Fréttablaðið - 10.04.2010, Side 38

Fréttablaðið - 10.04.2010, Side 38
ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Frá Búdapest Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir, Þormóður Dagsson Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson bfj@frettabladid.is Ef þig langar í ævintýralegt en tiltölulega ódýrt frí í Bretlandi þá er tilvalið að prófa að lifa eins og sígauni í viku. „La Rosa, Camp- site extraordinaire“ eru vagnbúð- ir í Whitby á heiðum Yorkshire og munu falla í kramið hjá öllum sem dýrka bóhemskan „kitsch“-stíl. Hver einasti vagn skartar eigin töfralandi og hægt er að velja á milli klassískra vagna, sígauna- vagna og jafnvel indjánatjald- vagns. Innandyra úir og grúir af skemmtilegum púðum, gardín- um og alls konar smáhlutum enda nota eigendurnir einungis gamla og endurnýtanlega hluti. Reynd- ar er flest við La Rosa afskap- lega vistvænt, rafmagn er ekk- ert og kerti eru notuð til að lýsa upp myrkrið á kvöldin og baðher- bergið er undir berum himni úti á akri. Öll stemningin er hin hippa- legasta og eigendur bjóða alla vel- komna nema rasista og púritana. www.larosa.co.uk - amb BÓHEMLÍF Á BRESKUM AKRI Prófaðu að eyða sumarfríinu í sígaunavagni í Yorkshire. „Kitsch“-stemning ríkir innandyra Að eyða fríinu í tjaldvagni er óneitanlega rómantískt. Hver með sínu lagi Hippastemningin í fyrirrúmi á La Rosa-vagnstæðinu. S íðasta sumar var Hildur Vil- helmsdóttir, nemandi í Flens- borgarskóla, að leita sér að sumarnámskeiði í spænsku til að bæta við skólakunnáttuna og sá aug- lýsingu frá skólanum. Hún skráði sig á mánaðarlangt námskeið og dvaldi alls í tvo mánuði í bænum. Dagar Hildar byrjuðu klukkan níu með spænskukennslunni sem stóð til klukk- an eitt á daginn. Hún gisti allan tímann í sjálfum skólanum, í herbergi á efri hæð- inni, en einnig er boðið upp á gistingu hjá spænskum fjölskyldum í íbúðum annars staðar í bænum og á gistiheimilum. „Þetta var æðisleg upplifun, að búa þarna og vakna við sólina og hitann á hverjum morgni. Ofan á skólanum er þak og þar gat maður legið í sólbaði og horft yfir Gíbraltarsund, til Afríku, en það eru bara um 14 kílómetrar yfir til Marokkó og menningin er því svolítið blönduð. Þetta er fremur lítill bær, íbúarnir um 18.000, en á sumrin tífaldast íbúatalan þegar brimbrettafólk kemur hvaðanæva að til að stunda áhugamál sitt, en þarna er góður vindur og miklir straumar og bestu fáan- legu aðstæður fyrir brimbrettasportið.“ Skólinn er í gamla hluta Tarífa, innan borgarmúranna sem byggðir voru á 10. öld. Með spænskunáminu er boðið upp á menningartengdar dags- og helgarferð- ir til bæja Andalúsíu, svo sem Sevilla. Spænskunámskeiðin standa í tvær til fjórar vikur í senn og skiptast í grunn- stig, miðstig og efsta stig fyrir þá sem eru lengst komnir. Áhugasömum er bent á heimasíðu skólans, þar sem hægt er að nálgast upplýsingar á ýmsum tungumálum, meðal annars íslensku. Slóðin er www. alandalustarifa.com. - jma ÍSLENSKUR SPÆNSKU- SKÓLI Í ANDALÚSÍU Al Andalus er spennandi spænskuskóli í bænum Tarífa á Spáni í eigu Íslendings, Örnu Árna- dóttur, og þar kynnast nemendur spænskum menningarheimi. Nemendur í skólanum Hildur Vilhelmsdóttir ásamt nokkrum samnemendum sínum í spænskuskólanum. Talið frá vinstri: Hildur Vilhelmsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Rósa Bella Ruiz, Diljá Mjöll Hreiðarsdóttir og Guðný Debora Jóhannsdóttir. Sól og sandur Tarífa er brimbrettabær og íbúatalan tífaldast því yfir sumartímann. Anna Margrét Björnsson skrifar AÐ VERA KURTEIS Í ÖÐRU LANDI Fallegur bær Skólinn í Tarifa. Í hverju landi verður maður að gæta þess að mismun- andi mannasiðir og reglur gilda um hlutina. Það þarf ekkert að ferðast til Sádi-Arabíu eða Kína til að komast að því að sumt sem er gert hér á Íslandi þykir gersamlega ótækt annars staðar og stundum koma upp óþægileg augnablik. Ég man eftir