Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.02.2010, Blaðsíða 42
26 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Meistaradeild Evrópu: Stuttgart-Barcelona 1-1 1-0 Cacau (25.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (52.) Olympiakos-Bordeaux 0-1 0-1 Michael Ciani (45.) Enska úrvalsdeildin: Man. Utd-West Ham 3-0 1-0 Wayne Rooney (38.), 2-0 Wayne Rooney (55.), 3-0 Michael Owen (80.) STAÐAN: Chelsea 27 19 4 4 63-22 61 Man. United 28 19 3 6 66-24 60 Arsenal 27 17 4 6 63-30 55 Tottenham 27 13 7 7 48-26 46 Man. City 26 12 10 4 48-33 46 Liverpool 27 13 6 8 43-27 45 Aston Villa 26 12 9 5 37-21 45 Everton 26 10 8 8 38-37 38 Fulham 27 10 7 10 32-29 37 Birmingham 26 10 7 9 25-28 37 Stoke City 26 8 10 8 26-29 34 Blackburn 27 9 7 11 29-43 34 West Ham 27 6 9 12 35-43 27 Sunderland 26 6 8 12 32-44 26 Wigan 26 6 7 13 26-52 25 Wolves 26 6 6 14 21-44 24 Hull City 27 5 9 13 25-54 24 Bolton 26 5 8 13 29-49 23 Burnley 26 6 5 15 27-55 23 Portsmouth 26 4 4 18 21-44 16 ÚRSLIT > Kristinn dæmir í Þýskalandi Milliríkjadómarinn Kristinn Jakobsson hefur fengið verðugt verkefni í Evrópudeild UEFA en hann mun dæma seinni leik Werder Bremen og Twente sem fram fer í Þýskalandi annað kvöld. Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson. Þá verða aukaaðstoðardómarar á leiknum, þeir Magnús Þórisson og Þorvaldur Árnason, sem verða hvor fyrir aftan sitt markið. FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem flestra augu munu beinast að leik Inter og Chelsea en CSKA Moskva mætir Sevilla í hinum leik kvöldsins. Sálfræðistríðið á milli knattspyrnustjórans José Mourinho hjá Inter og Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur eflaust ekki farið framhjá neinum en Mourin- ho stýrði Chelsea sem kunnugt er á árunum 2004- 2007 við góðan orðstír. Mourinho lét hafa eftir sér í viðtölum á dögunum að hann vissi allt um sitt gamla félag og að ekkert væri breytt í leikskipulagi liðsins frá tíma hans á Brúnni. Hann stóðst enn fremur ekki freistinguna að lýsa því yfir hversu heimskulegt það hafi verið hjá forráðamönnum Chelsea að láta sig fara enda hefði enginn titill komið í hús síðan hann fór. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Mourinho nái að standa við stóru orðin og slá Lundúnafélagið úr keppni. Carlo Ancelotti svaraði Mourinho hins vegar í gær með því að segja að Portúgal- inn hafi skapað sér svo miklar óvinsældir á Ítalíu með alls kyns leiðindum að flestir Ítal- ir myndu standa með Chelsea gegn Inter. „Það er alveg rétt hjá Mourinho að Chelsea hefur ekki unnið neina titla eftir að hann fór en mig rámar nú í að maður að nafni Avram Grant hafi gert ágætis hluti með liðið og verið nálægt því að vinna sjálfa Meist- aradeildina með félaginu. Annars veit ég alveg hvað Mourinho er að reyna að gera og hann kann vel að æsa menn upp fyrir leiki og stundum skil- ar það árangri en ég myndi persónulega ekki vilja spila sama leik og hann. Ég held reyndar að hann sé búinn að gera menn svo brjálaða á Ítalíu að allir Ítalir, fyrir utan stuðningsmenn Inter, muni styðja Chelsea í viðureign liðanna,“ sagði Ancelotti í við- tali við ítalska dagblaðið Il Giornale í gær. Chelsea endurheimtir Frank Lampard, Alex og Juliano Belletti úr meiðsl- um fyrir leikinn í kvöld en Anc- elotti þarf hins vegar að ákveða hver leysir vinstri