Fréttablaðið - 03.04.2010, Qupperneq 30
Danskt hænsnasalat sannar að framsetningin skiptir ekki síður máli en bragðið.
Girnilegt rækjusalat. Íslendingar eru gefnir
fyrir góð salöt og ekki verra ef í þau fer
dágóður skammtur af majónesi.
Sumarsalat er tiltölulega einfalt að útbúa og að sama skapi einstaklega gott.
Íslendingar eru salatfólk að upp-lagi og heilmikið majónes í mat-arsmekknum, enda ekki langt að
sækja það til Dana, sem eru drjúg-
ir í því líka, enda smurbrauð stað-
góður matur. Samsetningin tryggir
mikið af trefjum, kolvetni, prót-
íni og fitu, í grófu rúg- eða malt-
brauði, fisk- og kjötmeti, eggj-
um, grænmeti og salati. Útkoman
getur því ekki orðið annað en sæl-
gæti,“ segir Snorri Birgir Snorra-
son, matreiðslumeistari á Brauð-
bæ, sem í fyrravor opnaði aftur á
horni Óðinsgötu og Týsgötu.
„Ég lærði matreiðslu í Brauðbæ
á sínum tíma svo það var eins og að
koma aftur heim að taka við staðn-
um. Smurbrauðstofa Brauðbæjar
var starfrækt sér meðan Siggi
Hall rak hér veitingahús en virt-
ist mér dálítið gleymd, sem virðist
rétt því síðan hefur verið rífandi
gangur og margir lýst ánægju með
að geta aftur notið veitinga á þess-
um rótgróna stað,“ segir Snorri
sem í ár mun fagna 45 ára afmæli
Brauðbæjar, sem er fyrsta og elsta
smurbrauðsstofa lýðveldsins.
„Þar af hefur Oddrún Sverris-
dóttir smurbrauðsjómfrú staðið
vaktina í 20 ár, en hún lærði hjá
Idu Davidsen og smurði allt brauð
fyrir myndatökur í fyrstu bók Idu.
Smurt brauð og salöt eru hæstmóð-
ins nú enda Íslendingar að hverfa
aftur til fortíðar í matargerð eins
og fleiru, sem mér þykir mikill
kostur og gaman að leika sér
áfram þar sem frá var horfið.“
Í Brauðbæ er boðið upp á smur-
brauðshlaðborð í hádeginu sex
daga vikunnar en á kvöldin hefð-
bundinn íslenskan-danskan à la
carte-matseðil. „Hlaðborðið hefur
slegið í gegn og þar erum við með
öll þessi salöt á brauði, ásamt
heitri lifrarkæfu, roastbeef, rauð-
sprettu og fleiru sem er danskt og
dejligt. Þá höfum við sneiðarnar
ívið minni svo gestir geti virki-
lega notið lífsins yfir sem flest-
um tegundum smurbrauðs,“ segir
Snorri.
Hann segir að í bústaðaferð-
ir megi ekki skorta góð brauð.
„Þegar boðið er í frokost á dönsku
heimili er gott brauð uppistað-
an, en síðan borið á borð allt sem
finnst í ísskápnum, hvort sem það
er afgangur af kjöti og fiski, beik-
on, ostur, asíur, remúlaði, laukur
eða hvað sem er, sem allt má útbúa
brauðsneið með. Þannig verður til
skemmtilegasti málsverður sem
hægt er að hugsa sér, þar sem allir
sitja saman við hlaðborð matar og
útbúa sínar eigin sælkerasneiðar
eftir smekk og þörfum.“ - þlg
Brauðsalöt í tísku
Það skal engan undra að lostæt brauðsalöt séu jafn vinsæll kostur hjá íslenskri
þjóð og raun ber vitni, enda heilnæmt álegg sem í réttum hlutföllum inniheldur
fullkomna samsetningu kolvetna, prótíns, trefja og fitu.
FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA