Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 2
2 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR SPURNING DAGSINS kaffivélar – mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil Jóna, ætlið þið að leggja skjöl- in á borðið í tilefni dagsins? „Skjal gert.“ Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja er þrjátíu ára um þessar mundir. Jóna Björg Guðmundsdóttir er héraðsskjalavörður. NEYTENDUR Höfuðstóll bílalána, sem tekin voru í jenum og sviss- neskum frönkum síðla árs 2007, mun lækka um 36 til 38 prósent fallist eignaleigufyrirtæki á til- lögur félagsmálaráðuneytisins um að færa erlend bílalán yfir í íslenskar krónur með 15 prósenta álagi á upphaflegan höfuðstól. 1,8 milljóna bílalán, sem tekið var í ágúst 2007 og tryggt í jenum og frönkum, stendur nú í rúm- lega 3,1 milljón króna. Afborgun er um 62.000 krónur á mánuði. Í töflunni er tekið dæmi um slíkt lán sem tekið var til að greiða 81 prósent kaupverðs á Toyota Aygo smábíl. Viðmiðunarmarkaðs- verð bílsins er nú um 2,3 millj- ónir. Miðað við yfirfærslu í verð- tryggt lán með 15 prósenta álagi á höfuðstól færðist lánið niður í tvær milljónir króna, sem er 36 prósenta lækkun. Eigandinn ætti þá 318.000 króna afgang, seld- ist bíllinn á viðmiðunarverði, í stað þess að skulda 843.000 krón- ur eftir sölu bílsins. Afborgun mundi lækka úr 62.000 krónum í um 44.000 krónur, eða um 18.000 krónur, en gæti lækkað enn frek- ar eða í 29 til 37 þúsund krónur á mánuði ef lántaki nýtir mögu- leika á að lengja lánstímann. 6,2 milljóna lán, tekið í jenum og frönkum í desember 2007 til að kaupa Range Rover fyrir 7,5 millj- ónir króna, stendur nú í 9,9 millj- ónum. Miðað við flutning í verð- tryggt lán með 15 prósenta álagi myndi það skrifast niður um 3,8 milljónir og standa í 6,1 milljón. Viðmiðunarverð bílsins er í dag 6,3 milljónir. Veðsetningarhlut- fallið, sem nú er 157 prósent af viðmiðunarverði, færi niður í 97 prósent af viðmiðunarverði. Sam- kvæmt upplýsingum úr félags- málaráðuneytinu eru um 49 þús- und heimili í landinu með bílalán og um 90 prósent þeirra eru geng- istryggð. Á bilinu 70 til 80 prósent þeirra voru tekin á árunum 2006 og 2007 þegar gengi krónunnar var sterkast. Í meðfylgjandi dæmum er miðað við lán í jenum og frönk- um. Þau lán hafa hækkað mest í kjölfar hrunsins. Eldri lán og lán, sem eru í öðrum myntum, hafa ekki ekki tekið jafnmiklum breytingum. Í slíkum tilvikum fer lækkun eftirstöðva, við flutn- ing yfir í verðtryggð krónulán, niður fyrir 20 prósent. Miðað við lán, sem tekið var í febrúar 2005 og var að hálfu verðtryggt en að hálfu tryggt með myntkörfu, er lækkun á eftirstöðvum um 21 prósent. peturg@frettabladid.is Erlend bílalán gætu lækkað um 40 prósent Verði bílalánum breytt úr myntkörfu yfir í verðtryggð krónulán með 15 pró- senta álagi lækkar lán frá 2007 til kaupa á smábíl um 1,1 milljón. Lán vegna Range Rover myndi lækka um 3,8 milljónir. Um 49 þúsund bílalán eru í gildi. BÍLALÁN Stór hluti bílalána landsmanna er tengdur gengi erlendra gjaldmiðla að hluta eða öllu leyti. Lán tryggð í jenum og svissneskum frönkum hafa hækkað mest frá hruninu