Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 22
 2. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● karlar og krabbamein Krabbamein karla hefur of lengi verið feimnismál að mati Gústafs Gústafssonar hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hann hvetur karla til að safna yfirvaraskeggi og vekja þannig athygli á málefninu. „Við ætlum sem fyrr að hafa húm- orinn að vopni og gera mikið grín að karlmönnum þótt undirliggj- andi sé auðvitað alvaran,“ segir Gústaf um átak Krabbameins- félagsins, Karlmenn og krabba- mein, sem verður haldið á lofti í marsmánuði. Boðskapurinn er skýr: Að fækka dauðsföllum vegna krabbameina í karlmönn- um á Íslandi. „Helsta vandamál okkar er í fyrsta lagi að umræðan um vandamálið er afskaplega lítil og ber keim af ákveðinni feimni. Í öðru lagi að engin skipulögð skimun fer fram vegna krabba- meina í karlmönnum og er það eitt af baráttumálum okkar að koma slíku af stað, þá sérstak- lega leit að ristilkrabbameinum,“ segir Gústaf en eitt aðalmarkmið með hinni húmorísku nálgun er að auka umræðuna. Hann segir konur almennt mót- tækilegri fyrir almennum skila- boðum og auðveldara sé að höfða til skynsemi þeirra þegar kemur að heilbrigðismálum. Af einhverj- um sökum svari karlmenn slíku verr og því greinist krabbamein oft seinna hjá þeim sem geri alla meðferð erfiðari. „Við teljum að nálgast þurfi karlmenn öðruvísi en konur þegar kemur að svona málum. Það er erfiðara að vekja athygli þeirra á heilbrigðismál- um og því ætlum við að nota húmorinn til þess,“ segir Gústaf. Krabbameinsfélagið hefur því fengið til liðs við sig valinkunna grínista sem flestir munu safna skeggi í tilefni af átakinu. Misjafnar skoðanir eru á yfir- varaskeggi. Það er vissulega karl- mennskutákn en mörgum þykir það sérlega fyndið fyrirbæri. „Okkur fannst það eiga mjög vel við hér á landi þar sem yfirvara- skegg hefur ekki verið vinsælt síðan á diskótímabilinu,“ segir Gústaf glaðlega. Hann telur hins vegar að skeggið muni auðvelda umræður um hluti sem annars er erfitt að ræða. Átakið Karlmenn og krabba- mein stendur fram til 26. mars en Krabbameinsfélagið efnir til landssöfnunar um næstu helgi, 6. til 8. mars. Þá verða seldir pinn- ar í laginu eins og yfirvaraskegg. Einnig verður haldið úti síðunni www.karlmennogkrabbamein.is þar sem karlmenn verða hvattir til að safna yfirvaraskeggi. Gústaf er þegar búinn að safna myndarlegri mottu. „Þetta er frekar óþægilegt en venst vel. Þetta fer aðallega í taugarnar á konunni minni,“ segir hann hlæj- andi og bætir við að hann voni að sem flestir skrái sig til þátttöku, safni skeggi og geri það sem þeir geta til að opna umræðuna um karlmenn og krabbamein. - sg Með húmorinn að vopni Gústaf hefur sjálfur safnað myndarlegri mottu og vonast með því að umræður aukist um karlmenn og krabbamein. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Einhverra hluta vegna höfum við karlmenn orðið eftir í um- ræðunni þegar krabbamein er annars vegar. Það þarf aðeins að ýta við okkur,“ segir gamanleik- arinn Sigurður Sigurjónsson en hann tekur þátt í Mottumars, her- ferð Krabbameinsfélags Íslands. „Við erum ekkert að fara að hneyksla fólk, þetta er náttúrlega alvarlegt mál. Við ætlum ekki að gera grín að sjúkdómnum held- ur frekar hvernig við karlmenn nálgumst þetta umfjöllunarefni. Lítum kannski í eigin barm en við karlmennirnir getum verið svo- lítið vitlausir í þessum efnum og þurfum að taka okkur á. Það þarf bara að nálgast þetta tæpitungu- laust og á fordómalausan hátt og við viljum hvetja fólk til að ræða þessi mál opinskátt og hætta öllu pukri.“ KARLMENN ÞURFA AÐ TAKA SIG Á Sigurður Sigurjónsson vonast til að karlmenn taki við sér þegar talað er tæpitungulaust um krabbamein. „Nei, ég er ekkert feiminn við það,“ segir Þorsteinn Guðmundsson leik- ari þegar hann er spurður hvort ekki sé vandasamt að grínast með svo alvarleg mál eins og krabba- mein. „Ég geri bara eins og ég er vanur; velti upp öðrum hliðum og grínast með þetta mál sem er bæði feimnismál og háalvarlegt líka. Grín er góð leið til að opna umræð- una. Ég vona að það veki karlmenn- ina til umhugsunar. Eins og þau segja hjá Krabba- meinsfélaginu þá skiptir svo miklu máli að leita til réttra aðila ef menn halda að eitthvað sé að sér, ekki vera með neina vitleysu. Karlmenn humma hlutina fram af sér og segja bara: „Þetta er ekkert, ég nenni ekki að láta tékka á mér.