Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 16
16 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Nú er hálf öld síðan fyrsta Keflavíkurgangan var farin til að mótmæla veru herliðs hér á landi. Af því tilefni verður opnuð sýning um sögu gangnanna í Þjóðar- bókhlöðunni í dag á vegum Samtaka hernaðarandstæð- inga. Sumarið 1960 var fyrst gengið frá Keflavík til Reykjavíkur, til að mót- mæla veru bandarísks herliðs hér á landi. Gangan var að erlendri fyrirmynd, en tveimur árum áður gengu breskir friðarsinnar frá Ald- er mas ton til London, fjögurra daga leið. „Þetta þótti mjög óvenjuleg aðgerð og til hennar var boðað með litlum fyrirvara. Sumum leist ekkert á uppá- tækið, en sættu sig þó við þetta af því svo vel gekk,“ segir Stefán Pálsson, formaður Sam- taka hernaðar- andstæðinga. Fyrsta Kefla- víkurgangan markar upphaf samfelldrar sögu hreyfinga gegn hernum. Síðar um sumarið var Þingvallafundur haldinn og þar voru Samtök hernámsandstæð- inga stofnuð. Þau urðu að Samtök- um herstöðvarandstæðinga árið 1972 og loks Samtökum hernaðar- andstæðinga árið 2007. Mikill hugur var í andstæðingum hersins í upphafi sjöunda áratug- arins og aftur var lagt í hann frá Keflavík árið 1961. Árið eftir var gengið í Hvalfjörð, til að mótmæla herstöðinni þar, og aftur frá Kefla- vík 1964, 1965 og 1968. Sú ganga markaði ákveðin kaflaskil. „Unga fólkið, ´68 kynslóðin, taldi þessa baráttuaðferð heldur gamal- dags og fullþjóðernismiðaða. Eldra fólkinu stóð heldur ekki alveg á sama um baráttuhug hinna yngri og þetta er eina gangan þar sem sér- staklega var tekið fram að um frið- söm mótmæli væri að ræða. Þess þótti ekki þurfa í önnur skipti.“ Stefán segir að úr Keflavíkur- göngunum megi lesa pólitíska sögu þjóðarinnar. Skipuleggjendur hafi verið duglegir við að tengja göng- una hverju sinni við þau málefni sem voru efst á baugi. „Í upphafi var það Kanasjón- varpið, en mikil andstaða var gegn því. Þá var sterk tenging við land- ið, þjóðina og menninguna. Þegar leið á sjöunda áratuginn kom fram sterkari alþjóðleg tenging með vísan í hernaðinn í Víetnam. Árið 1976 var haldin langfjöl- mennasta gangan, en þá beindist hún ekki síst gegn Bretum í miðju þorskastríðinu. Þá gengu menn undir slagorðum eins og „Burt með bresku Natófreigáturnar“. Árið 1978 var mikil efnahagstenging, en gangan var haldin í miðri vinstri sveiflu. Kjarnorkuógnin einkennir svo níunda áratuginn. Úr göngunum má því lesa pólit- ískar áherslur nokkra áratuga.“ Stefán er ekki í vafa um mikil- vægi gangnanna og bendir á hve sterkt þær lifa í vitund fólks. Þær hafi aðeins verið ellefu talsins, en fólki finnist þær hafa verið mun fleiri. „Andstaðan við herinn – og hvað tókst að halda hersetunni umdeildri – lýsir sér best í því að umsvif hersins urðu ekki meiri. Nató ákvað til dæmis að koma kaf- bátamiðstöð sinni frekar upp í Skot- landi en hér, þar sem hér gat brugð- ið til beggja vona varðandi stuðning við hersetuna.