Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 16

Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 16
16 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 Engar breytingar verða á fjölda bæjarfulltrúa frá hverju framboði í Kópavogi í komandi sveit- arstjórnarkosningum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Mjög hátt hlutfall kjós- enda hefur ekki gert upp hug sinn. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna í Kópavogi frá sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt skoðanakönn- un Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudagskvöld. Yrðu niðurstöður kosninga þann 29. maí í samræmi við niðurstöð- ur könnunarinnar fengju flokk- arnir óbreyttan fjölda bæjarfull- trúa frá því sem nú er. Athygli vekur að afar lágt hlut- fall þeirra 800 Kópavogsbúa sem hringt var í vildi taka afstöðu til spurningarinnar. Aðeins 54,9 pró- sent gáfu upp afstöðu sína. Svo lágt svarhlutfall hefur áhrif á nákvæmni mælingarinnar. Ríflega fjórðungur þeirra sem ekki tóku afstöðu sagðist ekki búinn að ákveða hvaða flokk hann ætluðu að kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn stærstur Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 41,2 prósenta þeirra sem afstöðu taka í könnuninni, en fékk stuðning 44,3 prósenta í kosning- unum 2006. Yrðu þetta niður- stöður kosninga fengi flokkurinn fimm bæjarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Samfylkingin er sem fyrr næststærsti flokkurinn, með stuðning 33 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðv- ar 2. Flokkurinn fékk 31,3 pró- sent atkvæða í kosningunum og fjóra bæjarfulltrúa, og mun halda óbreyttum fjölda bæjar- fulltrúa miðað við niðurstöður könnunarinnar. Vinstri græn njóta stuðnings 14,6 prósenta þeirra sem afstöðu taka, en fékk 10,4 prósent atkvæða í kosningum. Flokkurinn myndi halda sínum eina bæjarfulltrúa yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina. Alls sögðust 10 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2 styðja Fram- sóknarflokkinn. Flokkurinn naut stuðnings 12 prósenta í kosning- unum vorið 2006. Samkvæmt upplýsingum frá Frjálslynda flokknum stefn- ir flokkurinn á að bjóða fram lista í Kópavogi. Stuðningur við framboðið mælist 1,1 prósent, en flokkurinn bauð ekki fram í kosningunum í maí 2006. Oddvitaskipti gætu breytt miklu Mikill fjöldi óákveðinna kemur í sjálfu sér ekki á óvart, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Kosningabaráttan sé varla byrjuð, og almenningur sé frekar með hugann við væntan- lega skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en sveitarstjórnarkosn- ingar seint í maí. Grétar segir erfitt að segja fyrir um hvernig fylgi óákveð- inna muni deilast niður á flokk- ana. Hefðbundið sé að reikna með því að stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins séu frekar til í að gefa upp skoðun sína en stuðn- ingsmenn annarra flokka. Það gæti þýtt að fylgi óákveðinna fari frekar til annarra flokka. Þó sé erfitt að meta hvort ástandið í þjóðmálunum undanfarið hafi haft áhrif á hversu viljugir þátt- takendur í skoðanakönnunum séu til að gefa upp afstöðu sína. Mikla athygli vekur að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli því sem næst halda sínu kjörfylgi, þrátt fyrir átakamál sem upp hafa komið í bænum á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn skiptu um odd- vita í prófkjöri sínu, og gæti það haft veruleg áhrif á þá staðreynd að flokkurinn svo gott sem heldur sínum hlut, segir Grétar. Niður- staðan hljóti að vera Ármanni Kr. Ólafssyni, nýjum oddvita flokks- ins, ákveðinn léttir. Nákvæmni skoðanakannana er mæld með svokölluðum vikmörk- um. Því hærri sem vikmörkin eru, því ónákvæmari eru nið- urstöðurnar. Vikmörkin eru því hærri sem svarhlutfallið í könn- uninni er lægra. Aðeins tæplega 55 prósent þeirra sem haft var samband við á fimmtudagskvöldið vildu gefa upp hvaða flokk þeir hygð- ust kjósa í kosningunum. Þegar fylgi flokkanna er reiknað