Fréttablaðið - 24.02.2010, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2010 7vetrarlíf ● fréttablaðið ●
Ævintýrakastalar, risastórar
styttur af Búdda og jafnvel
egypskur sfinx eru meðal þess
sem er að sjá á alþjóðlegri
ís- og snjóhöggmyndahátíð í
Harbin í Kína.
Hátíðin hefur verið haldin frá
árinu 1963 en féll niður í nokk-
ur ár vegna menningarbyltingar-
innar í Kína. Hún hefur þó verið
haldin árlega frá 1985.
Harbin er höfuðborg Heilong-
jiang-héraðsins í Kína. Borgin er
í norðausturhluta Kína þar sem
gætir vetrarvinda sem blása frá
Síberíu. Meðalhitinn á veturna er
16,8 gráðu frost en kuldinn getur
farið allt niður í mínus 38 gráður.
Hátíðin hefst opinberlega í janúar
og stendur í mánuð. Ís- og snjó-
skúlptúrar eru af fjölbreyttum
toga og nota listamennirnir bæði
hefðbundnar aðferðir við gerð
þeirra en einnig nýstárlegar á borð
við leisertækni.
Hátíðin í Harbin er ein af fjór-
um stærstu íshátíðum heims.
Hinar eru Sapporo-hátíðin í Japan,
Quebec-vetrarkarnival í Kanada
og skíðahátíð í Noregi. - sg
Heil borg úr ís og snjó
Heil borg úr ís og
snjó hefur risið
í Harbin í Kína
þar sem fjórða
stærsta ís- og
snjóhátíð heims
er haldin árlega.
Kuldar eru miklir
í borginni enda
meðalhiti yfir
vetrartímann
um 16,8 gráður í
mínus.
Stærðir skúlptúranna eru magnaðar.
Gestur hátíðarinnar skoðar mikilfenglega snjóstyttu á hátíðinni. NORDICPHOTOS/AFP
● REIKNAÐ MEÐ
HARÐRI KEPPNI Vetrar-
hlaup á vegum UFA fer fram á
Akureyri næstkomandi laugar-
dag. Rannveig Oddsdóttir, for-
maður langhlauparadeildar
UFA, segir hlaupið það fimmta
af sex sem UFA stendur fyrir í
vetur. „Hvert hlaup er sjálfstætt
en það eykur vitanlega líkurn-
ar á sigri í stigakeppni að taka
þátt í öllum sex,“ segir hún og
lýsir fyrirkomulaginu. „Hlaupið
hefst við líkamsræktarstöðina
Bjargey á laugardag klukkan
11. Hlauparar geta haft fata-
skipti á Bjargi og farið í sturtu
og heita potta eftir hlaup.
Vegalengdin er tíu kílómetr-
ar og tekur yfirleitt á bilinu
35-60 mínútur að klára hana.
Keppt er í stigakeppni í flokki
karla og kvenna og einnig í
tveimur aldursflokkum. Eitt
stig fæst fyrir þátttöku í hverju
hlaupi. Fjögur efstu sætin í
hverjum flokki gefa síðan tvö
til fimm stig, þannig að fyrsti
maður fær fimm stig, annar
fjögur stig, þriðji þrjú stig og
fjórði tvö stig.“ Rannveig bætir
við að skráning fari fram hálf-
tíma fyrir keppni en þátttöku-
gjald er 500 krónur. Frítt er
fyrir börn og unglinga sem
æfa frjálsar íþróttir hjá UFA.
Nánar á www.ufa.is.
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 arctictrucks.is
Allt fyrir vetrarsportið
Komdu á Kletthálsinn
og skoðaðu úrvalið!