Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 10.04.2010, Síða 32
32 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR Furðuverur landsins Íbúar huliðsheima hafa birst Íslendingum í aldanna rás og gera enn. Anna Margrét Björnsson gluggaði í bókina Íslenskt vættatal eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing og fann þar nokkra gamla og nýlegri íbúa landsins sem ekki fást staðfestir af Þjóðskránni. Villi gamli úr Esjunni Villi gamli úr Esjunni nefnist barna- fæla sem krökkum í Reykjavík á fjórða áratug 20. aldar var sagt að gæti komið og tekið þau ef þau væru óþekk. Semesúma Á Eyrarbakka var talað um huldu- veru sem hafðist við uppi í rjáfri milli baðhúslofts og þaks og var kölluð Semesúma. Þar heyrðist stundum skrjáf og svartir taumar láku niður frá henni. Það var kallað svarta mjólkin hennar. Stíflugjóli Barnafæla í nánd við Ljósa- fossvirkjun í Soginu. Börn voru vöruð við að koma mjög nálægt vélunum og stíflunni og til áréttingar var þeim sagt að Stíflugjóli gæti tekið þau ef þau hættu sér of langt. Hallinkjammi Smalamaður hengdi sig í beitarhúsum uppi á Sörlastaðadal sunnan Seyðisfjarðar og var grafinn í gilsbarmi fyrir ofan þau. Hann gekk aftur með höfuð út á aðra öxl og lafandi tungu og var því kallaður Hallinkjammi. Eyjafjarðarskotta Draugur sem hollenskir sjó- menn sendu í hefndarskyni fyrir að eyfirskar konur vildu ekki þýðast þá. Átti Skotta að kvelja og drepa allar konur í Vaðlaþingi.Mussuleggur Drauga-Hallur Halls- son á Hellissandi og Athaníus, sonur Hnausa-Bjarna, vöktu upp Kristján Jónsson árið 1816 og sendu konu sem ekki hafði viljað giftast Halli. Að lokum deyddi draugurinn konuna en tók þá að sækja að Halli sjálfum sem fannst síðar dauður og beinbrotinn. Draugur þessi var í mussu með bera fót- leggi og því kallaður Mussuleggur. Þóra Sækona sem Jón Sigurðsson á Dæld- arkoti dró á öngli sínum við hólma undan Súgandisey. Hafði öngullinn krækst í belti hinnar gjafvaxta meyjar. Bíladelludraugar Geithálsdraugurinn í Mosfells sveit, Grákollstaðadraugur, ættaður austan Ytri-Rangár, Kampholtsmóri úr Villinga- holtshreppi og Stapadraugurinn svonefndi eru allir þekktir fyrir bíladellu. Þeir vilja gjarnan taka sér far með slíkum tækjum eða atast í þeim með ýmsum hætti. Tröllsleg frjósemi Grýlu og Leppalúða þekkja flestir en þeim eru eignuð ósköpin öll af börnum, fyrir utan hina virtu jólasveina, þar á meðal eru: Askur, Ausa, Bikkja, Bokki, Bolli, Botni, Bóla, Brynki, Bútur, Böðvar, Dallur, Dáni, Djangi, Dúðadurtur, Flaska, Gráni, Hnúta, Hnútur, Hnyðja, Hnýfill, Höttur, Jón, Kleppur, Knútur, Koppur, Kútur, Kyllir, Kyppa, Langleggur, Láni, Lápur, Leiðindaskjóða, Leppatuska, Leppur, Ljótur, Loðinn, Loki, Lúpa, Mukka, Musull, Nafar, Nýpa, Nútur, Næja, Poki, Pútur, Sighvatur, Sigurður, Skotta, Skrápa, Skrápur, Skreppur, Sláni, Sleggja, Sóla, Stampur, Stefna, Stefnir, Stikill, Strokkur, Strútur, Strympa, Stútur, Surtla, Syrpa, Tafar, Taska, Típa, Tæja, Völustallur, Þóra, Þrándur og Þröstur. SKEMMTILEGUR FRÓÐLEIKUR Fífudalsskrímsli Ógnarstórt og illa þefjandi sjó- skrímsli sem sást í fjöru niður af Fífudal í Arnarfirði. Árni Björnsson er kunnur fyrir yfirburða þekkingu sína á íslensk- um þjóðháttum en bók hans um íslenska vætti hefur verið ófáanleg um árabil. Ritið hefur nú verið endurútgefið með nýjum kortum, skýringum og eftirmála höfundar. ➜ UM BÓKINA OG HÖFUNDINN DJÁKNINN Á MYRKÁ Djákninn á Myrká er ein frægasta íslenska draugasagan og segir frá djákna einum að Myrká í Eyjafirði. Nafns hans er ekki getið en hann átti í tygjum við konu eina er Guðrún hét og kom hún frá Bægisá. Hann drukknaði í ánni og draugur hans kom að sækja hana og reyndi að draga hana með sér í gröfina. Draugurinn ásótti Guðrúnu og varð hún aldrei heil á geði eftir hremmingarnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.