Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 10.04.2010, Blaðsíða 74
10 FERÐALÖG Kemur út fimmtudaginn 15. apríl Sérblað um sófa Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 512 5439 Þ að er vor í Hamborg. Dög- unum sem hitinn fer yfir 15 gráður fer fjölgandi, þótt regnhlífin sé sjaldnast skilin eftir heima. Hér er nefnilega ansi oft rigning og allan aprílmánuð keppast sólin og skýin um orðaflaum borgarbúa, sem virðast ekki tala minna um veðrið en við Frónbúar. Það er gott að vita að þótt McDon- alds sé ekki lengur með útibú í Reykjavík sé eitthvað sem er allt- af eins, hvert sem maður fer. Ekki veðrið, heldur óþreyja sérhvers manns að ræða um það. Á hlýrri og sólríkari dögum, þegar minni líkur eru taldar á rigningu en aðra daga, þykir mér gott að hitta vini yfir bjórflösku í Sternschanze. Þetta skemmtilega hverfi er í dag- legu tali kallað Schanzen af heima- mönnum, en mér finnst það gæti líka heitið Lower East Side (eftir hverf- inu í New York) eða jafnvel Litla- Reykjavík. Eins og Oranienburger- straße í Berlín, án vændiskvennana. Það er rólegt og þægilegt andrúms- loft í Schanzen og þar er aragrúi kaffihúsa, pöbba og lítilla veitinga- staða. Haus 73 (dreiundsiebzig.de) er einn af mínum uppáhalds- stöðum í þessu hverfi. Þar er kaffihús, bar og tvö tónleika- rými, og í öðru þeirra ætlar FM Belfast að spila á hvítasunnudag. Ég þangað. Í Schanzen eru líka margar litlar og skemmtilegar búðir fyrir ungt fólk. Flestar þeirra selja bæði föt og svo aragrúa af litlu smádóti og skrauti sem heillar hégómagirndina. Sé rölt í norðaustur út úr Schanzen má finna fleiri svona litlar sjoppur og kaffihús með skemmtileg nöfn eins og Yoko Mono og ChariTea. Skammt frá er Uebel und Gefähr- lich sem er dansstaður í sérstöku húsnæði, á fimmtu hæð í ramm- gerðu loftvarnarbyrgi frá seinni heimsstyrjöld. Þó svo að hverfi eins og Schanz- en njóti vinsælda meðal unga fólks- ins eru margir sem kjósa heldur að skoða sig um í ríkmannlegum og gullfallegum miðbænum, ganga spöl meðfram hinu gríðarstóra manngerða vatni Alster sem setur svip sinn á borgina. Versla í rán- dýrum merkjavörubúðum eða bara kanna úrvalið í H&M. Svo er hægt að setjast á kaffihús á góðum stað og njóta útsýnisins. Hugmyndin var að eyða vori og sumri sem gestanemandi í litlum listaháskóla í Berlín, en mér varð ekki að ósk minni og ég endaði í staðinn í hönnunardeild í risastórum háskóla í Hamborg. Í fyrstu var ég ósáttur, þótt ég reyndi að segja við sjálfan mig að Hamborg væri örugg- lega frábær borg. Það var ekki fyrr en ég komst að því að Hamborg er frábær borg sem ég sættist á að vera hérna. Það kom mér á óvart, en Þjóð- verjar (og þá meina ég Hamborgar- búar) eru mun jákvæðari og opn- ari en Íslendingar. Það er gott fyrir sjálfstraustið að lifa og leika á nýjum stað, maður verður víðsýnni og verð- ur betur gefinn fyrir vikið. Berlín er frábær, en það skiptir litlu hvar maður er í heiminum, svo lengi sem maður á góða að og kann að njóta lífsins. Arnór skrifar einnig pistla á arnor. is/hamborg PÓSTKORT FRÁ HAMBORG Arnór Bogason, nemi í grafískri hönnun, skrifar Arnór Bogason Skilti um allt Í Þýskalandi eru alls konar skilti sem vara mann við hinu og þessu. Íslenska ferðaskrifstofan Ferd.is býður upp á afar spennandi mögu- leika fyrir ævintýragjarna ferða- langa. Um er að ræða fullkomna ferðaþjónustu á Netinu þar sem ferðir eru í boði alla daga, allt árið um kring. „Við seljum ekki leiguflug heldur aðeins áætlunar- flug,“ segir Jón Haukur Daníelsson framkvæmdastjóri, sem bætir við að fyrirtækið sé oft með mun sterk- ari samninga en innlendar ferða- skrifstofur þar sem það semur aðallega við danska aðila. „Við getum boðið flugmiða og gistingu ódýrara en áður hefur sést á íslenskum markaði og erum sér- staklega sterk á velli hvað varðar Asíu.“ Á vefsíðunni er að finna risastóran bækling með alls kyns ferðum til Taílands auk ferða til Borneó, Malasíu, Balí og Kína. Veglegur tólf síðna bæklingur til- einkaður Kína er væntanlegur nú eftir helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingum býðst sá kostur að fljúga til Kína með ferðaskrif- stofu hvenær ársins sem er. Þegar á leiðarenda er komið er tekið á móti gestum með einkabílstjóra og leiðsögumanni sem eru fólki innanhandar alla ferðina. Ferð.is skipuleggur einnig ein- staklingsferðir, hópferðir og sér- ferðir um allan heim og útvegar flugmiða, hótel, ferðatryggingar, bílaleigubíla og fleira. Einnig má geta þess að meðal áfangastaða hjá Ferð.is er Suður-Afríka þannig að þeir sem brenna í skinninu eftir að komast á HM geta skellt sér á miða. www.ferd.is - amb ÆVINTÝRAFERÐIR ALLT ÁRIÐ UM KRING Leyndardómar Kína Á næstunni kemur út stór bæklingur um Kína hjá ferd.is með spennandi möguleikum. 17.–22.08. HELSINKI OG TALLINN Verð á mann frá: 140.840,- Innifalið í verði er fl ug, fl ugvalla- skattar, gisting í tveggjamanna herbergjum, morgunverður, skoðun- arferð um Helskinki, sigling til og frá Tallinn og skoðunarferð þar, skoðunarferð til Porvoo og íslenzk fararstjórn. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson Verð miðast við gengi og forsendur 23. marz 2010 og 30 manna hóp. Leitið nánari upplýsinga og kynnið ykkur fl eiri ferðir á okkar vegum á heimasíðu okkar www.ferdir.is Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Sími 511 1515 www.ferdir.is outgoing@gjtravel.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.