því þegar ég fyrst flutti til Frakklands að þar þótti til dæmis mjög glyðrulegt að ganga í háum hælum og láta skína í brjóstaskoruna, auk þess sem andlitsfarði þótti hreint út sagt plebbalegur. Skinkur eiga því sérlega erfitt upp- dráttar í París og stelpur á leiðinni þangað ættu einn- ig að hafa í huga að franskar konur sjást aldrei, aldrei drukknar á almannafæri og klassinn er þar í fyrir- rúmi. Stærstu menningarárekstrar sem ég hef orðið fyrir er í því hámenningarlega landi Japan þar sem ég eyddi nokkrum mánuðum nýskriðin úr menntaskóla. Þar voru menn kurteisari en gengur og gerist og heils- uðust alltaf með virktum, en þó ekki með handabandi. Ég þurfti að muna að beigja höfuðið langt niður í hvert skipti sem ég heilsaði og muna að rétta ekki fram hönd- ina. Kvikmyndin Lost in Translation fangaði akkúrat tilfinninguna sem ég hafði í Tókíó þegar maður verð- ur hálfgerð geimvera í stórborg þar sem siðirnir eru svona ólíkir. Þegar ég fór að kynnast heimamönnum kom það mér á óvart að vera dregin á rokna fyllerí með fólki sem ég hafði aðeins séð pent og prútt í vinn- unni. Viskí og vodka var þambað með kvöldmatnum á veitingastaðnum og svo tók við hið klassíska karaóke þar sem algerlega sauðdrukkið fólk hóf upp raustina. Þessi fyndna reynsla var mér í fersku minni næsta dag þegar ég mætti til vinnu en þá ætlaði ég að heilsa liðinu með virktum og glotti að íslenskum sið „Þetta var aldeilis stuð í gær!“ Það var litið á mig með hryll- ingssvip og svo sneru allir sér undan. Það þykir greini- lega ekki töff að ræða um atburði áfengisþokunnar við Japani sem kjósa að láta eins og nákvæmlega ekkert hafi gerst. Síðasta klúðrið mitt í Tókíó var svo þegar ég var að kveðja og snúa aftur á heimaslóðir. Ég ákvað að rjúka til og kyssa besta japanska vinnuvininn minn á kinnina og uppskar þar með hlátursrokur og hróp frá öllum viðstöddum en aumingja maðurinn roðnaði niður í tær og varð hinn vandræðalegasti. Kossar á kinnar eru persónulegri í Japan en við eigum að venjast í Evr- ópu. Það er því ekkert vitlaust að lesa sér aðeins til um mismunandi siði og kurteisisvenjur í hinum ýmsu lönd- um, þó að auðvitað séu mistökin oft fyndin, að minnsta kosti í endurminningunni. 2 FERÐALÖG flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is DRAMATÍKIN VIÐ DÓNÁÞormóður Dagsson baðar sig í mikilleik for-tíðarinnar í Búdapest (og í baðhúsi) og bregður sér í pönkarapartí. F ortíðin öskrar á mann í Búdapest. Þangað kom ég árið 2007 til að prufukeyra bíl fyrir íslenskan prent-miðil – eitt af því sem maður gerði árið 2007. En hvað um það, fortíð-in öskrar á mann í Búdapest. Af byggingunum að dæma er aug-ljóst að borgin hefur sinnt ólíkum hlutverkum í gegnum tíðina. Glæsileikinn er alltumlykjandi og drýpur af mikilfenglegum höllum, brúm og eiginlega hverju sem er. Meira að segja neðanjarðarlesta-stöðvarnar, sem tilheyra næst-elsta neðanjarðarlestakerfi Evr-ópu, eru löðrandi í tignarlegum glæsileik. Til að átta sig betur á borg eins og Búdapest er nauðsynlegt að reifa aðeins sögu hennar en líkt og flestar borgir Evrópu þá gekk Búdapest í gegnum mikl-ar hræringar og dramatík á 20. öldinni. Hún byrjaði öldina sem ein mikilvægasta borg keisara-dæmisins Austurríki-Ungverja- land sem þá var eitt mesta veldi Evrópu þó víðar væri leitað. Var þá mikið blómaskeið í borginni og fylgdi því velmegun og öflugt menningarlíf, „ekki ósvipað því sem mátti njóta í Vín eða París“ las ég í bók. Síðan skall á fyrri Bóhemlíf á breskum akri Leigðu sígauna -vagn í Yorkshire í Bretlandi í sumar SÍÐA 2 Íslenskur spænskuskóli í Andalúsíu Menning og tungumál í einum pakka SÍÐA 2 Söluaðilar: Járn og gler hf - Húsasmiðjan - Garðheimar www.weber.is Weber Q — tilvalið í ferðalagið [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög APRÍL 2009 FRAMHALD Á SÍÐU 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.