Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Eva Margrét Einarsdóttir, hug-búnaðarsérfræðingur hjá Íslands-banka, hefur æft langhlaup í nokk-ur ár. Nýlega gekk hún til liðs við hlaupahóp sem stofnaður er að frumkvæði fyrirtækisins Spo tímeð það ð l Sjálf náði Eva langt í Kaup-mannahafnar-maraþoninu árið 2008, með þrjá tíma og níu mín-útur sem er fimmti besti tímiíslenskrar konu f á í París í apríl og svo munu sum okkar keppa í ýmsum maraþon-um,“ tekur Eva sem dæ iið Úrvalshlauparar í einu liði Eva Margrét Einarsdóttir er meðlimur í Asics-liðinu, nýlega stofnuðum hlaupahópi sem samanstendur af hlaupurum sem allir þykja hafa náð eftirtektarverðum árangri í þessari ört vaxandi íþrótt á Íslandi. Frá því að Eva fór að æfa langhlaup fyrir átta árum hefur hún náð góðum árangri. Hún varð meðal annars fyrst í flokki kvenna í Laugavegshlaupinu árið 2008, með fimm tíma og 42 mínútur. Sama ár náði hún fimmta besta árangri íslenskra kvenna frá upp- hafi í Kaupmannahafnar-maraþoninu með þrjá tíma og níu mínútur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍÞRÓTTAKENNARAFÉLAG ÍSLANDS efnir til málþings um íþróttir og íþróttakennslu í framhaldsskól- um á Íslandi. Málþingið verður í húsakynnum HR við Menntaveg 1 hjá Nauthólsvík á morgun frá 13 til 16.15. Sjá www.ikfi.net. * Tal fólks í margmenni* Hjal smábarns * Marr í snjónum Ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 226.710kr Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Patti húsgögnLandsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is karlar og krabbamein ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 2. mars 2010 — 51. tölublað — 10. árgangur ÞRIÐJUDAGUR VEÐRIÐ Í DAG KYNNINGARTÍMA Í KVÖLD KL. 20 · ÁRMÚLA 11 KOMDU Í ÓKEYPIS 555 7080 Taktu frá sæti í síma www.dale.is KANNABISBÚNAÐUR Benedikt H. Benediktsson lögreglufulltrúi og Harpa María Þorsteinsdóttir, vörslumaður óskilamuna, með hluta þess búnaðar sem haldlagður hefur verið á síðustu misserum, þegar lögregla hefur upprætt kannabisræktanir á höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggðinni. FRETTABLADID/GVA Fínt norðaustanlands Í dag má búast við SA 3-10 m/s. Horfur eru á lítils háttar rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands og síðdegis suðaustan til. Vægt frost NA-lands en hiti allt að 7 gráður allra syðst. VEÐUR 4 4 2 -2 -3 4 EVA MARGRÉT EINARSDÓTTIR Hleypur með nýstofnuðu Asics-liði • heilsa • sængurver Í MIÐJU BLAÐSINS SJÓNVARPSRISINN FOX Hafnaði Næturvaktinni Enginn prufuþáttur gerður. FÓLK 30 KARLAR OG KRABBAMEIN Heilræði, kannanir og keppni um flott skegg Sérblað um karla og krabbamein FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Grínistar ósáttir Undrandi á ummælum landbún- aðarráðherra um auglýsingu Símans. FÓLK 30 Á leið til Þýskalands Aron Kristjánsson mun taka við þýska úrvalsdeildarfélaginu Hannover Burgdorf í sumar. ÍÞRÓTTIR 26 Spennandi og krefjandi verkefni fram undan Félag kvikmynda- gerðarmanna skip- ar nýjan formann og stjórn. TÍMAMÓT 18 FÓLK Tvær fyrrverandi fegurðar- drottningar gagnrýna undirfata- sýningu og myndband sem gert var í tengslum við fegurðar- samkeppnina Ungfrú Reykja- vík. Þær segja þetta hafa kastað rýrð á keppnina. Aðalbjörg Ósk Gunnars- dóttir, sem var ungfrú Reykja- vík 2008, segist ekki hafa tekið þátt ef svona myndband hefði verið hluti af samningnum. Mag- dalena Dubik, ungfrú Reykjavík 2009, segir sýninguna hafa verið djarfari en mörg undanfarin ár og hún er ekki viss um hvort hún hefði tekið þátt í slíkri sýningu á sínum tíma. - fgg / sjá síðu 30 Ungfrú Reykjavík: Gagnrýna und- irfatasýningu LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að taka á leigu