Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 22

Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 22
22 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR Samtök verslunar og þjónustu og VR kynntu á dögunum slagorð- ið Spilum saman til þess að vekja athygli á því hvernig ólíkir þætt- ir hagkerfisins tengjast saman og hvernig t.d. ákvörðun um að kaupa tiltekna tegund vöru umfram aðra veldur því að atvinna skapast á einum stað en ekki öðrum og svo framvegis. Hugsunin þarna að baki er rétt. Hagkerfið er flókið fyrirbæri þar sem margir þættir tvinnast saman en er ekki vél sem afkast- ar eftir því hvernig mælitækjun- um er snúið. Þetta á einnig við um skattheimtu. Það er mikilvægt að muna að þó það sé freistandi að hækka skattana til að láta vélina framleiða meira þá getur verið að í leiðinni sé verið að valda öðrum og meiri skaða annars staðar. Flóknir og háir skattar Á tiltölulega stuttum tíma hefur vinstristjórnin innleitt þá stefnu að bæði hækka skatta umtalsvert og flækja skattkerfið til muna. Umfangsmikil og flókin skatt- heimta hefur áhrif enda verða verðmæti ekki til úr loftinu einu. Þau þarf að skapa og það er gert í atvinnulífinu. Hjá einyrkum, smá- fyrirtækjum og stærri fyrirtækj- um verða á hverjum degi til vörur og þjónusta sem skapa verðmæti. Tökum dæmi um lítið fyrirtæki með tvo starfsmenn sem selur þjónustu fyrir eina milljón króna á mánuði. Til þess að breyta tekjum fyrirtækisins í laun fyrir starfs- menn þess mætti ef til vill ætla að ekki þyrfti meira til að koma en að hreinlega taka tekjur þess mánað- ar og skipta honum á milli starfs- mannanna. Svo einfalt er málið þó ekki. Vaskur og tryggingagjald Til að byrja með þarf fyrirtækið að standa skil á virðisaukaskatti, sem er 25,5% í dag. Af einni milljón króna væru því 745 þúsund krón- ur afgangs eftir að greiddur hefur verið virðisaukaskattur. Þegar farið er að huga að launa- greiðslum verður fyrirtækið að muna að ríkið leggur einnig á fyr- irtæki svonefnt tryggingagjald, dulinn skatt sem er 8,65% af þeim launum sem fyrirtækið greiðir út. Af þeim sökum er ekki hægt að gefa sér að 745 þúsund krónurn- ar fari óskiptar í laun til starfs- manna heldur verður í fyrstu að taka tryggingagjaldið af. Fyrirtæk- ið verður enn fremur að standa skil á mótframlagi í lífeyrissjóð, sem er 8% af launum. Það standa því ekki eftir nema tæplega 639 þúsund krónur þegar þessir skattar hafa verið teknir með í reikninginn. … og tekjuskattur Áfram er haldið. Af launum til starfsmanna verður að reikna með 4% framlagi fyrirtækisins í lífeyrissjóð. Tekjuskattur er 27% fyrir tekjur á bilinu 200-650 þús- und og til viðbótar reiknast 13,1% útsvar. Að teknu tilliti til persónu- afsláttar stendur hvor launamað- urinn um sig eftir með 227.883 krónur útborgaðar. Hið ímyndaða fyrirtæki nær með öðrum orðum einungis að greiða um 45% af því sem kemur inn í tekjur út sem raunveruleg laun. Ríkisvaldið, sveitarfélögin og lífeyrissjóðirnir taka um 55% til sín áður en peningurinn fer út úr fyrirtækinu. … og fleiri gjöld Hér þætti mörgum nóg komið. En gjaldtöku hins opinbera í ýmsu formi er langt í frá lokið þótt fyrirtækinu takist að greiða út launin. Margs konar gjaldtöku er laumað inn til viðbótar, t.d. gjaldi fyrir rekstur Ríkisútvarpsins og Framkvæmdasjóð aldraðra. Þeir sem eiga fasteign verða að gera svo vel að greiða fasteignagjöld, þeir sem eiga bifreið greiða bifreiða- gjöld og í þokkabót bensíngjald af hverjum dældum bensínlítra. Þeir sem slysast til að kaupa sér rauð- vín með steikinni greiða áfengis- gjald. Vegna tolla og landbúnaðar- styrkja er matarkarfan hér á landi miklu dýrari en hún þyrfti að vera. Svo mætti lengi telja. Samhengi hlutanna Það getur því verið ansi villandi að horfa einungis á afmarkaðar prósentur einar sér við að meta hve háir skattar eru. Það er sam- hengi hlutanna sem máli skiptir og afskipti hins opinbera koma alltof víða