saman við vikmörk- in sést að munurinn á fylgi allra flokka annarra en Vinstri grænna í könnuninni og kosn- ingunum 2006 er innan skekkju- marka könnunarinnar. Það er með öðrum orðum ekki hægt að fullyrða um hvort flokkarnir hafi bætt við sig fylgi eða tapað fylgi þar sem munurinn er ekki marktækur. Lítill munur var á afstöðu þátt- takenda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eftir kynjum. Mun- urinn á afstöðu kynjanna var í öllum tilvikum innan vikmarka, og því ekki marktækur. Þráspurt til að auka áreiðanleika Hringt var í 800 manns í Kópa- vogi fimmtudaginn 8. apríl. Þátt- takendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlut- fallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveit- arstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern annan flokk? Alls tóku 54,9 prósent afstöðu. Fréttablaðið hefur lengi við- haft þá aðferðafræði að nota þrjár spurningar til að fá sem flesta til að taka afstöðu. Þessi aðferða- fræði, sem þróuð var af sérfræð- ingum á sviði skoðanakannana, hefur skilað hvað nákvæmust- um niðurstöðum samanborið við úrslit kosninga. Hún vinnur gegn því að fylgi ákveðinna flokka mælist hærra eða lægra en það er í raun. Könnun sýnir lítið breytt fylgi flokka í Kópavogi Þótt bæjarfulltrúar deilist eins niður á flokkana samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og eftir kosningarnar 2006 þarf fremur litlar breytingar á fylgi flokkanna til að sú staða breytist. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru nú í meirihlutasamstarfi, Sjálfstæðisflokkurinn með fimm bæjarfulltrúa af ellefu, og Framsóknar- flokkurinn með einn. Samfylkingin er í dag með fjóra bæjarfulltrúa og Vinstri græn einn. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akur- eyri, segir Vinstri græn afar nærri því að ná inn öðrum manni, á kostnað annað hvort Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingarinnar, samkvæmt niður- stöðu könnunarinnar. Fengju Vinstri græn tvo bæjarfulltrúa og Samfylking- in fjóra væri ekki hægt að mynda meirihluta í bæjarfélaginu án aðkomu vinstri flokkanna. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 myndi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks halda velli með sex bæjarfulltrúa af ellefu, sama fjölda og í dag. Slík niðurstaða er þó ekki ávísun á sama meirihlutasamstarf, segir Grétar. Hann bendir á að þrátt fyrir að stirt hafi verið milli bæjarfulltrúa Sam- fylkingarinnar og Sjálfstæðisfólks á kjörtímabilinu sé samstarf flokkanna ekki útilokað. Þar skipti persónur mestu máli, og báðir flokkarnir tefli nú fram nýjum oddvitum. Sami maður leiðir hins vegar lista Framsóknarflokksins og fyrir kosning- arnar 2006. Grétar segir vel mögulegt að Ármann Kr. Ólafsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins, gæti verið hikandi við að fara í samstarf við sama mann og starfaði svo lengi við hlið Gunnars I. Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra Sjálfstæðisflokks. Ekki ávísun á sama meirihlutasamstarf SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR KÓPAVOGUR 50 40 30 20 10 0 K os ni ng ar 1 5 0 4 11 5 4 1 SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 8. APRÍL BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is 10% 41,2% 1,1% 33% 14,6% 12% 44,3% 31,3% 10,4% Á ráðstefnunni verður fjallað um stuðning ESB við efnahags- og atvinnulíf í aðildar ríkjunum og aðgerðir til að auka samkeppnis hæfni svæða. Meðal umfjöllunarefna er hlutverk stuðnings kerfa ESB á sviði byggða mála og atvinnu uppbyggingar, s.s. innan sjávarútvegs og land búnaðar, með áherslu á nýsköpun, menntun og markvissa áætlanagerð. Beint verður sjónum að svæðisbundnum samstarfs- áætlunum og stefnu ESB um atvinnuþróun, félagslega samstöðu og uppbygg ingu mannauðs í dreifbýli og þéttbýli. Framkvæmdastjórn ESB mun fjalla um markmið, uppbyggingu og verkefni Byggða þróunar sjóðs Evrópu, Félags- og mannauðs- sjóðs Evrópu, Dreifbýlisþróunarsjóð evrópsks landbúnaðar og Evrópska