Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 8
8 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Fyrirtæki leita bæði til skipafélaga og flugfélaga til að senda vörur til og frá landinu. Til að senda peninga, þá tala þau við okkur. Kjartan Geirsson, erlend viðskipti. Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Kynntu þér málið á mp.is eða hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · Ármúla 13a Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Gjaldeyrisreikningar Erlend viðskipti Innheimtuþjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Netbanki & þjónustuver Kreditkort Ávöxtun innlána Veltureikningur Fjármögnun Ábyrgðir sumarferdir.is Í dag er spáð 23°C hita á Tenerife 1 Hvað heitir stærsti hluthaf- inn í DV? 2 Hvaða hljómsveit sigraði í Músíktilraunum? 3 Hver vann sinn sjöunda Ís- landsmeistaratitil í badminton á sunnudag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 SJÁVARÚTVEGUR Enn ríkir óvissa um afgreiðslu skipasmíðastöðv- arinnar ASMAR í Chile á tveim- ur öflugum skipum til Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Stöðin stór- skemmdist í jarðskjálfta 27. febrú- ar. Forsvarsmenn ASMAR halda því fram að þeir séu ekki bundnir af smíðasamningum skipanna þar sem fyrirsjáanlegar vanefndir á afhendingu skipanna eru til komn- ar vegna náttúruhamfara. „Skipasmíðastöðin ber fyrir sig „force majeure“-ákvæðinu í samningnum og þar stendur málið núna,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins. „Satt best að segja vitum við ekki hvert framhaldið verður og bíðum svara að utan um hvað þeir ætla að gera. Mér skilst að þeir ætli að klára nýja varðskipið Landhelgis- gæslunnar, svo það sama getur átt við um okkar skip.“ Stefán segir ljóst að fyrirtækið verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni vegna tafa eða skemmda. Ísfélagið hefur ekki samið um sölu á öðrum skipum fyrirtækisins vegna endur- nýjunar skipakostsins. Þess vegna muni framvinda málsins, hver sem hún verður, ekki hafa nein áhrif á rekstur Ísfélagsins. Kaupverð skipanna tveggja var um fjórir milljarðar króna við undirskrift, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gengisþróun eftir hrun hefur nær tvöfaldað þá upp- hæð. Ísfélagið hefur þegar greitt kaupverð skipanna að hluta. Smíði annars skipsins er langt komin og var það væntanlegt til lands- ins seint á þessu ári. Áætlað var að seinna skipið kæmi til landsins fyrri hluta árs 2011. Ef tafir verða fram úr hófi er ein af mögulegum leiðum Ísfélagsins að segja sig frá samningnum. „Við vonum hins vegar að þeir komist af stað og ljúki smíði skipanna,“ segir Stefán og bætir við að vel komi til greina að selja annað skipið vegna þeirra hækkana sem gengisþróun síðustu mánaða hefur valdið. Björgvin Ólafsson, fram- kvæmdastjóri BP-skipa hf., sem er umboðsaðili ASMAR á Íslandi, segir að verið sé að meta skemmd- irnar í stöðinni, sem hafi verið gríðarlegar. Hann telur meiri líkur en minni á því að íslensku skipin verði kláruð í stöðinni. svavar@frettabladid.is Ísfélagið bíður eftir svörum frá Chile Forsvarsmenn skipasmíðastöðvarinnar ASMAR í Chile geta engin svör gefið um afhendingu tveggja skipa til uppsjávarveiða til Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Tafirnar hafa ekki áhrif á rekstur Ísfélagsins, segir framkvæmdastjóri. STÓRGLÆSILEG SKIP Skipin eru hönnuð af Rolls Royce í Noregi. Þau eru 71,1 metri að lengd og burðargeta er rúmlega tvö þús- und