fram. Atvinnuleysi er mikið um þessar mundir og kaupmáttur launa hefur dregist verulega saman. Heimili og fyrirtæki hafa horft upp á eigið fé fuðra upp og skuldir aukast. Á sama tíma gefur ríkið ekkert eftir í skattheimtu. Útþensla ríkisvalds- ins er síður en svo að minnka, eins og berlega kom í ljós á dögunum þegar fjórar nýjar ríkisstofnan- ir voru kynntar til leiks. Eitt það besta sem ríkið gæti gert í end- urreisninni er að stíga til baka og minnka hlut sinn í atvinnulífinu. Spilar skattlagningin með? Árni Helgason Formaður Heimdallar Evrópumál Yst til hægri og yst til vinstri Þar sem fjölmargt í endur-reisn atvinnulífsins velt- ur á erlendu fjármagni og við- skiptatrausti til Íslendinga, telja sumir stjórnmálamenn að mikilvægt sé að leysa Icesa- ve í anda þess tilboðs sem lá á borðinu fyrir þjóðaratkvæði. Fámennur hópur stjórnmála- manna er hins vegar á ann- arri skoðun, og virðist ónæm- ur fyrir nýlegum fréttum úr atvinnulífinu. Óvíst er um verkefni Orku- veitu Reykjavíkur enda láns- hæfi hennar í ruslflokki þar sem tafir á Icesave og óviss aðgangur að erlendu lánsfé veldur áhyggjum um getu fyr- irtækisins til að standa í skil- um (Mbl. 7. apríl). Seðlabank- inn segir að með óleyst Icesave verði meira atvinnuleysi, hærri vextir, lægra gengi og meiri niðurskurður (Vísir 17. mars). Forstjóri Landsvirkjunar segir Búðarhálsvirkjun þurfa erlent fjármagn og við óleyst Icesave fái fyrirtækið ekki fjármuni á viðunandi kjörum til fram- kvæmda (Mbl. 11. mars). ASÍ og SA segja að lausn Icesave sé mikilvæg til þess að fyrir- tæki fái fjármuni til atvinnu- sköpunar og að óbreyttu verði samdráttur mun meiri en ella (Vísir 10. mars, RUV 25. feb.). Fjölmargir háskólaprófessor- ar hafa lýst áhyggjum sínum (Fbl. 4. mars og Mbl. 2. feb.) og greiningarfyrirtækið Moody´s segir tafir á lausn Icesave ógna efnahagsbata á Íslandi og valda stíflu í flæði fjármuna til lands- ins bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum (Mbl. 7. apríl). Tafir á Icesave hafi þannig valdið fjárhagslegum skakka- föllum, seinkað viðspyrnu atvinnulífsins, minnkað trú fjárfesta og valdið tjóni á brot- hættu sálarlífi þjóðarinnar. Þar bera stjórnmálamenn yst til vinstri og yst til hægri ábyrgð, enda í bandalagi undir merkjum blöndu af þjóðernishyggju og andstöðu við heimskapítalism- ann. Þessi öfl leiða lýðskrumið gegn Icesave og neita að horfast í augu við staðreyndir. Að ræða Icesave er ekki fall- ið til vinsælda enda þjóðin orðin langþreytt á málinu og enginn kostur góður. En ég sé mig knú- inn til þess enda málið mikil- vægt fyrir íslenskt atvinnu- líf. Hrunið varð ekki á vakt núverandi þingmanna en það er hörmulegt að horfa upp á skiln- ingsskort þeirra gagnvart stöðu atvinnulífsins. Kjörnir fulltrú- ar verða að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og ganga til samninga. Icesave er farið að valda meiri skaða en nauðsynlegt er. Magnús Orri Schram Alþingismaður Efnahagsmál FRÁBÆRT VERÐ Á PALLAEFNI! Leitið tilboða og ráðlegginga hjá sérfræðingum í timbursölum BYKO Öl l v er ð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl . 15 m2 pallur á aðeins: 58.500 kr. á frostfrítt undirlag* 88.500 kr. með tvöfaldri grind og undirstöðum** 78.000 kr. á frostfrítt undirlag* 118.000 kr. með tvöfaldri grind og undirstöðum** 3.900 kr. á frostfrítt undirlag* 5.900 kr. með tvöfaldri grind og undirstöðum** Verð á m2: 20 m2 pallur á aðeins: Verð á efni í sólpall * Verðdæmið miðast við efni í sólpall á frostfrítt undirlag og innheldur gagnvarða furu 45 x 95 mm og 27 x 95 mm ásamt galvinseruðum saumi. ** Verðdæmið miðast við efni í sólpall með tvöfaldri grind og undirstöðum. Innifalið er gagnvarin fura 45 x 95 mm, 27 x 95 mm og 45 x 145 mm, galvinseraður saumur, þakásanker, kambsaumur, blikkhólkar og gataplötur. Það er ódýrara að byggja sólpall en þig grunar Dæmi 1 Dæmi 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.