Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 89

Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 89
LAUGARDAGUR 10. apríl 2010 49 Stone nefnist fyrsta sólóplata Akureyringsins Aðalsteins Jóhannssonar. Tónlistin er í rólegri kantinum, stundum með kántríívafi en á milli eru hraðari sprettir. „Ég hlusta frekar lítið á kántrí. Þetta er eitthvað sem kemur þegar ég er að semja. Það er nú svo skrítið með það,“ segir Aðalsteinn, sem kallar sig einmitt Stone. Hann hefur verið í ýmsum hljómsveitum um árin, þar á meðal Exit, Neista, Útópíu og Sent, sem lagði upp laupana árið 2007. Í kjölfarið fór hann að huga að sólóplötu því hann átti mikið af frumsömdu efni sem honum þótti of gott til að liggja ofan í skúffu. „Þannig að karlinn bara dreif sig af stað með þetta. Svo er erfitt að stoppa þegar maður er kominn svona langt.“ Plötuna fjármagnaði hann alfarið sjálfur og vonast hann til að lögin komist í spilun í útvarpinu á næstunni. Útgáfutónleikar eru síðan fyrirhugaðir en nákvæm tímasetning hefur ekki verið ákveðin. Aðalsteinn er verslunarstjóri Wurth á Akureyri sem selur efnavörur og verkfæri. Þess á milli keyrir hann um á mótorhjóli, stundar veiðiskap og semur að sjálfsögðu hell- ing af tónlist. „Maður verður að njóta lífsins á meðan maður hefur það,“ segir hann og viður- kennir að vera algjör dellukarl. Nánari upplýsingar um Stone má finna á Myspace.com/ssstone. - fb Harðnaglarnir Jack Ryan og John Clark snúa aftur í nýjustu bók Toms Clancy. Bókin á að fjalla um hryðjuverkamenn sem ógna vestrænni menningu og sameinar í fyrsta skipti krafta Jacks Ryan, sonar hans Jacks Ryan Jr. og Johns Clark. Bókin kemur út í desember og munu lesendur fá að fylgjast með harðnöglunum eltast við Emir; kaldrifjaðan morðingja sem hefur skipulagt hrikalegar hryðjuverkárásir á vestræn ríki. Clancy skrifar bókina í sam- starfi við fyrrverandi hermann- inn Grant Blackwood sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Hann vann einnig með Clive Cussler við bækurnar Spartan Gold og Lost Empire. - afb Tom Clancy snýr aftur KOMINN AFTUR Tom Clancy hefur ekki gefið út bók í sjö ár. NORDICPHOTOS/AFP Dellukarl gefur út sólóplötu STONE Aðalsteinn Jóhannson hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljós- myndari er myndlistarmaður aprílmánaðar hjá Sambandi íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Inga Sólveig nam listir við San Fransisco Art Institute og lauk þaðan BA-prófi 1987 og hefur síðan búið og starfað hér á landi. Hún hefur haldið yfir 20 einka- sýningar auk samsýninga. Síð- astliðin fimm ár hefur Inga Sól- veig rekið vinnustofu/gallerí Auga fyrir auga, Hverfisgötu 35 í Reykjavík og hafa ýmsir lista- menn, erlendir og innlendir, sýnt í galleríinu. Verkin sem Inga sýnir í SÍM- húsinu, Hafnarstræti 16, eru frá árunum 2003 til 2010. Myndirnar fjalla um dauðann, sorgina, himna- ríki fugla og eyð- ingu náttúrunnar á mannvirkjum. Sýn- ingin stendur til 29. apríl næstkom- andi. Opið er frá klukkan 10-16 mánu- daga til föstu- daga. Inga mynd- listarmaður mánaðarins INGA SÓLVEIG FRIÐJÓNSDÓTTIR Sýnir verk frá árunum 2003- 2010 í SÍM-hús- inu, Hafnarstræti 16. Litla ljóðahátíðin verður haldin á Akureyri um næstu helgi. Þetta er í annað sinn sem hátíð- in er haldin en í ár koma fram þau Sigurður Pálsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Vilborg Dagbjarts dóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Kristín Ómarsdótt- ir, Óskar Árni Óskarsson, Bragi Ólafsson, Haukur Ingvarsson, Magnús Sigurðsson og Hermann Stefánsson. Í tilkynningu segir að líkt og í fyrra verði tvö ljóðakvöld, að þessu sinni í Populus Tremula í Listagilinu. Viðburðir hátíðarinn- ar verða öllum opnir án endur- gjalds. Ljóðahátíð á Akureyri FJÖREGG Vísindin lifna við í Vatnsmýrinni Vertu með, komdu og prófaðu! Allir velkomnir! Gestir eru beðnir um að skrá sig í Tilraunalandið á netfangið nh@nordice.is eða í síma 551 7030 til að tryggja að tilraunirnar og tækin séu laus þegar þið komið. Innan skamms verður hægt að bóka tíma á heimasíðu Norræna hússins. Á www.norraenahusid.is er að finna frekari upplýsingum um Tilraunalandið. Tilraunalandið er samstarfverkefni Háskóla Íslands og Fjöreggs, Barnamenningarhátíðar Norræna hússins. Tilraunalandið 9. apríl - 30. september 2010 Sápukúluborðið Ísprinsessan Vatnshrúturinn Sólarofninn Kúlubekkurinn Brunnurinn skjálfandi Ölduvaggan Eldorgelið Teiknirólan Hármælingin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.