Fréttablaðið - 24.02.2010, Page 38
22 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
> VAR VONGÓÐUR
Þegar leikarinn Johnny Depp var nýverið
spurður hvort hann hefði ávallt haft trú á leik-
listarferli sínum svaraði hann því neit-
andi. „Nei, alls ekki. Ég hafði enga
hugmynd um hvert þetta stefndi.
Það er ógjörningur að ætla sér að
vita það. Ég vissi ekki hvað mundi
gerast, en ég hélt alltaf í vonina.“
Spaugstofan verður í sviðs-
ljósinu í Sjálfstæðu fólki
hjá Jóni Ársæli Þórðar-
syni næsta sunnudag. Pálmi
Gestsson brá sér í gervi
Jóns í gær og mátti ekki á
milli sjá hvor væri hvað.
„Það var gaman að hitta Jón. Hann
kom og spjallaði við okkur hvern
í sínu lagi. Svo brá ég mér bara í
hans gervi og hann hitti klónið af
sér,“ segir Pálmi Gestsson. „Hann
hafði mjög gaman af þessari
uppákomu. Ég held hann hafi það
yfirleitt enda engir alvöru menn
nema það sé hægt að herma eftir
þeim eitthvað.“
Pálmi hefur túlkað Jón Ársæl
með reglulegu millibili í gegn-
um árin og gert það með miklum
sóma eins og honum einum er lagið.
Spurður hvort ekki hafi verið löngu
kominn tími á að Spaugstofan væri
tekin fyrir í Sjálfstæðu fólki kemur
hik á Pálma: „Er það ekki að ofgera
hlutunum ef við erum að þvælast á
öðrum stöðvum.“
Fregnir um að Spaugstofan ætli
að hætta í vor eru orðum auknar
að sögn Pálma. „Þetta er ekkert
öðruvísi en það hefur alltaf verið.
Það hefur alltaf komið í ljós seint
bæði af okkar hálfu og Útvarpsins
hvort það væri tilefni til að halda
áfram. Það hefur verið þannig í 21
ár,“ segir hann.
Spurður hvort þeir félagar hafi
ekki áhuga á að halda áfram segir
Pálmi: „Við höfum verið að kasta
því á milli okkar. Á meðan ástandið
er svona og fólk vill horfa á okkur
og við höfum gaman af þessu erum
við alltaf til í að skoða það. En það
er engin sáluhjálp fyrir okkur í
sjálfu sér. Auðvitað skilur maður
að Útvarpið er í kröggum eins og
önnur fyrirtæki og það verður að
skoða sín mál til að vita hvað það
getur tekist á við.“
Nokkrir þættir eru eftir af
Spaugstofunni á þessu vori. Síðasti
þátturinn verður að öllum líkindum
sýndur í lok apríl. freyr@frettabladid.is
JÓN ÁRSÆLL HITTI KLÓNIÐ SITT
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
ALVEG EINS
Vel fór á með sjónvarpsmanninum Jóni
Ársæli Þórðarsyni og klóninu hans fyrir utan
Útvarpshúsið í gær. Svo gott er gervi Pálma
Gestssonar að varla má á milli sjá hver hinn
raunverulegi Jón Ársæll er. Sjónvarpsmaðurinn
góðkunni hafði mjög gaman af uppákomunni
og hló að tilburðum Pálma.
Framleiðsla á fimmtu Die Hard-
myndinni er fyrirhuguð á næsta
ári er haft eftir aðalleikaranum
Bruce Willis. Hann telur mögu-
legt að sögu-
sviðið verði
ekki í Banda-
ríkjunum. „Við
verðum að
fara með þessa
mynd vítt um
heiminn,“ sagði
Willis. Aðdá-
endur löggunn-
ar og harðjaxlsins Johns McClane
geta því farið að spenna beltin
fyrir enn eina rússíbanareiðina.
Þrjú ár eru liðin síðan fjórða
myndin í seríunni, Live Free
or Die Hard, kom út við góðar
undirtektir. Þá voru tólf ár liðin
frá gerð þriðju myndarinnar, Die
Hard: With A Vengeance.