“ Það er mjög varasamt.“ ENGA VITLEYSU Þorsteinn Guðmundsson segir mikil- vægt að þora að leita aðstoðar. Tilfellum ristilkrabbameins hefur fjölgað hér á landi á undanförnum 50 árum, eins og víðar í hinum vest- ræna heimi. Ristilfélagið var stofn- að í júní síðastliðnum. Það er skip- að heilbrigðisstarfsfólki og líka ein- staklingum sem hafa reynt þennan sjúkdóm, annaðhvort á eigin skinni eða sem aðstandendur. Magnea Guðmundsdóttir, skrifstofumað- ur hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands, er formaður Ristil félagsins. Sjálf missti hún nákominn ætt- ingja úr ristilkrabbameini fyrir þremur árum og ákvað þá að fara í rannsókn þótt hún væri einkenna- laus. Hún greindist þá með mein en nægilega snemma til að hægt væri að komast fyrir það. Ristilfélagið var stofnað til að þrýsta á stjórnvöld að auka for- varnir gegn þeim skæða vágesti sem ristilkrabbi er. Þar er leit að því á forstigum, með skimun í endaþarmi, árangursríkasta leið- in í baráttunni, að sögn Magneu. Félagið stendur fyrir fundi 24. mars í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. Þar verður gerð grein fyrir þeirri vinnu sem búið er að leggja í rannsóknir og forvarnir á undanförnum árum. Fundurinn er opinn öllum sem hann vilja sækja. „Ristilkrabbi er orðin önnur al- gengasta dánarorsök af völdum krabbameina,“ segir Magnea. „Það urðu mikil vonbrigði þegar undirbúningur að skipulagðri leit að því var sleginn út af borð- inu hér á síðasta ári og 20 millj- óna upphæð sem sett hafði verið á fjárlög árið 2008 var dregin til baka. Það sýnir áhugaleysi hjá heilbrigðisyfirvöldum.“ - gun Leit árangursríkasta leiðin Magnea segir opinn fund verða um ristilkrabbamein og þá vinnu sem búið er að leggja í rannsóknir á því í húsi Krabbameinsfélagsins 24. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikararnir og grínistarnir Þor- steinn Guðmundsson, Sigurður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfs- son, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson leggja allir Krabba- meinsfélagi Íslands lið í herferð- inni Mottumars. Þeir unnu saman að gerð sjónvarpsauglýsinga en herferðinni er beint sérstaklega að körlum. Eins og félaganna er von og vísa verða auglýsingarn- ar á léttu nótunum þótt efnið sé alvarlegt. „Auglýsingarnar eiga að vekja fólk til vitundar og koma umræð- unni af stað. Við grínumst ekki með veikindin sem slík, aðallega það að verið sé að fitla við við- kvæma staði,“ segir Örn og hlær. „Þetta á kannski eftir að stuða einhverja en þetta á að vekja um- ræðu um að þarfir karlmanna séu fyrir hendi á þessu sviði. Konur eru boðaðar reglulega til skoðunar á ákveðnu aldursskeiði en karlmenn hins vegar ekki. Með þessu er verið að vekja athygli á að þetta hrjáir ekki bara konur heldur karla líka, á viðkvæmum svæðum; að karlmenn þurfi að láta skoða sig og því verði kannski komið á að þeir verði boðaðir í skoðun eins og konurnar.“ „Grínumst ekki með veikindin sem slík,“ segir Örn Árnason. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég held að það sé hollast fyrir okkur að rjúfa þögnina með hlátri. Það er ekki fyrr en við förum að hafa húmor fyrir við- kvæmum málum sem má fara að tala um þau af einhverju viti,“ segir Karl Ágúst Úlfsson leikari. „Karlmenn þykjast alltaf þurfa að halda kúlinu og vilja ekkert ræða að eitthvað sé að þarna neðan til en þegar talað er um karlmenn og krabbamein hlýtur hugurinn að flögra að líf- færum eins og eistum og blöðru- hálskirtli og ristli. Líffærum sem menn vilja sjaldnast tala hátt um. Þessi sjúkdómur er allt í kringum okkur og við þekkjum allir menn sem hafa þurft að glíma, ýmist við þá óvissu hvort þeir gangi með sjúkdóminn eða þá skelfi- legu vissu að þeir séu með hann. Við leituðum að vissu leyti í þá smiðju við gerð auglýsinganna.“ VILJA HALDA KÚLINU Karl Ágúst Úlfsson segir húmorinn bestu leiðina að opinskárri umræðu. TALAÐ TÆPITUNGULAUST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.