fiskveiðisjóðsins, auk þess að greina frá þeirri aðstoð sem umsóknarríkjum stendur til boða. Þá munu fyrirlesarar frá aðildarríkjum ESB, þ.e. Möltu, Finnlandi, Danmörku og Eistlandi, fjalla um reynsluna af þeim stuðningi sem þessi ríki hafa notið. Ráðstefnan fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis. Ráðstefnan er öllum opin og er hún jafnframt send út á vefnum (webcast) sjá upp lýsingar á www.utanrikisraduneytis.is Góðfúslega tilkynnið þátttöku á netfangið skraning@utn.stjr.is eða í síma 545 9968 fyrir lok mánudagsins 12. apríl nk. Ráðstefnan hefst kl. 9.00 fimmtudaginn 15. apríl. Dagskrá ráðstefnunnar má finna á www.utanríkisráðuneyti.is Stuðningur ESB við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjunum Ráðstefna í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 15. apríl og föstudaginn 16. apríl 2010 iPad er nýjasta græjan frá bandaríska tæknirisanum Apple. Áður en Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, kynnti frumgerð hennar á tækniráðstefnu í janúar höfðu miklar vangaveltur verið uppi um hvers lags hlut væri að ræða. Líkt og flestir gerðu ráð fyrir var um lestölvu að ræða. En þrátt fyrir að vera skilgreind sem lestölva býr iPad-inn yfir meiri möguleikum. iPad-tölvurnar sem nú eru komnar á markað geta tengst staðarneti (Wi-Fi) og því er hægt að tengjast Netinu, lesa netmiðla, horfa á kvikmyndir, hlusta á tónlist, skoða ljósmyndir sem hlaðið hefur verið inn í tölvuna og spila tölvuleiki. Ekki er endalaust hægt að hlaða efni inn í tölvuna og kemur hún því ekki í stað heimilistölvu. Sú minnsta af þeim þremur sem komu á markað í Bandaríkjunum um síðustu helgi er með sextán gígabæta hörðum disk en sú stærsta með 64 gígabæta diski. Hvað greinir iPad frá öðrum lestölvum? Nokkru áður en iPad-tölvan kom á markað var mikið úr því gert að um lestölvu væri að ræða. Fjöldi lestölva er þegar til á markaðnum. Þekktastar þeirra eru frá Sony og Amazon. Sú síðastnefnda kom á markað fyrir tæpum þremur árum. Flestar lestölv- urnar eiga það þó sammerkt að vera bundnar við formið, það er að segja, fátt annað er hægt að gera á tölvunum en lesa skjöl, hvort heldur er á PDF-sniði eða öðrum. Fyrir hverja er iPad-tölvan? Það sem vakið hefur eftirtekt þeirra sem prófað hafa iPad-tölvuna er hvað hún getur framkvæmt marga hluti. Eins og áður sagði má rápa um Netið á henni og nýta flesta þá möguleika Nets- ins sem í boði eru. Tölvan er líkust stórum iPod Touch. Stærð skjásins gerir það hins vegar að verkum að möguleikarnir nýtast betur en í smágerðari tækjum frá Apple. Þá þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir áskrift að fjölmiðlum sem sérsniðnir eru fyrir iPad-tölvuna. Margir fjölmiðlar eru engu síður að vinna að því að sérsníða miðla sína fyrir tölvuna. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni er útgáfufélagið Edda eitt þeirra. Það hefur á teikniborðinu að sníða teiknimyndablöðin um Andrés Önd og félaga hans fyrir iPad-inn. Tölvan er smá í sniðum, litlu minni en eitt A4 blað og undir kílói. Lyklaborðið er innbyggt en mögulegt er að nota þráðlaust lyklaborð. Smæð harða disksins gerir það hins vegar að verkum að tiltölulega lítið efni er hægt að vista á henni. Það er ekkert USB tengi á henni sem gerir það að verkum að hvorki er hægt að flytja gögn úr henni á aðra tölvu eða utanáliggjandi harðan disk né prentara. Við fyrsta mat er tölvan öðru fremur hugsuð til lítilla og einfaldra verka, til afþreyingar, netráps uppi í sófa og fyrir fólk á ferð sem þarf ekki á viðamiklum tölvum að halda. Tölvan er því ekki fyrir skólafólk eða aðra sem þurfa að nýta hana sem vinnutölvu. Þá kom í Fréttablaðinu í vikunni að þótt tölvan hafi komið á markað ytra fyrir viku er lengra að bíða þar til hún kemur í verslanir hér, líklega ekki fyrr en um næstu jól í fyrsta lagi. Málið strandar á íslensku lyklaborði, sem nýtur ekki forgangs hjá Apple. FBL GREINING: iPad-lestölvan Heit græja frá Apple
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.