Die Hard í
fimmta sinn
Leik- og söngkonan Jennifer Lopez
hefur sagt skilið við útgáfufyrir-
tæki sitt, Epic Records, sem er í
eigu Sony. Ekki er víst
hvort hún var látin
fjúka eða hvort samn-
ingurinn var ein-
faldlega útrunninn.
„Jennifer og Sony
Music Group hafa
átt gott samstarf,“
sagði umboðsmaður
Lopez. „Þau hafa
átt góðar stundir
saman en kominn
var tími á breyt-
ingar sem henta ferli
hennar betur sem
leikkonu og tónlistar-
manni.“ Hún mun á
næstunni undirrita
samning við annað
útgáfufyrirtæki og er sjö-
unda hljóðversplata hennar vænt-
anleg á vegum þess í apríl.
Segir skilið
við Epic
Söngkonan Cheryl Cole gaf frá sér
fréttatilkynningu stuttu eftir að
hún lenti í London eftir að hafa
flúið heimili sitt í kjölfar frétta
af framhjáhaldi eiginmanns
síns, fótboltakappans Ashley
Cole. Upp komst um framhjá-
hald Ashley Cole í fyrsta sinn
árið 2008 en Cheryl ákvað að
fyrirgefa eiginmanni sínum
það hliðarspor. Í síðustu viku
flutti tímaritið The Sun fréttir
af því að Ashley hafi verið samur
við sig og átt vingott við þrjár
aðrar stúlkur.
Í fréttatilkynningunni frá Cheryl
segir að hún hafi ákveðið að skilja
við Ashley og að hún biðji fjölmiðla
um að sýna henni skilning á þessum
erfiðu tímum. Ashley hafði kvöld-
inu áður flutt út af heimili þeirra að
beiðni Cheryl.
Cheryl er í miklu uppáhaldi hjá
breskum fjölmiðlum og var meðal
annars valin best klædda kona
ársins 2009.
Cheryl sparkar Ashley Cole
SKILIN Cheryl Cole hefur ákveðið
að skilja við eiginmann sinn,
fótboltakappann Ashley Cole.
MYND/NORDICPHOTO
Leikkonan Lindsay Lohan veitti breska götutíma-
ritinu The Sun viðtal fyrir stuttu. Viðtalið var birt
í tveimur hlutum og ræddi leikkonan meðal annars
um fíkniefnavanda sinn, erfiða æsku og um sam-
band sitt við plötusnúðinn Samönthu Ronson.
„Ég hafði aldrei laðast að konum áður en ég
kynntist Sam. Þetta gerðist bara og það kom mér á
óvart. Við erum enn í sambandi, við búum í sömu
byggingu í Los Angeles og rekumst því oft á hvor
aðra. Hún hefur alltaf verið ein af mínum nánustu
vinkonum og ef hún væri ekki inni í myndinni þá
væri ég líklega með karlmanni. Hún er eina konan
sem ég hef getað hugsað mér að vera með. Við elsk-
um hvor aðra og það eru líkur á að við munum ein-
hvern tímann ná aftur saman,“ sagði Lohan.
Leikkonan telur að fjölskylda Ronson hafi aldrei
tekið sig í sátt og hafi það haft slæm áhrif á sam-
bandið. Hún segir jafnfram að þær hafi átt saman
fleiri góðar stundir en slæmar, en að fjölmiðlar
hafi aðeins flutt fréttir af því sem miður fór. „Góðu
stundirnar voru fleiri en þær slæmu. Það skiptast
á skin og skúrir, það er eðlilegt. En þegar maður er
opinber persóna þá hafa fjölmiðlar meira gaman
af því að einblína á það sem er slæmt og blása það
upp og láta líta svo út að hlutirnir séu verri en þeir
eru.“
Elskaði aðeins Sam
ELSKAÐI RONSON Leikkonan Lindsay Lohan veitti bresku tíma-
riti viðtal þar sem hún spjallaði meðal annars um samband
sitt og Samönthu Ronson. MYND/NORDICPHOTO
Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið
Innifalið í kortum eru allir opnir tímar
ásamt þeirri þjónustu sem boðið er
upp á í Veggsport.
Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport)
Sími: 695 8464 og 772 1025
www.jogastudio.org
Ný og persónuleg jógastöð
hefst 1. mars. Skráning hafi n í síma
695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org
• Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið
• Krakkajóganámskeið