“ Sagan býr í sporunum STEFÁN PÁLSSON EKKI ÉG Heimdellingur kemur boðskap sínum á framfæri 1965. KJARNORKUVÁIN Herstöð er skotmark. Þessir félagar í Æskulýðsfylkingunni hafa haft það slagorð í heiðri árið 1987. FYRSTA GANGAN Sumarið 1960 var gengið frá Keflavík í fyrsta skipti til að mótmæla veru erlends hers hér á landi. KOMIÐ ÚR KÓPAVOGI Fjölmenn ganga kemur úr Kópavoginum árið 1981. Gengið undir íslenskum fánum og slagorð til verka- manna höfð hátt á lofti. Golfklúbburinn Setberg hefur opnað fyrir inntöku nýrra félaga. Árgjald með GSÍ aðild er kr. 49.000,- Ekkert inntökugjald!!!!! Upplýsingar í síma 565 9092 Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150224 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (LSS), kt. 580407-1100, hefur birt viðauka við grunnlýsingu dagsett 29. júní 2009 vegna töku skuldabréfa til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. Viðauk- ann og gögn sem vitnað er til í honum er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á heimasíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga skuldabréfanna. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til við skipta 31. mars 2010 er 950.000.000 kr., heildarnafnverð flokksins eftir þá stækkun er þá 17.712.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslu bréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert, í fyrsta sinn 15. febrúar 2009 og í síðasta sinn 15. febrúar 2024. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150224 og ISIN númer IS0000018869. Reykjavík, 30. mars 2010. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. „Núna er dymbilvikan og undirbúningur fyrir þá daga sem fram undan eru,“ segir séra Pálmi Matthíasson þegar hann er inntur frétta. „Páskahátíðin er mesta gleði og trúarhátíð kristinna manna.“ Pálmi segir dymbilvikuna alltaf dálítið einkennilega í huga hans. „Maður hugsar um pálmasunnudaginn og innreið Jesú í Jerúsalem, þar sem fólk veifaði pálmagreinum og fagnaði honum sem hinni mestu hetju. Svo líða nokkrir dagar og þá snýst almenningsálitið við og þá hrópar fólkið á krossfestingu.“ Þá segist Pálmi hugsi yfir þeim hlutverkum sem fólk lék í dymbilvikunni. Þannig hafi lærissveinarnir verið svolítið týndir á meðan konurnar hafi ekki vikið frá krossinum og sinnt nauð- þurftum líkama frelsarans á páskadagsmorgni. „Það er gott að velta fyrir sér hvað karlarnir hafi verið að gera þá, á þessum karlvæna tíma, um leið og við veltum fyrir okkur hvað konur og karlar hafast að í dag.“ Pálmi segir þá atburði sem kristnir menn minnast í dymbilvikunni eiga mikla skírskotun í nútímann. „Við sjáum að þarna snerist almenningsálitið við. Og þetta finnur maður líka hjá okkur, öldur réttlætis og reiði, von- brigði og tilhlökkun. Við erum í einhverri rússíbanareið þar sem enginn veit hver niðurstaðan verður og það er gífurlega slítandi ástand fyrir sálarlíf fólks,“ segir Pálmi og kallar eftir því að fremur sé horft fram á veginn og skilgreint hvernig við ætlum að stíga inn í framtíðina, hvað þjóðin vilji þar hafa með í för og hvað eigi að skilja eftir. Honum finnst nóg komið af bið eftir hlutum sem svo breyti ekki miklu þegar þeir koma fram, hvort sem það sé Icesave, AGS, rannsóknarskýrsla, eða aðrir hlutir. „Þetta er að taka neistann úr þjóðinni sem heilt yfir finnst mér vera rosalega dugleg.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? PÁLMI MATTHÍASSON, SÓKNARPRESTUR Í BÚSTAÐAKIRKJU Biðin tekur neistann úr þjóðinni Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Vínyljeppi „Var þetta dýrt? Jú, kannski, en eru ekki sumir með jeppadellu?“ UMMI GUÐJÓNSSON TÓNLISTAR- MAÐUR SEM GEFUR ÚT NÝJA PLÖTU Í VEGLEGRI VÍNYLÚTGÁFU. Fréttablaðið 29. mars. Horfið ævistarf „Ég er bara í áfalli og enn að átta mig á þessu. JÚLÍUS MÁR BALDURSSON, STÆRSTI LANDNÁMSHÆNURÆKTANDI LANDSINS, SEM HORFÐI Á ÚTIHÚS SÍN BRENNA MEÐ 200 HÆNUM OG FJÓRUM KÖTTUM. Fréttablaðið 29. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.