Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 36
36 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR
Byrjum á byrjuninni! Hvað vitið
þið hvort um annað?
Lára Björg: Ég veit bara hver þú
ert af því þú ert frægur! Ég vissi
að þú hefðir verið í Sykurmolun-
um, værir rithöfundur og viðrið-
inn leikhúsið, allt án þess að gúggla
þig.
Bragi: Ég reyndar verð að viður-
kenna að ég þekkti ekki Láru, enda
les ég ekki mikið blogg.
Lára: Þetta eru sko pistlar, ekki
blogg!
Bragi: En svo fór ég í röntgen-
myndatöku klukkan átta í morgun
og tók upp Vikuna á meðan ég beið.
Þá var viðtal við þig það fyrsta sem
ég sá þar!
Lára: Varstu ekki feginn?
Bragi: Jú, og mér fannst svo gaman
að lesa að þú þolir ekki leikhús! Ég
þoli reyndar leikhúsið alveg, en ég
skildi þig samt svo vel.
Lára: Það er samt ekki það að mér
þyki leikhús asnaleg. Mér líður
bara svo illa í leikhúsi. Ég hef
meira að segja kastað upp á bíla-
planinu fyrir sýningu. Ég fæ bara
kvíðakast.
Bragi: Ég átti lengi svo erfitt með
leikhús því ég varð alltaf svo syfj-
aður. Ég fór einu sinni með ungan
son minn á Kardimommubæinn á
sunnudagseftirmiðdegi og stein-
sofnaði.
Lára: Já, já, það eru kvíðaviðbrögð
líka.
Bragi: Heldurðu það? Samkvæmt
því hefði ég átt að sofa í gegnum
eigin frumsýningar.
Ofmetni árstíminn
Þetta minnir á annað sem er eig-
inlega enn óvinsælla að segja en
að manni leiðist leikhús. Að sum-
arið sé stórlega ofmetið, eins og
Lára segir í einum pistla sinna
með þeim skemmtilega titli „taktu
þetta sumar og troddu því …“
Lára: Ókei, ég er kannski stund-
um aðeins að ýkja. Auðvitað nenni
ég alveg að sitja úti á palli í sól og
grilla. En ég er samt meiri vetrar-
kona. Mér finnst vorið líka alltaf
svo langt og eilíf bið eftir sumri
sem kemur svo – aldrei! Ég væri
alveg til í að hafa sumar í mánuð á
Spáni, restina af árinu bara vetur
á Íslandi. Mér finnst myrkrið bara
fínt og alls ekkert þrúgandi.
Bragi: Ég er svolítið sammála
þessu. Sumarið er stórlega ofmet-
inn árstími! En vorið er erfiðasti
tíminn fyrir inniveru, þegar sólin
er svona lágt á lofti en það er samt
of kalt til að vera úti. Eiginlega
finnst mér best þegar septemb-
er byrjar aftur, þá byrja ég alltaf
að finna lyktina af rauðu epli og
skólatösku úr leðri. Þá hefst líka
allt aftur og lifnar við, þó það sé
dálítið mótsagnakennt.
Lára: Þá fer rútínan í gang. Ég er
alltaf svolítið fyrir rútínu.
Bragi: Já, mér líkar vel við hana af
því ég þarf á henni að halda.
Hraunað yfir fréttirnar
Hvað segið þið annars um eldgos-
ið? Eruð þið búin að fara að skoða
það eða eruð þið búin að fá nóg af
fréttum af því?
Bragi: Ég held að fólk sé almennt
afskaplega ánægt með þetta gos,
það hraunar alveg yfir margt annað
sem fólk er orðið þreytt á í fréttun-
um, í bókstaflegri merkingu.
Lára Björg: Já, en hvað varð um
allar hinar fréttirnar? Er ekkert
að gerast lengur? Reyndar held
ég að þjóðin þurfi oft eins og einn
jarðskjálfta til að hvíla sig á hinum
fréttunum. En þegar eitthvað svona
gerist er eins og ekkert annað kom-
ist að.
Bragi: Hefur Séð og heyrt ekkert
farið á staðinn?
Lára: Sáust leiðast við gosstöðvarn-
ar! Sjáið myndirnar!
Bragi: Við fórum í Fljótshlíðina og
horfðum á gosið í gegnum kíki. Það
var mjög fallegt. En það kom mér
á óvart að þangað voru ekki komn-
ir neinir pylsusalar, fólk að selja
stutt ermaboli með gosmyndum og
svoleiðis.
Lára: Fannst þér það vanta?
Bragi: Það hefði komið sér vel að
geta fengið sér pylsu með bjórn-
um.
Lára: Mig langar rosalega að fara
að gosstöðvunum. En ég bara þori
það ekki fyrir mitt litla líf.
Golfvöllur út úr kú
Hvað finnst ykkur um golfvöllinn
sem Reykjavíkurborg ætlar að setja
230 milljónir í?
Lára: Ég tek þessum 230 milljónum
mjög persónulega. Sem móðir barns
með sérþarfir finnst mér þetta út í
Golf fer illa með góðan göngutúr
Lára Björg Björnsdóttir hefur aldrei séð leikrit eftir Braga Ólafsson, enda forðast hún leikhús eins og pestina sjálfa. Það þyk-
ir Braga sjálfum að mörgu leyti skiljanlegt, enda átti hann lengi við þann vanda að stríða að sofna alltaf í leikhúsi. Hólmfríður
Helga Sigurðardóttir komst að því að rökstólapar vikunnar er sammála um margt. Svo sem að sumarið sé ofmetinn árstími og að
stækkun golfvallar ætti að færa langt aftur á forgangslista borgarinnar.
BLOGGAR EKKI OG LES EKKI BLOGG Bragi Ólafsson rithöfundur kannaðist ekki við Láru Björgu Björnsdóttur áður en hann settist með henni á rökstóla. Það afsakaði hann með því að hann læsi sjaldan blogg. Ekki þótti Láru, sem
það góð ástæða, enda væru pistlarnir pistlar en alls ekki blogg.
Síðasta ferðalagið sem þú lagðir upp í: Ég fór í Fljótshlíðina með vinum og
tveimur útlendingum. Mjög líklega ógleymanlegt að horfa á eldgosið úr fjarska,
þótt fullsnemmt sé að dæma um það núna. Útlendingarnir voru mjög ánægðir,
ekki síst með að sjá norðurljós á leiðinni til baka.
Síðasta klúðrið sem þú lentir í: Fór með yngri dóttur mína í Smáralind,
Kópavogi.
Síðasta bókin sem þú last: Ég les alltaf tvær eða fleiri í einu: Our times, The
age of Elizabeth II eftir A.N. Wilson, og Síðustu dagar móður minnar eftir Sölva
Björn Sigurðsson.
Síðasta manneskjan sem þú rabbaðir við: Fyrir utan fólk á heimilinu, þá var
það afgreiðslukona í búð í Smáralind.
Síðasta lagið sem lagðist á heilann á þér: Nights on Broadway með Bee
Gees. Ég setti það í spilarann til að losa úr höfðinu agalegt lag með Leonard
Cohen sem ég heyrði óvart í útvarpinu og þori ekki að nefna af hættu við að fá
það aftur á heilann.
„Síðustu” Braga
Á RÖKSTÓLUM