haustið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÚR KÖRFU Í KRÓNUR Toyota Aygo Range Rover Kaupverð bíls 2.237.635 7.500.000 Upphaflegt lán 1.821.056 6.226.132 Staða í dag 3.161.699 9.918.962 Viðmiðunarverð 2.318.000 6.306.000 Lán eftir leiðréttingu 1.999.700 6.116.238 nettóeign - fyrir leiðréttingu -843.699 -3.612.962 - eftir leiðréttingu 318.300 189.762 Mismunur á láni 1.161.999 3.802.724 *Miðað við Toyota Aygo, keyptur nýr 30. ágúst 2007 og Range Rover keyptur nýr 18. desember 2007. Viðmiðunarverð miðað við bgs.is VEÐUR Nægur snjór verður fyrir norðan og austan um páskana en kalt og bjart á Suður- og Vestur- landi, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Theódór Hervar Hervarsson veðurfræðingur segir kalda norð- anátt verða ríkjandi á öllu landinu fram á laugardag. Bjart, kalt og hvasst verði á Suður- og Vestur- landi en á Norður- og Austurlandi er líklegt að snjói, að minnsta kosti í fjöllum. Á laugardag er útlit fyrir að veður breytist, þá gæti hlýnað á Suðvesturlandi og jafnvel snjóað á Vesturlandi. - sbt Útlit fyrir snjókomu um páska: Kalt, hvasst og bjart veður VIÐSKIPTI Bandaríska fyrirtæk- ið Sabre Holdings hefur keypt íslenska sprotafyrir tækið Calidris. Skrifað var undir papp- íra í síðustu viku en tilkynnt um kaupin í gær. Kaupverð er ekki gefið upp. Hluthafar Calidris, Eyrir Invest, stofnendur og starfsfólk, bæði núverandi og fyrrverandi, er sátt. „Þetta hefur verið hart á köflum. En við höfðum alltaf trú á sýnina,“ segir Magnús Ingi Óskarsson, framkvæmdastjóri og annar tveggja stofnenda Cal- idris. Þórður Magnússon, stjórnarfor- maður Calidris og Eyris Invest, sem átti fjórðung, segir söluna ánægjulega enda opni hún dyrn- ar að stærri markaði fyrir tækni og aðferðir Calidris. Hjá Calidris starfa um fjöru- tíu manns hér á landi. Reiknað er með að þeim fjölgi. Þá fá helstu stjórnendur lykilstöður hjá Sabre. Þar á meðal munu Magnús og Kol- beinn Arinbjarnarson, sem stofn- uðu Calidris árið 1997, móta fram- tíðarskref fyrirtækisins. Calidris var stofnað árið 1997 og hefur þróað hugbúnað sem leggst ofan á tölvukerfi flug- félaga og bætir rekstur þeirra. Mörg flugfé- lög nota kerfið. Þeirra þekkt- ust hér eru Ice- landair, Brit- ish Airways og Finnair. Sabre Hold- ings er móðurfélag Sabre Airlines Solutions, eins af þremur stærstu hugbúnaðarfyrirtækjum heims á flugrekstrarsviði. - jab ÞÓRÐUR MAGNÚSSON Eitt af þremur stærstu hugbúnaðarfyrirtækjum heims í flugi kaupir Calidris: Bæta við fólki þrátt fyrir kreppuna EFNAHAGSMÁL Jónas Fr. Jóns- son, fyrrverandi forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, (FME) kveðst hvorki hafa verið veifiskati né klapp- stýra banka- manna. Hann segir gagn- rýni sem fram hafi komið í blaðinu Eur- omoney bæði ósanngjarna og ranga. Jónas kveðst þó sjá eftir að hafa ekki stækkað Fjár- málaeftirlitið hraðar. Jónas segir að megin þeirra mála sem nú eru hjá sérstökum saksóknara sé tilkomið vegna rannsókna FME sem hafi verið hafnar strax eftir bankahrun. Þá hafi Fjármálaeftirlitinu verið treyst til að framkvæma neyðar- lögin. Gagnrýnin sé því ósann- gjörn enda hafi blaðamaðurinn ekki haft samband við hann. - ghh