viðbótarhúsnæði til geymslu á tækjum og tólum sem hald hefur verið lagt á hjá kannabisræktendum um land allt á und- anförnum misserum. Húsnæðið sem notað hefur verið í þessu skyni er löngu sprungið. „Það er mikil fyrirferð í þessum hlutum,“ segir Benedikt H. Benediktsson lögreglufulltrúi. Hann segir að enn þurfi að geyma búnaðinn úr flestum stóru ræktunarmálanna frá síðasta ári, þar sem ekki sé genginn dómur í vel flestum þeirra. Mikill búnaður fylgi kannabisræktunum. Í einu tilviki hafi menn notað stóran frystiklefa undir ræktun. Lagt hafi verið hald á klefann og hann settur í geymslu. „Sjálfsagt fer eitthvað af lömpunum úr þessum málum frá í fyrra til sinna réttu eigenda senn hvað líður,“ segir Benedikt. „Það flækir þó málið að oft eru lamparnir ekki merktir nema eftir tegundum og styrk.“ - jss Geymslur lögreglunnar yfirfullar vegna fjölda kannabisræktunarmála: Með heila frystiklefa í geymslu FÆREYJAR Allmargir Færeyingar búsettir á Íslandi og fólk af fær- eyskum ættum hefur að undan- förnu komið á Landspítalann til að athuga hvort það hafi erfða- sjúkdóminn CTD. Færeyska lands- stjórnin hefur gefið út tilmæli um að hver og einn Færeyingur láti skima sig fyrir veikinni. Um þriðjungur þjóðarinnar, eða 15.000 manns, hefur gengist undir blóð- rannsókn til að leita sjúkdómsins. CTD getur verið einkennalaus þar til sjúklingurinn deyr skyndi- dauða og er hundraðfalt algengari í Færeyjum en í öðrum löndum. Margt bendir til að hann sé einnig nokkuð algengari á Íslandi, segir Jón Jóhannes Jónsson, dósent og læknir á Landspítalanum. „Við höfum skimað öll nýfædd börn á Íslandi fyrir þessum sjúk- dómi síðan 1. janúar 2008 og við höfum fundið eitt tilvik í átta til níu þúsund skimunum,“ segir hann. Í Færeyjum er einn af sjö hundr- uð með sjúkdóminn. Víða erlendis finnst einn veikur á móti um sjötíu þúsund heilbrigðum, segir Jón. Mikið hefur verið rætt um CDT í færeyskum fjölmiðlum síðustu misseri. Gunnvør Balle, ræðismað- ur Færeyinga á Íslandi, segir að Færeyingar hafi miklar áhyggjur af veikinni. „Í sumum fjölskyldum er þetta sérstaklega mikið áhyggjuefni og við höfum verið með milligöngu um læknisþjónustu fyrir Færey- inga hér,“ segir hún. Margt bendir til að sjúkdómurinn sé algengastur hjá fólki sem er ættað úr Sandey. CTD stendur fyrir Carnitine Transporter Deficiency. Þetta er efnaskiptagalli sem lýsir sér í því að flutningur orkuefna til brennslu í líkamanum skerðist. Einkenni sjúkdómsins eru fjölbreytileg og geta verið slappleiki í vöðvum, truflanir í lifrarstarfsemi og hjart- sláttartruflanir, sem geta leitt til skyndidauða. Þá getur blóðsykur lækkað og truflað heilastarfsemi. „Þessi einkenni geta komið fram hvenær sem er á ævinni, en sumir eru einkennalausir alla ævi. Það hefur verið nokkuð um það í Fær- eyjum að ungt fólk finni skyndi- lega fyrir alvarlegum einkennum,“ segir Jón Jóhannes. Með réttum lyfjum geti sjúklingar þó lifað eðlilegu lífi. Jón mælir ekki sérstaklega með því að Íslendingar mæti í blóð- prufu, nema þeir séu af færeysk- um ættum eða sjúkdómurinn sé í ættinni. Jón segir að það sé tilviljun að þessi sjúkdómur sé algengari í Færeyjum en annars staðar, en smæð þjóðarinnar auki frávikið. - kóþ Áhyggjur af sjaldgæfri veiki Landsstjórnin mælist til þess að allir Færeyingar fari í blóðprufu vegna CTD-veikinnar. Margir hafa farið í prufur á Íslandi. Mælist hundraðfalt algengari í Færeyjum en annars staðar. Getur orsakað skyndidauða. AÐALBJÖRG ÓSK GUNNARSDÓTTIR Ábyrgð lífeyrissjóða Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er ein forsenda endur- reisnar atvinnulífsins, skrifar Kristján Þór Júlíusson. UMRÆÐAN 16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.