bakvarðastöð- una hjá Lundúnafélaginu. Ashley Cole verður frá næstu mánuðina vegna ökklameiðsla og átti Yuri Zhirkov að leysa hann af hólmi en meiddist sjálfur í leiknum gegn Wol- ves um helgina. Útlit er fyrir að markvörðurinn Julio Cesar hjá Inter verði leikfær í kvöld en hann lenti í umferðaróhappi á sunnu- dagskvöld þegar hann klessukeyrði Lamborghini bifreið sína skammt frá San Siro-leikvanginum og gat í kjöl- farið lítið sem ekkert æft á mánu- dag og í gær. Gazzetta dello Sport greindi frá því í gær að Brasilíu- maðurinn hefði sloppið með skrá- mur og mar á andliti og ætti því að geta spilað leikinn mikilvæga. - óþ José Mourinho stórorður í garð fyrrum vinnuveitenda sinna í Chelsea: Stund sannleikans runnin upp MOURINHO Hefur farið mikinn í aðdraganda leiks Inter og Chelsea. NORDIC PHOTOS/AFP Aðalfundur 2009 Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis og allra deilda þess verður haldinn í Fylkishöll fi mmtudaginn 11. mars 2010 kl. 20.30. Dagskrá; 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Handknattleikskempan Sigfús Sigurðsson tók mjög óvænt þátt í leik Vals og HK á mánudag. Honum var kastað inn á völlinn þegar allt var að fara til fjandans hjá Val í leiknum. Sigfús átti ekki að spila leikinn enda sama og ekkert æft. Hann kom þó inn og stóð sig með miklum sóma. „Ef þú bara vissir hvað þetta var gaman. Ég brosti alveg út að eyrum eftir leikinn því ég gat þetta,“ segir Sigfús kátur en fyrir rúmlega hálfu ári var honum tjáð að hann myndi aldrei spila handbolta aftur en hann var þá nýkominn úr hnéaðgerð. Hann neitaði að sætta sig við það svar. „Ég læt ekki mann í sloppi segja mér hvað ég get og get ekki. Ég gaf ekki upp vonina þó svo ég hefði fengið þennan dóm. Ég vil hætta í handbolta á mínum forsendum og þetta voru ekki þær forsendur,“ sagði Sigfús en þetta er í annað sinn sem hann byrjar aftur í handbolta eftir að hafa verið tjáð að hann myndi aldrei spila aftur handbolta. „Ég fór í bakinu á sínum tíma og þá var ég líka afskrifaður. Ég hlustaði heldur ekki þá og spilaði aftur tveim mánuðum seinna. Það liggur við að þetta sé í annað sinn sem ég rís upp frá dauð- um en þetta hefur ekki verið þrautalaus ganga.“ Fram undan hjá Val er bikarúrslitaleikur í Höllinni gegn Haukum. Sigfús segist vera klár í að spila en veit ekki hvort hann muni fá að taka þátt í leiknum. „Það er Óskars þjálfara að meta það. Mig dauðlangar auðvitað að spila og skrokkurinn er í góðu skapi og gefur grænt ljós,“ sagði Sigfús en hann segir hnéð hafa verið fínt í leiknum sem og í gær. „Það eru smá harðsperrur svona daginn eftir en ekkert alvarlegt. Ég sýndi það svo í þessum leik að ég á fullt erindi í þetta enn þá þó svo ég sé í lítilli æfingu. Það mun taka tíma og sérstaklega fyrir mann sem er að verða 35 ára gamall. Prufukeyrslan lofaði samt góðu.“ SIGFÚS SIGURÐSSON: MÆTTUR AFTUR Á VÖLLINN SEX MÁNUÐUM EFTIR AÐ HANN VAR AFSKRIFAÐUR Læt ekki mann í sloppi segja mér hvað ég get gert FÓTBOLTI Barcelona og Bordeaux standa vel að vígi í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir leiki gærkvöldsins. Barca nældi í jafntefli á útivelli en Bor- deaux gerði betur með því að vinna á útivelli. Leikurinn á Gottlieb-Daimler Stadium fór rólega af stað og bæði lið þreifuðu fyrir sér. Börsungar voru þó ívið sterkari. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sjálfstraust- ið hjá leikmönnum Stuttgart sem fóru að sækja. Timo Gebhart átti stórkostlega sendingu á fjærstöng á 25. mínútu sem Cacau skallaði af öryggi í netið. 1-0 fyrir Stuttgart og Evrópumeisturunum brugðið. Stuttgart gekk aftur á móti á lagið og upphófst nú mikil stórsókn að marki Börsunga. Aðeins þrem mínútum eftir markið vildu leik- menn Stuttgart fá víti er boltinn fór augljóslega í höndina á Ger- ard Pique. Dómarinn ákvað þó að sleppa Pique. Leikmenn Stuttgart voru ekk- ert hættir og Cacau komst einn á auðan sjó á 33. mínútu en ákvað að gefa boltann í stað þess að skjóta. Sendingin misheppnaðist og þar var illa farið með gott tækifæri. Cacau komst aftur einn í gegn skömmu síðar og að þessu sinni skaut hann að marki en Valdes varði. Á þessum kafla stóð ekki steinn yfir steini í leik Barcelona og Evr- ópumeistararnir voru stálheppnir að vera ekki að allt að þrem mörkum undir í hálfleik. Besta færi Barca í hálfleiknum fékk Lionel Messi fimm mínútum fyrir leikhlé. Gamla brýnið Jens Leh- mann sá aftur á móti við honum og varði boltann í stöng. Leikmenn Stuttgart nöguðu sig eflaust í handarbökin í leik- hléi yfir að hafa ekki skorað fleiri mörk í hálfleiknum og það kom því eins og köld vatnsgusa fram- an í þá er Zlatan Ibrahimovic jafn- aði leikinn fljótlega í síðari hálf- leik. Zlatan fékk boltann einn á teignum en skot hans var slakt og Lehmann varði. Zlatan náði aftur á móti frákastinu og skoraði í ann- arri tilraun. 1-1 og Barca búið að skora dýrmætt útivallarmark. Börsungar voru þá komnir í fína stöðu og spiluðu skynsam- lega það sem eftir lifði leiks. Þeir vörðu markið vel og reyndu síðan að sækja hratt. Jafntefli var nið- urstaða sem liðið sætti sig vel við enda er liðið afar erfitt heim að sækja og Stuttgart á erfitt verkefni fyrir höndum. henry@frettabladid.is Mikið basl á Barcelona Evrópumeistarar Barcelona lentu í kröppum dansi gegn Stuttgart í gær en klaufaskapur leikmanna Stuttgart varð þess valdandi að Börsungar hafa alla ása á hendi fyrir seinni leikinn. Zlatan skoraði mikilvægt útivallarmark. MARKIÐ DUGÐI EKKI TIL Cacau kom Stuttgart yfir en það var ekki nóg. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES MIKILVÆGT MARK Zlatan Ibrahimovic fagnar markinu mikilvæga í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Englandsmeistarar Man. Utd tóku á móti West Ham í eina leik gærkvöldsins í enska boltanum. Leikurinn endaði 3-0 fyrir United. Fyrir leikinn var United fjór- um stigum á eftir Chelsea og mátti því alls ekki við því að tapa leiknum í gær. Leikmenn United tóku öll völd á vellinum strax í upphafi og sóttu nær linnulaust allan hálf- leikinn, eitthvað hlaut undan að láta. Það gerðist á 38. mínútu er Wayne Rooney stangaði knöttinn í netið af stuttu færi eftir send- ingu frá Antonio Valencia. Rooney og Valencia endurtóku leikinn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og það mark kláraði leikinn. Michael Owen afgreiddi síðan leikinn tíu mínútum fyrir leiks- lok er hann skoraði eftir send- ingu Paul Scholes. Hann var þá nýkominn inn á sem varamaður. Munurinn á toppnum er því aðeins eitt stig en Chelsea á leik til góða. - hbg Enska úrvalsdeildin: United heldur áfram að elta MAGNAÐIR Wayne Rooney og Antonio Valencia afgreiddu West Ham í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.