Lýsingu EuroMoney hafnað: Gagnrýni sögð ósanngjörn JÓNAS FR. JÓNSSON NEYTENDUR Mikill verðmunur er á lausasölulyfjum að því er fram kemur í nýrri könnun Neytenda- stofu. Kannað var verð á nokkrum algengum tegundum lyfja og mun- aði 26 prósent til 50 prósentum á verði lyfjanna. Lyfin voru oftast ódýrust í Garðsapóteki en oftast dýrust í Laugarnesapóteki. Könn- unin var gerð 26. febrúar til 10. mars og var verð kannað í 31 apó- teki á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma var skoðað hvern- ig verðmerkingum á lausasölu- lyfjum var háttað. Kom í ljós að einungis níu af þessum 31 apó- tekum höfðu lausasölulyf verð- merkt sem Neytendastofa átelur á heimasíðu sinni, www.neyt- endastofa.is. - sbt Lyf ódýrust í Garðsapóteki: Munar allt að 50 prósentum LYF Mikill verðmunur er á lausasölulyfj- um á borð við paratabs og íbúfen. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ELDGOS Hraun frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi þekur nú um það bil einn ferkílómetra, segir Magn- ús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir 15 til 20 þúsund rúm- metra af hrauni hafa runnið frá gígunum. Litlar breytingar hafa orðið á eld- gosinu síðasta sólarhringinn, segir Magnús Tumi. Skjálftavirkni á svæðinu dróst saman í fyrrinótt, en jókst fljótlega aftur. Magnús Tumi segir þó vísbendingar um að heldur sé farið að draga úr gosinu. Ekkert bendir til þess að Katla sé að vakna. Sagan sýnir að gjarn- an hafa verið tengsl á milli eldgosa í Eyjafjallajökli og Kötlu. Magnús segir lítið hægt að lesa í það, enda hafi verið mánuðir eða jafnvel ár á milli eldgosa í Eyjafjallajökli og í Kötlu. - bj Lítil breyting hefur orðið á virkni eldgossins á Fimmvörðuhálsi segir jarðfræðingur: Hraunið nær yfir ferkílómetra JARÐVÁ Ótti við að gos í Eyjafjallajökli veki Kötlu af dvala hefur ekki stöðvað mikinn fjölda ferðamanna í að skoða eldgosið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FANGELSISMÁL Brýnt er að auka rými fyrir fanga og móta heild- arstefnu um fullnustu refsinga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þá þurfi að breyta skipulagi fangelsismála. Fram kemur að þrefalt fleiri hafi beðið eftir afplánun í fyrra en árið 2005. Dæmi séu um að skort- ur á fangelsisplássi hafi valdið því að óskilorðsbundnir dómar hafi fyrnst áður en afplánun gat hafist. Að mati stofnunarinnar geti þetta dregið úr varnaðaráhrifum refs- inga og trausti almennings á rétt- arvörslukerfinu. - óká Vilja meira pláss undir fanga: Dómar fyrnast fyrir afplánun STJÓRNMÁL Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæj- arstjóri í Kópavogi, er í þriðja sætinu á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarn- ar í Kópavogi í vor. Gunnar hefur ekki tilkynnt hvort hann muni taka sæti á listanum. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi samþykkti fram- boðslistann í gær. Í fyrstu sætum listans eru: 1. Ármann Kr. Ólafs- son, 2. Hildur Dungal, 3. Gunnar I. Birgisson, 4. Margrét Björns- dóttir, 5. Aðalsteinn Jónsson. - bj Listi Sjálfstæðisflokks kynntur: Gunnar er í þriðja sætinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.