Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2010, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 24.02.2010, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 Lítil tæki sem gefa frá sér upplýsingar um staðsetningu auka verulega öryggi þeirra sem ferðast utan alfaraleiðar eða þurfa á eftirliti að halda af öðrum ástæðum. Depill og Spot eru dæmi um slíka öndvegistækni. Léttustu skynjararnir eru 55 grömm og á stærð við eldspýtu- stokka að sögn Baldvins Hanssonar hjá fyrirtækinu Rögg sem er með Depil. Fleiri gerðir eru til af Depli sem henta í bílinn, á sleð- ann eða fjórhjólið og hægt er að hafa í stöðugri hleðslu. „Í eðli sínu eru tækin öll eins uppbyggð,“ segir Baldvin. „Bak við þau eru GSM-símkerfið, GPS-tækni og rafhlaða. Tækið nemur feril þess manns eða tækis sem ber það og sendir boð í gegnum GSM- kerfið þar sem það er virkt. Þaðan fara boðin í tölvur og síma þeirra sem vilja fylgjast með. Komi eitthvað upp á er auðvelt að finna menn sem hafa þetta,“ lýsir hann og lofar að tækin virki í öllum veðrum, einungis sé spurning um GPS- og GSM-samband. „Þótt sambandið rofni um stund þá skráist ferillinn og og sá sem er með tækið hefur aðgang að sögunni sinni þegar heim er komið,“ segir hann. Ásgeir Örn Rúnarsson hjá fyrirtækinu Aukaraf selur Spot- tækið. Það byggist á GPS-netinu og Global Star-gervitunglanet- inu. „Tækið er notað á nokkra mismunandi vegu,“ segir Ásgeir Örn og lýsir því nánar. „Á því er OK-takki sem maður getur ýtt á til að láta vita að allt sé í lagi, síðan er Help-takki sem send- ir SMS-boð eða tölvupósta til einhverra persónulegra félaga um að hjálpar sé þörf. Svo er einn hnappur merktur 911 sem er not- aður í neyð og boð úr honum skila sér beint til Neyðarlínunnar. Ef maður heldur OK-takkanum niðri smá stund er hægt að setja í gang svokallaða ferlun og þá sendir tækið sjálfkrafa boð um hvar þú ert, með tíu mínútna millibili. Þá getur sá sem er heima við séð á tölvunni á Google Maps hvernig ferðinni miðar.“ Ásgeir Örn segir Spot-tækið byggja á áskrift. GPS-tunglin náist nánast alls staðar á Íslandi en Global Star-tunglin séu sunnan við Ísland og geti verið í skugga ef leiðin liggi norðan við einhver fjöll. Ferillinn skráist samt sem áður og komi í ljós þegar komið sé framhjá fjallinu. „Ég hef notað þetta tæki talsvert sjálfur á vélhjólaferðum með mínum félögum, meira að segja um eyðimörk í Bandaríkjunum var hægt að fylgjast með ferðum mínum á Google Maps.“ - gun Skynjarar auka öryggið að mun Depill notar GPS-netið og virkar um allt Ísland svo langt sem GSM-kerfið dreg- ur. Spot-tækið er tengt GPS- og Global Star-gervitunglanetinu. Upplýsingar um það eru á www.aukaraf.is. ● ELDHUGAR SÝNA LIST- IR Á AKUREYRI Big Air- brettamótið fer fram í Hlíðarfjalli á Akureyri næstkomandi laugar- dag. Að sögn Viktors Helga Hjart- arsonar, formanns Brettafélagsins á Akureyri, eru sjö ár liðin frá því brettamót af þessu tagi var hald- ið fyrir norðan. „Við höfum áður haldið svokallað Slope-style- mót hérna þar sem keppendur stökkva af nokkrum pöllum en í þetta sinn stökkva keppendur af einum palli í tveimur umferðum. Hver keppandi fær að stökkva þrisvar sinnum í fyrri umferð þar sem bestu tveir eru valdir. Leikurinn er svo endurtekinn í seinni umferðinni og sigurvegarinn sá sem fær flest stig en veglegir vinningar eru í boði.