Fréttablaðið - 10.04.2010, Side 18

Fréttablaðið - 10.04.2010, Side 18
18 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þótt á ýmsu hafi gengið er enn í fersku minni flestra þegar landsmenn vöknuðu til og sofnuðu frá fréttum um kaup, sölu og samruna fyrir- tækja. Þegar einn hópur viðskipta- jöfra hafði keypt af öðrum varð jafnan trúnaðarbrestur með þeim afleiðingum að helstu stjórnendur voru reknir um leið og nýir eigend- ur gengu um ganga í fyrsta sinn. Í fyrstu hrukku landsmenn við þegar slíkar fréttir voru sagðar. Skjótt fóru þær þó inn um annað eyrað og út um hitt. Í hlutafélög- um ræður huglægt mat eiganda hvort trúnaður ríkir milli hans og stjórnanda. Meira þarf ekki til en stjórnandi hafi verið ráðhollur fyrri eiganda til þess að trúnaður bresti gagnvart þeim nýja. Kald- rifjað; en þannig gerast kaupin á eyrinni. Þessu er á annan veg farið í r ík isstofn- unum. Skyld- ur forstöðu- manna þeirra eru nákvæm- lega skilgreind- ar í lögum. Það þýðir að trúnaður á milli ráðherra og forstöðumanns ríkisstofnunar ræðst ekki af huglægu mati ráð- herra. Hann getur aðeins brostið ef forstöðumaður víkur frá þeim efnislegu kröfum sem skýrt er mælt fyrir um í lögum. Hér er um eðlismun að ræða. Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að áminna forstjóra Sjúkratrygginga vegna trúnað- arbrests. Sá trúnaðarbrestur er ekki skýrður með tilvísun í brot gegn tilteknum ákvæðum starfs- mannalaga eða fyrirmæla í erind- isbréfi. Trúnaðarbresturinn virð- ist af því sem fram hefur komið alfarið byggjast á huglægu mati ráðherrans. Með öðrum orðum: Heilbrigðis- ráðherra hefur brugðið á loft sama kvarða til að mæla trúnað og við- skiptajöfrarnir notuðu fyrir hrun. Vandi ráðherrans er hins vegar sá að það siðferði sem þá gilti í hlutafélögum rímar ekki í einu og öllu við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og er auk þess andstætt tíðarandanum eins og hann er nú orðinn; guði sé lof. Háeffun starfsmannalaganna Í lögum um réttindi og skyld-ur opinberra starfsmanna segir: „Forstöðumaður ber ábyrgð á að stofnun, sem hann stýrir, starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf.“ Þetta þýðir að það er forstöðumaðurinn en ekki ráð- herrann sem ábyrgðina ber. Það er forstöðumaðurinn sem sýna þarf aðgæslu til að tryggja rétta framkvæmd laga. Lögum sam- kvæmt getur hann ekki skýlt sér á bak við mat ráðherra. Ríkisendurskoðun er eftirlits- stofnun Alþingis, óháð ráðherra- valdi. Hún hefur aðgang að gögn- um ríkisstofnana til að staðreyna greiðsluskyldu ríkissjóðs í ein- stökum tilvikum. Vandvirkur forstöðumaður leitar til Ríkis- endurskoðunar ef minnsta álita- efni gefur tilefni til. Það heitir að byrgja brunninn. Einnig má kalla þetta góða stjórnsýslu. Ber forstjóra að snúa sér til ráðherra áður en hann leitar aðstoðar sjálf- stæðs eftirlits Alþingis? Það getur átt við þegar mál eru á undirbún- ingsstigi í ráðuneyti. Eftir að ráðherra hefur opinberlega birt reglur eða stjórnvaldsfyrirmæli gildir þetta sjónarmið ekki þar sem ábyrgðin hefur þá eftir lög- unum færst frá ráðherranum til forstjórans. Skyldur ríkisforstjóra Í tveimur ákvæðum laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eru talin þau til-vik sem ráðherra getur notað til áminningar. Þau eru: 1)Útgjöld fara fram úr fjárlaga- heimildum. – Á augljóslega ekki við. 2) Verkefnum stofnunar er ekki sinnt eða þjónusta hennar telst óviðunandi. – Á augljóslega ekki við. 3) Starfsmaður hefur sýnt óstundvísi eða aðra vanrækslu í starfi. – Á augljóslega ekki við. 4) Óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns. – Á augljóslega ekki við. 5) Vankunnátta eða óvandvirkni í starfi. - Á augljóslega ekki við. 6) Starfsmaður hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi. – Á augljóslega ekki við. 7) Starfsmaður hefur verið