar Fréttablaðið náði tali af
Kristínu höfðu íslensku keppend-
urnir aðeins keppt tvisvar og seg-
ist hún fylgjast spennt með gengi
þeirra á leikunum. Sjálf fer hún
reglulega á skíði, gönguskíði og
skauta og segist jafnframt vera
mikill hokkíaðdáandi. „Ég fór
reglulega á skíði og skauta þegar
ég bjó í Manitoba en það er erf-
iðara hér í Vancouver því hér er
ekki mikið vetrarríki nema maður
fari upp í fjöllin. Ég er líka forfall-
inn hokkíaðdáandi en hef ekki enn
tekið upp á því að spila hokkí sjálf
því ég er ekki nógu góð á skautum
til þess.“
Aðspurð segist Kristín ekki vita
hvað taki við að Ólympíuleikunum
loknum en segist ætla að byrja á
því að klára doktorsritgerðina sína
og útskrifast. „Eftir það er ekkert
ákveðið. Kannski fer ég til Lond-
on og vinn við Sumarleikana árið
2012. Kannski geri ég eitthvað allt
annað. Lífið hefur einhvern veginn
alltaf tekið sína eigin stefnu og ég
fylgi með.“ - sm
Orðin forfallinn hokkí-
aðdáandi í Vancouver
● HÚÐIN MEIKUÐ GEGN KULDA Húðin getur ekki síður verið
viðkvæm gagnvart kulda en hita og því mikilvægt að verja hana gegn
versta frostinu, einkum ef fólk stundar útivist. Háræðar í andliti þenjast
út í kulda og geta slitnað auk þess sem
húðin getur orðið mjög þurr og jafn-
vel þurrkblettir myndast þannig að hún
verður flekkótt. Margir eru duglegir að
nota feit krem og varasalva til að koma
í veg fyrir slíkt en ekki er síður gott
að farða andlitið vel yfir kremið og
fá þannig enn betri vörn. Gott er að
kaupa þá farða með sólvarnarstuðli því
sólin er oft sterk á veturna og snjórinn
endurvarpar geislum sólar.
Kristín Jóhannsdóttir starfar við Vetrarólympíuleikana í Kanada. Hún segir starfið bæði skemmtilegt og fjölbreytt. MYND/ÚR EINKASAFNI
● BLÓÐ, SVITI OG TÁR Íslandsmót barna og unglinga í listhlaupi
fyrir A- og B-keppendur fer fram í Skautahöllinni á Akureyri um næstu
helgi. Hilda Jana Gísladóttir, formaður listhlaupadeildar Skautafélags-
ins á Akureyri, reiknar með spennandi keppni. „Þetta eru 74 þátttak-
endur frá Skautafélagi Reykjavíkur, Skautafélagi Akureyrar, sem stend-
ur fyrir mótinu og Birninum sem munu berjast um efstu sætin,“ segir
hún. „Í elstu A-flokkunum, sem kallast Novice (stúlknaflokkur), Junior
(unglingaflokkur) og Senior (kvennaflokkur), er
keppt bæði á laugardag og sunnudag. Niðurstaða
þeirra flokka ræðst því ekki fyrr en seinni daginn,
eftir seinni dansinn. Allir B-flokkar og yngri A-
flokkar keppa bara einu sinni, þannig að eftir blóð,
svita og tár eru það bara tvær til þrjár mínútur
sem ráða úrslitum.“ Keppni hefst á laugardag
klukkan 8 og stendur til 16. Hún heldur
svo áfram á sunnudag milli klukk-
an 8.30 til 12. Frítt er inn og
selur foreldrafélag deildarinnar
kaffi og með því á vægu verði
til styrktar iðkendum. Nánar á
www.skautasamband.is.
Fyrsti erlendi ferðahópurinn sem
von er á í Hlíðarfjall við Akureyri
kemur frá Færeyjum 10. mars.
Hann flýgur beint frá Vogum á
Akureyrarvöll.
„Þetta er 90 manna hópur sem
kemur hingað með leiguflugi og
stoppar í fjóra daga,“ segir Guð-
mundur Karl Jónsson, forstöðu-
maður í Hlíðarfjalli, glaðlega.
Ekki er bara um skólafólk að ræða
heldur blandaðan hóp en býst hann
við að fólkið sé vant á skíðum? „Já,
Færeyingar fara alveg þokkalega
mikið á skíði en hafa alltaf hald-
ið suður á bóginn þar til núna
að þeir horfa hingað norður. Við
erum mjög ánægð með það. Það er
trúlega ódýrara fyrir þá að koma
hingað og við bjóðum ekki upp á
síðri aðstöðu. Þeir verða hér á hót-
elum í bænum og svo alla daga í
fjallinu,“ segir hann. „Þetta er
ekta pakkaferð,“ bætir hann við
og kveðst vonast til að enn fleiri
hópar komi á næsta ári.
Guðmundur Karl segir Færey-
ingana koma gegnum Ferðaskrif-
stofu Akureyrar sem er líka að
selja flugsæti út, þannig að Íslend-
ingum gefst kostur á að skreppa til
Færeyja og dvelja þar í fjóra daga,
meðan skíðafólkið þaðan er fyrir
norðan. „Reykvíkingar þurfa bara
að millilenda á Akureyri,“ segir
Guðmundur Karl hlæjandi. - gun
Færeyingar í fyrsta hópnum
Snjóað hefur jafnt og þétt í Hlíðarfjalli undanfarið og þar er jafnan mikið fjör. Þetta
langar Færeyinga að fá að upplifa. FRÉTTABLAÐIÐ/INDÍANA
Arna Guðmunds dóttir,
lyfl æknir, sérfræðingur
í innkirtla- og efna-
skiptasjúkdómum
Axel F. Sigurðsson,
hjartalæknir
Kristjana Jónasdóttir,
sjúkraþjálfari
Fræðslunámskeið
í Heilsuborg
Hefur þú greinst með háþrýsting,
hækkaðan blóðsykur,
sykursýki eða hjartasjúkdóm?
Vilt þú bæta lífsstílinn og vita hvað þú
getur gert til að ná betri tökum
á heilsunni?
Laugardaginn 27. febrúar á milli kl. 9 og 13
Erla Gerður
Sveinsdóttir, læknir
Bertha María
Ársælsdóttir,
matvæla- og
næringar fræðingur
Skráning í síma 560 1010 eða á
heilsuborg@heilsuborg.is
Tilboðsverð kr. 8.900,-
Frjáls aðgangur að heilsurækt Heilsuborgar í eina viku
● SKÍÐAPARADÍS
AUSTURLANDS Troðinn,
þurr snjór og frábært færi er
á skíðasvæðinu í Oddsskarði,
milli Eskifjarðar og Norðfjarð-
ar, að sögn Aðalheiðar Bjark-
ar Arnarsdóttur í afgreiðslu
skíðaskálans þar. „Hér hefur
snjóað helling síðustu daga
og fólk sækir í brekkurnar,“
segir hún. Opið er daglega í Oddsskarði frá klukkan 14 til 20 alltaf þegar
veður leyfir en í gær var topplyftan lokuð vegna ísingar. Neðri lyftan var
hins vegar opin og byrjendalyftan einnig. Aðalheiður segir síðustu vikur
hafa verið hagstæðar skíðaáhugamönnum fyrir austan.