“ Viktor segir þátttöku hafa verið mjög góða á Slope-style-mótinu í fyrra. Það sóttu um fimmtíu manns og reiknar hann ekki með minni aðsókn í ár. Keppnin hefst í Hlíðarfjalli á laugardag klukkan 11. Skráning fer fram í fjallinu klukkan 10.30 og er þátttaka ókeypis. Sjá www.brettafelag.is. Námskeið Garðyrkja og garðahönnun Arkitektúr og skipulag Ræktun ávaxtatrjáa, tvö kvöld ■ Mánudaginn 1. og 8. mars kl. 19:00 - 21:30. Verð kr. 12.800.- Leiðb: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson. Matjurtaræktun, tvö kvöld ■ Miðvikudaginn 3. og 10. mars kl. 19:00 - 21:30. Verð kr. 12.800.- Leiðb: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson. Ræktun berjarunna ■ Mánudaginn 8. mars kl. 17:00 - 18:30. Verð kr. 3.900.- Leiðb: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson. Kryddjurtaræktun ■ Miðvikudaginn 10. mars kl. 17:00 - 18:30. Verð kr. 3.900.- Leiðb: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson. Klipping trjáa og runna og víðinytjar ■ Miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17:00 - 18:30. Verð kr. 7.900.- Leiðb: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson. Sumarhús frá draumi til veruleika ■ Tvö kvöld, mánudaginn 1. og 8. mars kl. 19:00 - 21:30. Verð kr. 12.800.- Leiðb: Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson arkitektar. Handbók húsbyggjandans - frá hugmynd til veruleika ■ Tvö kvöld, miðvikud. 10. og 17. mars kl. 19:00 - 21:30. Verð kr. 12.800.- Leiðb: Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson arkitektar Maður og umhverfi ■ Mánudaginn 15. mars kl. 19:00 - 21:30. Verð kr. 7.900.- Leiðb: Páll Jakob Líndal nemi í umhverfissálfræði. Leiðbeinendur á námskeiðunum Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur, Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur, Hlédís Sveinsdóttir arkitekt, Gunnar Bergmann Stefánsson arkitekt, Björn Jóhannsson landslagsarkitekt og Páll Jakob Líndal doktorsnemi í umhverfissálfræði. © P ál l J ök ul l 2 01 0 Hvar eru námskeiðin haldin? ■ Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, 111 Reykjavík. Einnig bjóðum við upp á námskeið úti á landi. Skráning ■ Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 578 4800, á heimasíðu okkar www.rit.is og á netfang rit@rit.is Merkurlaut ehf Hamrahl íð 31 105 Reyk jav ík S ími 578 4800 Skráning í síma 578 4800 eða á www.rit.is Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn ■ Skemmtilegt lífstílstímarit fyrir alla sem hafa áhuga á garðyrkju, útiveru og sumarhúsalífi. Áskriftarverð 2010 kr. 3.560 (Kort) og kr. 3.800.- (Gíró). Fjögur blöð koma út á árinu, í mars, maí, ágúst og nóv. Með gíró er greitt fyrir allt árið í einu + sendingarkostnaður, en með korti er greitt fyrir hvert tölublað fyrir sig. ■ Tvö eldri blöð fylgja frítt með áskrift. SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli S N Y R T I -A K A D E M Í A N www.snyrtiakademian.is • Hjallabrekka 1 • sími 553-7900 • Snyrtiskólinn er einkaskóli með CIDESCO réttindi. • Nám í snyrtifræði er hagnýtt og skemmtilegt nám • Snyrtiskólinn er viðurkenndur af Menntamálaráðuneytinu • Námið er lánshæft hjá LÍN • Næsta önn hefst í mars

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.