ölv- aður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu. – Á augljóslega ekki við. Eftir stendur að heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að áminna forstjóra ríkisstofnunar fyrir samviskusemi og trúnað við fjár- veitingavald Alþingis. Samstarf forstjóra ríkisstofnana við Rík- isendurskoðun leiðir stundum í ljós óþarfar áhyggjur en kemur í annan tíma í veg fyrir slys. Fari samstarfið ekki fram verða fleiri slys. Forsætisráðherra hefur oft brugðið skildi fyrir góða siði. Nú bergmálar þögn hans og nokkurra annarra svo í háum sölum Alþingis að athygli vekur um víðan völl. Fyrir hvað má áminna? ÞORSTEINN PÁLSSON Námskeið um ræktun matjurta og kryddjurta til heimilisnota Heiður Björnsdóttir kennir hvernig rækta má grænmeti og kryddjurtir með lítilli fyrirhöfn! www.heilsuhusid.is Áhugasamir skrái sig á lagmuli@heilsuhusid.is eða í síma 578 0300 kl:10-18 alla virka daga. Verð kr. 4.500.- Þriðjud. 13. apríl Þriðjud. 20. apríl NÝ NÁMSKEIÐ I ngibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, tjáði sig um væntanlega skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í viðtali við þýzkan blaðamann, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Hún lagði þar áherzlu á að hún hefði lítið vitað um það sem var að gerast í fjármálageiranum. „Hinir vissu líklega mun meira en ég,“ sagði Ingibjörg. Hún sagðist sömuleiðis ekki sjá neitt sem hún hefði getað gert betur í aðdraganda hrunsins – nema kannski að hún hefði átt að gera meiri kröfur til samstarfs- flokks síns í ríkisstjórn, Sjálf- stæðisflokksins. Þetta er athyglisverð afstaða hjá ráðherranum fyrrverandi. Það eina, sem hún gerði rangt, var að krefjast þess ekki af samstarfsflokknum að hann breytti öðruvísi! Engu var líkara en að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, væri að senda fyrrverandi formanni sínum pillu í grein, sem hún skrifaði á vef ungra jafnaðarmanna í gær. „Ekki benda á mig, var sameiginlegur kór þeirra sem ábyrgð báru,“ skrifar þingmaðurinn. „Allir bentu á einhverja aðra og helst til útlanda. Þetta ástand þarf ekki að koma á óvart, en er óviðunandi í lýðræðisþjóðfélagi.“ Sigríður Ingibjörg telur að á mánudaginn, þegar skýrslan kemur út, hefjist sami leikurinn að nýju; enginn kannist við ábyrgð sína og menn bendi þess í stað á aðra. Nauðsynlegt sé að Samfylkingin taki ekki þátt í þessum leik. „Þegar skýrslan liggur fyrir verður hver og einn að gangast við ábyrgð sinni,“ skrifar hún. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur þennan sama heilbrigða pól í hæðina í bréfi, sem hann sendi flokksmönnum sínum í gær. „Þjóðin á að sameinast um að draga lærdóm af skýrslunni eins og kostur er og nýta niðurstöður hennar á sem uppbyggilegastan hátt svo tryggt verði að sagan endurtaki sig ekki,“ skrifar hann. Bjarni leggur til að sjálfstæðismenn taki niðurstöður skýrslunnar alvarlega, forðist dómhörku og sleggju- dóma gagnvart þeim, sem niðurstöður hennar varði og nýti tæki- færið til að ná sátt í samfélaginu og hefja uppbyggingu á nýjum grunni. Samkvæmt íslenzkri umræðuhefð er líklegt að þeir, sem voru í ábyrgðarstöðum í fyrirtækjum, stjórnmálum og stjórnsýslu þegar bankakerfið hrundi, bregðist við niðurstöðum rannsóknarskýrsl- unnar annaðhvort með því að segja: Þetta sagði ég alltaf, ég hafði rétt fyrir mér, eða þá með því að benda á aðra og segja: Ég hefði ekki átt að gera neitt öðruvísi. Eigi skýrslan hins vegar að gera nokkurt einasta gagn, er algjört lykilatriði að aðalpersónur hrunsins fari að ráðum þeirra Sigríðar og Bjarna og spyrji sem svo: Hvað getum við lært af niðurstöðunum? Hvernig komum við í veg fyrir að slíkt gerist nokkurn tímann aftur? Hvernig munu aðalpersónurnar taka skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis? Afneitun eða lærdómur? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.