tonn í tíu kælitönkum. Skipin eru útbúin til nóta- og flottrollsveiða. MYND/HÉÐINN HF. REYKJAVÍK Forsvarsmenn velferðarsviðs Reykja- víkurborgar hittu fulltrúa Fjölskylduhjálpar Íslands að máli í gær og fóru yfir mannréttinda- stefnu borgarinnar. Sérstaklega var rætt um að mismuna ekki fólki á grundvelli þjóðernis, í ljósi frétta um að Íslendingar nutu forgangs í síðustu matarúthlutun hjálparinnar. „Ásgerður útskýrði mál sitt og það stendur ekki til að beita svona vinnubrögðum, að mis- muna fólki,“ segir Stella Víðisdóttir, sem er sviðsstjóri velferðarsviðs. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferð- arráðs, segir ekkert nema gott um fundinn að segja: „Þau eru samstarfsfús og munu vonandi gera þetta á réttan hátt hér eftir.“ Eins og fram hefur komið í viðtali við fram- kvæmdastjóra Fjölskylduhjálparinnar hér í blað- inu nutu Íslendingar forgangs þegar matvælum var dreift til nauðstaddra á miðvikudag. Framkvæmdastjórinn, Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, sagði þá að hún hefði tekið „alla Íslend- ingana fram fyrir“ og beðið útlendinga að bíða. Matthías Imsland, stjórnarformaður Fjöl- skylduhjálparinnar, var spurður hvort endur- skoða þyrfti verklag Fjölskylduhjálparinnar. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér viðtalið við Ásgerði og telur um einhvern misskilning milli hennar og blaðamanns að ræða. „Menn spá ekk- ert í þjóðerni hjá Fjölskylduhjálpinni,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann Mæðra- styrksnefndar, en Hjálparstarf kirkjunnar hefur reglur sem banna mismunun á grundvelli þjóð- ernis. - kóþ Velferðarsvið fundaði með framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálparinnar í gær vegna forgangs Íslendinga: Ekki stendur til að mismuna fólkinu MATTHÍAS IMSLAND JÓRUNN FRÍ- MANNSDÓTTIR STELLA K. VÍÐISDÓTTIR VÍSINDI Fornleifafræðingar í Kali- forníu hafa friðlýst lendingarstað geimfarsins Apollo 11 sem flutti fyrstu mennina til tunglsins árið 1969. Það er gert vegna þess að búist er við að ekki líði alltof lang- ur tími þar til ferðamenn stíga þar fæti. Friðunin er grundvölluð á sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1967 um að allir manngerð- ir hlutir á tunglinu tilheyri þeirri þjóð sem sendi þá þangað. Aðeins tvær þjóðir hafa sent þangað geim- för, Bandaríkjamenn og Rússar sem sendu þangað ómönnuð fjar- stýrð geimför. Talið er að á tungl- inu séu um 100 tonn af alls konar dóti. Þar á meðal er Hasselblad- myndavélin sem Neil Arm strong notaði til þess að taka mynd af félaga sínum, Buzz Aldrin. - ót Bannað að hrufla við fótspori: Lendingarstað- urinn friðlýstur Óvönduð vinna er hættuleg Brunamálastofnun varar við óvönd- uðum vinnubrögðum við slökkvikerfi í eldhúsháfum. Borist hafa kvartanir um að aðilar sem ekki hafi kunnáttu til að taka út slík slökkvikerfi hafi þó boðist til þess. „Þessi kerfi eru mjög sérhæfð og ekki á færi annarra en sérhæfðra þjónustuaðila að viðhalda þeim,“ segir á vef stofnunarinnar. BRUNAVARNIR VEISTU SVARIÐ? Tóku hitamyndir af gosinu Vísindamenn frá Íslenskum orkurann- sóknum (ÍSOR) tóku hitamyndir af gosinu á Fimmvörðuhálsi síðastliðinn föstudag. Nutu þeir aðstoðar Björg- unarsveitar Hafnarfjarðar. „Tilgangur ferðarinnar var að afla bergsýna af gosefnum, mæla viðnám og hita í nýju hrauni og í gosstrókum,“ segir á vef ÍSOR, en ferðin er sögð hafa heppnast vel í alla staði. JARÐHRÆRINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.