Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 4
4 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL Fyrrverandi umdæm- isstjóri Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands (ÞSSÍ) í Mósambík er grunaður um að hafa dregið sér um eða yfir tíu milljónir af fé stofnunarinnar í starfi sínu. Jóhann Pálsson lét af störfum sem umdæmisstjóri um miðjan janúar síðastliðinn. Við umdæmis- stjóraskiptin kom í ljós að hann lét í nokkrum tilvikum stofnunina greiða reikninga vegna persónu- legra útgjalda hans. Hann viður- kenndi í kjölfarið að hafa brotið af sér í starfi. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, fyrir þessa stofnun og fólkið sem starfar hér, ekki síst þá sem hafa bundist þessum manni vináttu- böndum,“ segir Sighvatur Björgv- insson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ. Hann segir málið fordæmalaust innan stofnunarinnar og Jóhann hafi notið mikils trausts í sínu starfi sem umdæmisstjóri. „Hann viðurkenndi að þarna væri um misferli að ræða, en svo er það lögreglu að rannsaka hvers eðlis það var,“ segir Sighvatur. Ríkisendurskoðun vinnur nú að því að fara yfir bókhald ÞSSÍ frá Mósambík frá árinu 2006, þegar Jóhann tók við störfum umdæmis- stjóra, segir Helgi Magnús Gunn- arsson, saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra. Hann segir að þegar hafi komið í ljós reikningar fyrir rúmlega tíu milljónir króna. Meira gæti komið í ljós þegar búið verði að yfir- fara bókhaldið. Einnig sé verið að kanna hvort Jóhann hafi sjálfur gefið út tilhæfulausa reikninga. Jóhann hefur ekki verið yfir- heyrður vegna málsins, og mun það bíða niðurstöðu rannsóknar á bókhaldinu, segir Helgi. Ekki leik- ur sérstakur grunur á að hann hafi átt sér vitorðsmenn. Sighvatur segir mjög mikið eftir- lit haft með fjárútlátum stofnunar- innar. Þjófnaður af þessu tagi eigi ekki að vera mögulegur, en ekkert eftirlit sé svo nákvæmt að ekki sé hægt að blekkja það. Vegna þessa máls verða regl- ur og starfsferlar stofnunarinnar yfirfarnir svo hægt verði að betr- umbæta það sem fór úrskeiðis, segir Sighvatur. „Við erum stöðugt með úttekt á starfsstöðvunum, en við munum skoða framkvæmdina á því í kjölfar þessa máls.“ Jóhann hafði unnið hjá stofnun- inni vel á annan áratug, en lét af störfum við heimkomuna í janúar. Sighvatur segir starfslok Jóhanns ekki tengjast brotum hans. brjann@frettabladid.is Talinn hafa dregið sér yfir tíu milljónir Fyrrverandi umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar í Mósambík er grun- aður um fjárdrátt. Hefur viðurkennt brot. Áfall fyrir stofnunina og starfsmenn, segir framkvæmdastjóri. Allt eftirlit hjá stofnuninni verður yfirfarið í kjölfarið. MÓSAMBÍK Starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík hófst árið 1989. Verkefni stofnunarinnar í landinu hafa verið fjölbreytt, allt frá stuðningi við fiskveiðar og fiskeldi að heilbrigðis- og skólamálum. pakkinn Fyrsti á aðeins 845 krónur! klubbhusid .is 528-2000 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 15° 5° 1° 7° 8° 9° 0° 0° 20° 9° 17° 7° 22° -2° 11° 15° -5° Á MORGUN 3-10 m/s, hægast SA-til. FIMMTUDAGUR 8-15 m/s A-til , annars hægari. 4 3 2 2 -2 -1 -3 4 4 7 7 9 10 6 4 8 3 9 5 9 5-3 2 1 0 1 4 4 -2 -2 -1 4 HLÁNAR SUNNANLANDS Snjórinn stoppar stutt við sunnan til, í það minnsta á láglendi. Í dag má búast við einhverri hláku enda ætti hitinn að komast vel upp fyrir frost- mark, allra syðst. Áfram verður vægt frost norðanlands í dag og næstu daga. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður SVEITARFÉLÖG Þótt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga ætli ekki að aðhafast í málefnum Hafnarfjarðar að svo stöddu telur hún skuldir og skuldbindingar bæj- arins yfir „þeim mörkum sem talist getur viðunandi og sveitarfélagið getur búið við til lengri tíma litið“ eins og segir í bréfi eftirlitsnefnd- arinnar til bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar. Í bréfinu er sagt mikilvægt að vinna markvisst að því að lækka skuldabyrðina. Bæjarstjórnin er minnt á að samkvæmt sveitar- stjórnarlögum sé sveitarstjórn skylt að gæta þess eins og kostur er að „heildar útgjöld sveitarfélags, þar