Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 11

Fréttablaðið - 03.04.2010, Page 11
LAUGARDAGUR 3. apríl 2010 11 Ryksugur - fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir. Hátúni 6a . 105 Reykjavík Sími 552 4420 . www.fonix.is Þau tóku skrefið! Hvað með þig? MBA útskriftarhópur 2010 PI PA R\ TB W A \ SÍ A 1 00 87 Næstu kynningarfundir um MBA-námið í Háskóla Íslands: Fimmtudaginn 8. apríl kl. 17.00–18.00 Miðvikudaginn 21. apríl kl. 11.40–12.30 Mánudaginn 3. maí kl. 11.40–12.30 Fundirnir verða haldnir á Háskólatorgi, stofu 101. Allir velkomnir. Nýr kynningarbæklingur um MBA-námið er kominn út. Hægt er að nálgast hann á mba.is ásamt öðrum upplýsingum. www.mba.is Gleðilega páska! HEILBRIGÐISMÁL Félagsmenn í Læknafélagi Reykjavíkur hafa samþykkt að fresta umsam- inni hækkun á einingaverði í gjaldskrám sjálf- stætt starfandi lækna. Hækkunin átti að taka gildi 1. apríl, en var frestað til 1. júní næstkom- andi. „Við viljum reyna að nota tímann þangað til í júní til að ræða við heilbrigðisráðherra um framhaldið á þessari þjónustu,“ segir Sigurður Böðvarsson, formaður Læknafélags Reykjavík- ur. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hafði lagt að sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum að fresta 1,9 prósenta hækkun á einingaverðinu, og samþykktu félagsmenn í Læknafélagi Reykja- víkur það á fundi á mánudag. Sigurður segir boðaðan niðurskurð ráðuneytisins þýða á bil- inu 30 til 40 prósenta niðurskurð hjá sjálfstætt starfandi læknum. Gangi það eftir muni þessi rekstur líða undir lok. Það er mikið áhyggjuefni fyrir sjúklinga sem treysta á þá þjónustu sem læknarnir veita, segir Sigurður. Um 400 þúsund heimsóknir eru skráð- ar hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum á ári, um 100 þúsund fleiri en hjá heilsugæslu- stöðvum. Læknar eru tilbúnir til að taka á sig sinn skerf af þeim niðurskurði sem fara þarf í, segir Sig- urður. Um ár er síðan sérfræðilæknar gáfu eftir um tíu prósenta hækkun á einingarverði. - bj Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar vilja samkomulag við ráðherra um niðurskurð: Læknar samþykkja að fresta hækkun LÆKNAR Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar fá um 400 þúsund heimsóknir á ári, en heilsugæslan fær 300 þúsund. VIÐSKIPTI Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak hefur fjárfest í tölvu- leikjafyrirtækinu Gogogic fyrir 150 milljónir króna. Þetta er fimmta fjárfesting Frumtaks í íslenska sprotafyrir- tækinu frá því í febrúar í fyrra. Gogogic var stofnað fyrir fjór- um árum og er nú orðið eitt af stærstu leikjafyrirtækjum lands- ins með CCP og Betware. Meðal leikja fyrirtækisins er verðlauna- leikurinn Symbol 6. Sá nýjasti er netleikurinn Vikings of Thule. - jab Frumtak fjárfestir í Gogogic: Styðja fjögurra ára leikjarisa RÚSSLAND Sautján ára gömul ekkja uppreisnarmanns frá Kákasus er grunuð um að vera önnur þeirra sem sprengdu sig í loft upp á neðanjarðarlestarstöð í Moskvu síðastliðinn mánudag. Tvær sprengjur sprungu með þeim afleiðingum að 39 fórust og meira en sjötíu særðust. Flestir hinna særðu eru enn á sjúkrahúsi. Breska fréttastofan BBC hefur það eftir talsmanni rússnesku lögreglunnar að stúlkan, sem hét Dzhennet Abdurakhanova, hafi verið gift íslömskum hryðju- verkamanni sem rússneska leyni- þjónustan banaði rétt fyrir síð- ustu áramót. - jhh Mannskæð árás í Moskvu: Sautján ára ekkja grunuð GRUNUÐ Dzhennet Abdurakhanova er grunuð um ódæðið. Viðurkenna spillingu Þýski bílaframleiðandinn Daimler hefur viðurkennt að hafa greitt tugi milljóna Bandaríkjadala í mútur til embættismanna í að minnsta kosti 22 löndum. Fyrirtækið hefur sam- þykkt að greiða 23 milljarða í sátta- gjörð í Bandaríkjunum. Alls hafa 45 verið reknir úr starfi vegna málsins. BANDARÍKIN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.