Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.03.2010, Blaðsíða 42
26 30. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hann spyr hvort hann megi koma inn og horfa á leikinn. Það er eitt- hvað ólag á loftnetinu niðri hjá honum! Úff! Hann aftur? Ég hef aldrei verið hrifinn af honum! Og svo er hann í Milan-treyju! Líst iiiiilllla á það! Þú verður að strauja þessa skyrtu. Meinarðu ég, persónulega? Mamma, ég er tónlist- armaður, ég get ekki straujað! Þess háttar verk eiga að lenda á heiladauðum vitleysingum sem eiga ekki annað skilið. Eins og ég, til dæmis? Það sagði ég ekki. En fyrst þú ert byrjuð, geturðu ekki saumað þessa tölu á? Hvers vegna ertu ekki að gæta Lóu? Mamma er með hana. Hepp- inn. Já, þá gefst mér tími til að sinna öðrum hlutum... ... eins og ÞESSU! Þú sem sagt gætir litlu systur þinnar en stríðir stóru systur? Ég setti ekki þessar reglur, ég fylgi þeim bara. Talibanar femínista FYRIR nokkru hitti ég afganska kvenrétt- indakonu sem hafði verið valin úr hópi fólks til að nema við Jafnréttisskólann í Háskóla Íslands. Margt sem hún komst í tæri við hér var henni fullkomlega framandi, svo sem galtómar og hættulausar götur, sem og námskeið um kynferðisleg réttindi, sem yrði seint kennt við Háskólann í Kabúl. Í GRUNNINN eru baráttumálin hér og þar þó þau sömu þegar kemur að jafnréttismál- um. Ísland mælist á meðal fremstu landa á því sviði, en Afganistan skrapar botninn, og var sú afganska því ekki í vafa um að hún gæti nýtt sér þekkinguna héðan þegar hún kæmi heim. SJÁLF hafði hún líka ýmsu að miðla. Til að mynda hafði hún átt þátt í því að koma kynjaðri fjárlagagerð á koppinn í Afgan- istan, sem þýðir að taka á tillit til beggja kynja á öllum stigum fjárlaga- gerðar í landinu. Hún lýsti fyrir mér hversu mikilvægt þetta er fyrir ríkis- stjórn sem stendur frammi fyrir því að reisa land úr rústum. Aðkoma kvenna að öllum sviðum þjóðfélagsins sé lykil- atriði til þess að árangur náist, öllum til heilla, ekki bara konum. RÍKISSTJÓRNIN okkar er líka búin að ákveða að skeyta þessu kynj- aða við sína fjárlagagerð og ætlar að kynna fyrstu skrefin í þá átt á næsta ári. Þegar ég fylgdist með viðbrögðunum við þeirri ákvörðun rifjuðust orð þessarar merkilegu konu upp fyrir mér. Og ég fór að furða mig á að Ísland hafi komist svo hátt á þennan eftirsóknarverða topplista yfir þau lönd sem státa af hvað mestu jafnrétti. ALLAR þær aðgerðir sem miða að því að minnka kynjamisrétti virðast nefnilega hleypa illu blóði í karla og kerlingar sem hata femínista eins og skrattann sjálf- an. Frasarnir um ofríki jafnréttisfasista og talibana femínista heyrast víða. Ekki bara í nafnlausum kommentakerfum held- ur líka úr munni ólíklegasta fólks, svo sem blíðlyndra fjölskyldufeðra sem breytast í eldspúandi, blótandi og bölvandi skrímsli þegar þetta fallega orð „jafnrétti“ ber á góma. ÞETTA fólk virðist óttast að hvatinn að baki jafnréttisbaráttunni sé að hrifsa öll völd og áhrif frá körlum og færa þau í hendurnar á konum. Næsta skref verði að fella í lög að allir karlar skuli pissa sitjandi og hætta að lesa blaðið á klóinu. En hver hefur áhuga á svoleiðis samfélagi? HVERS vegna ekki að anda rólega og kynna sér málin? Kynjuð fjárlagagerð er víst nefnilega nokkuð góð aðferð til að ná fram aukinni hagkvæmni, skilvirkni og sann- girni í samfélaginu. Getur einhver verið á móti því? Allt fyrir baðherbergið Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laugard. 11-16. 68.455 DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 4.990kr.Deka Meistaralakk 40 Akrýllakk. 1 líter 1.495kr. MAKO pensill 50mm 490kr. MAKO rúlla 25 cm 450kr. MAKO málningarlímband 25mm - 50m 445kr. FRÁ FÉLAGI ELDRI BORGARA Í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Félagsskírteinin og afsláttarbók Landssambands eldri borgara 2010 hafa verið send félagsmönnum. Í afsláttarbókinni eru talin upp þau fyrirtæki og þær stofnanir um land allt sem veita eldri borgurum 5-20% afslátt af vörum og þjónustu. Þeir sem eru sextíu ára og eldri geta orðið félagsmenn. Nánari upplýsingar um félagsstarfi ð eru í Félagstíðindum eldri borgara í Reykja- vík sem send eru félagsmönnum án endurgjalds og á vefsíðunni www.feb.is. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.