með talin rekstrarútgjöld, fari ekki fram úr heildartekjum þess“. Eftirlitsnefndin segist „fylgjast með framvindu rekstrar og fjár- hagsáætlunar á næstu mánuðum“ og óskar eftir því að ársreikning- ur fyrir 2009 verði sem fyrst lagð- ur fram fyrir 2009. Sömuleiðis vill hún fá í hendur á þriggja mánaða fresti reikningsskil sveitarfélagins með samanburði við fjárhagsáætl- un. Bréf EFS verður kynnt bæjar- ráði Hafnarfjarðar síðar í vikunni. - pg Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendir Hafnarfirði bréf: Skuldirnar yfir viðunandi mörkum BÆJARSTJÓRINN Lúðvík Geirsson þarf að skila eftirlitsnefndinni reikningsskil- um bæjarsjóðs á þriggja mánaða fresti þetta árið. VIÐSKIPTI Eyrir Invest seldi á hlutabréfamarkaði í Kaupmanna- höfn í Danmörku í gær 16,9 millj- ónir hluta í stoðtækjafyrirtæk- inu Össuri á genginu 7,25 danskar krónur á hlut, jafnvirði 170 íslenskra króna. Söluandvirðið þessu samkvæmt nemur tæpum 2,9 milljörðum króna. Eftir því sem næst verður kom- ist var ákveðið að selja hlutinn ytra þar sem mun meiri hreyfing á hlutabréfum er þar en hér og alþjóðlegir fjárfestar sæki í þau. Eyrir Invest er annar stærsti hluthafi Össurar. Fyrir söluna átti hann 18,9 prósenta hlut en hann fer niður í 15,1 prósent við söluna. - jab Eyrir Invest selur hlutabréf: Fá 2,9 milljarða í Danmörku SÓMALÍA, AP Danski tundurspillir- inn Absalon hefur sökkt sjóræn- ingjaskipi úti af ströndum Sómal- íu. Áhöfn sjóræningjaskipsins var gefinn kostur á að fara í land áður en því var sökkt. Sómalska skipið er móðurskip sem sjóræningjar hafa notað sem bækistöð, en þaðan hafa þeir herjað á minni bátum á skip á siglingaleiðinni fyrir utan strend- ur Sómalíu. Danska herskip- ið er á þessum slóðum á vegum Atlantshafsbandalagsins. - gb Danska herskipið Absalon: Móðurskipi sjó- ræningja sökkt ÁHÖFN DANSKA TUNDURSPILLISINS Herskipið Absalon lagði af stað frá Dan- mörku á sjóræningjaslóðir í ársbyrjun. NORDICPHOTOS/AFP KÍNA, AP Áhugi Kínverja er vakn- aður á þeim tækifærum sem gefast þegar Norðurskautsleiðin opnast við bráðnun ísbreiðunnar þar. Þetta segir Linda Jakobsson hjá SIPRI, alþjóðlegri rannsókn- arstofnun í alþjóðastjórnmálum og öryggismálum. Hún segir hlutleysi kín- verskra stjórnvalda gagnvart Norðurskautinu hafa sætt gagn- rýni af hálfu kínverskra fræði- manna. Kínverjar hafi hins vegar sýnt áhuga á að verða virkari aðilar að Norðurskauts- ráðinu, þar sem þeir hafa ein- göngu fengið að vera áheyrnar- fulltrúar. Þótt Kínverjar eigi ekki land að Norðurskautshafinu hafa þeir stundað veiðar á norður- slóðum og hefðu hag af styttri flutningaleið til Evrópu. - gb Bráðnun á Norðurskauti: Áhugi Kínverja er vaknaður ORKUMÁL Sérleyfi til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Dreka- svæðinu verða boðin út að nýju á tímabilinu 1. ágúst til 1. desember 2011 á næsta ári. Fyrra útboðið fór fram í fyrra, en þau tvö fyrir- tæki sem buðu í verkið féllu síðar frá tilboðum sínum. Í tilkynningu frá iðnaðarráðu- neytinu kemur fram að stefnt sé að sýnatöku á svæðinu til að afla upplýsinga fyrir útboðið. Dreka- svæðið er hafsvæði á mörkum íslensku efnahagslögsögunnar norðaustur af landinu. Talið er að olíu og gas megi finna undir hafs- botni, en erfitt er að vinna það vegna hafdýpis. - bj Olíuleit á Drekasvæðinu: Sérleyfi verða boðin út aftur SAMGÖNGUR Félagsmenn í Flug- virkjafélagi Íslands felldu kjara- samning við Icelandair á félags- fundi í gærkvöldi. Flugvirkjarnir fara því í verkfall 22. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar félagsins, segir mikla óánægja með breytingu sem gera átti á vinnufyrirkomu- lagi samkvæmt samningnum. Stuttu verkfalli flugvirkja sem hófst 23. febrúar var afstýrt þegar skrifað var undir samning- ana sem nú hefur verið hafnað. - bj Flugvirkjar höfnuðu samningi: Verkfall boðað semjist ekki AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 01.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,9574 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,97 128,59 192,24 193,18 174,17 175,15 23,399 23,535 21,595 21,723 17,848 17,952 1,4316 1,44 195,92 197,08 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.