Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 10. apríl 2010
„Ljósmynd frystir tímann en vídeó
fangar tímann á þann hátt að
hann lifir um eilífð eins og hann
nákvæmlega var,“ segir Ásvaldur
Kristjánsson kvikmyndatökumað-
ur sem tekur lifandi myndir af
brúðkaupum landsmanna og skil-
ar heillandi verkinu klipptu, hljóð-
settu og fullunnu á DVD-formi.
„Með kvikmyndavél er hægt
að ná allri upplifun betur. Þannig
fara atburðir eins og ræður, söng-
ur og önnur gullkorn fram hjá á
ljósmyndum, meðan það varðveit-
ist óskeikult í kvikmynd og alltaf
hægt að njóta á ný þegar rifja á upp
hver sagði hvað á jafn einstökum
degi,“ segir Ásvaldur og útskýr-
ir að þegar frá líði muni brúðhjón
ólíklega allt sem gerðist.
„Á brúðkaupsdaginn gerast hlut-
irnir hratt en því miður ekki hægt
að vera alls staðar. Stóri dagurinn
er söguleg heimild og með upp-
töku er dagurinn fangaður í heild
sinni. Eftir á sér fólk það sem ann-
ars hefði farið fram hjá því, því í
annríki dagsins er auðvelt að missa
af mörgu sem brúðhjónum er dýr-
mætt.“
Ásvaldur tekur upp brúðkaups-
daginn í heild sinni; athöfnina,
söng og ræður í veislunni, fyrsta
dansinn og þegar tertan er skorin,
ásamt fjölbreyttum skotum af gest-
um, skreytingum, allri umgjörð og
stemningu.
„Ég mæti til kirkju klukkutíma
fyrir giftingu til að stilla upp tækj-
um og ná útiskotum af umhverfi og
gestum koma. Margir óska þess að
ég taki upp andrúmsloftið fyrr um
daginn þegar brúðhjónin hafa sig
til og þá er gaman að taka púlsinn á
ástandinu og heyra hvernig fólkinu
líður,“ segir Ásvaldur sem slekk-
ur á myndavélunum fljótlega eftir
fyrsta dansinn, þegar búið er taka
upp önnur atriði sem oftast eru við
brúðkaup.
Ásvaldur, sem hefur tveggja ára-
tuga reynslu af kvikmyndatökum,
segist gera myndirnar enn áhuga-
verðari með skapandi nálgun.
„Ég hef stundum sagt að þrennt
þurfi svo útkoman verði góð, en
það er að myndin sé góð, hljóð-
ið gott og tökugæðin mikil. Með
stílhreinni og listrænni klipp-
ingu verður útkoman svo þannig
að brúðhjón sýna hana stolt fjöl-
skyldu og vinum,“ segir Ásvaldur
sem skilar dagsverkinu á tvöföld-
um, kaflaskiptum DVD-diskum.
Þá skilar hann styttri útgáfu sem
er hentug til að sýna gestum og
hefur þá dregið saman lykilatriði
í kirkjunni, veislunni, setningar
sem sagðar voru hér og þar, söng-
brot og fleira. „Nú er líka vinsælt
að gera stuttmynd um sögu ástar-
sambandsins, hvernig þau kynnt-
ust og fleira rómantískt, og enda á
því að bjóða til brúðkaups í mynd
sem er send út sem boðskort, öllum
til ómældrar ánægju.“
Sjá myndbrot á akfilm.is.
thordis@frettabladid.is
Kvikmynd um eilífa ást
Fyrsti kossinn í hjónabandinu, blik í augum brúðgumans þegar hann sér brúði sína, hendur sem fléttast
til að skera brúðartertuna, ástfangin hjörtu sem dansa saman til framtíðar og allt varðveitt í kvikmynd.
Kvikmyndatökumaðurinn Ásvaldur Kristjánsson rekur fyrirtækið Akfilm sem sérhæfir sig í brúðkaupskvikmyndatökum. Útkoman
er vægast sagt glæsileg og eigulegur minjagripur um einn af stærstu og fegurstu dögum lífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is
sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is
sími 512 5447
Þriðjudaga
Fyrstu ryðfríu pottarnir frá Rösle gjörbyltu öllu
fyrir 70 árum. Í dag eru pottarnir með Multiply
„samloku“-kerfi þannig að þeir eru fljótir að hitna
og kólna og dreifa hitanum einnig jafnt um pottinn,
alveg upp í topp. Rösle pottarnir henta á allar gerðir
eldavéla, rafmagns-, gas- og spansuðuhellur .
Algjörar
samlokur