Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 94

Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 94
54 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Leikkonan Gwyneth Paltrow átti í miklum vandræðum með tilfinn- ingar sínar eftir að hún eignaðist annað barn sitt, Moses, með eig- inmanni sínum Chris Martin úr Coldplay. „Þegar ég var hvað lægst niðri var ég eins og vélmenni. Ég hafði engar tilfinningar. Ég bar engar móðurlegar tilfinningar til hans. Þetta var hræðileg upplifun,“ sagði Paltrow í viðtali við tíma- ritið Vogue. „Ég hugsaði ekkert um að skaða hann eða neitt slíkt en ég náði engum tengslum við hann. Enn þann dag í dag þegar ég horfi á myndir af honum þriggja mánaða þá man ég ekki eftir þessu tímabili.“ Paltrow vildi ekki viðurkenna að hún ætti við vandamál að stríða fyrr en Martin ræddi við hana. „Ég hélt bara áfram eins og ekkert hefði í skorist en mér leið ömurlega. Chris sagði við mig að eitthvað væri að. Það var mikill léttir því það stað- festi að ég væri ekki sú eina sem áttaði mig á þessu,“ sagði hún. „Þá komst ég á beinu brautina. Ég fór að stunda líkamsrækt og fór að hugsa um að vinna á nýjan leik.“ Var tilfinningalaust vélmenni GWYNETH PALTROW Átti í vandræðum með tilfinningar sínar eftir að hún eign- aðist sitt annað barn. Jason Valenta starfar sem útsendari á vegum umboðs- skrifstofunnar Next, sem er ein elsta og virtasta umboðsskrifstofa heims. Hann er staddur hér á landi til að eiga fund með Andreu Brabin, einum eigenda Eskimo, og fyrirsætunni Brynju Jónbjarnardóttur, en Next hefur boðið henni svokallaðan heimssamning sem gæti komið henni á toppinn í tískuheiminum. Jason ferðast um heiminn á vegum Next í leit að næstu ofurfyrirsætu og hefur meðal annars uppgötvað stúlkur á borð við Abbey Lee, sem er andlit tískuhússins Chanel og í tíunda sæti yfir fimmtíu vinsæl- ustu fyrirsætur heims. „Íslenskar stúlkur eru með alveg einstakt útlit og alveg sérstaklega fallega húð sem ég held að sé vegna þess að þær fá ekki jafn mikla sól og margar aðrar. Það sem umboðs- skrifstofur eru að leita að í dag eru stúlkur með ákveðin sérkenni, sem sagt fallegar en ekki of venjuleg- ar, og svo þarf persónuleikinn að vera sterkur svo þær skeri sig úr,“ útskýrir Jason. Hann segir Brynju, sem er 16 ára, hafa það sem þarf til að geta náð langt innan tísku- bransans og útilokar ekki að hún gæti orðið á meðal þeirra fremstu í framtíðinni. „Hún er alveg einstök og hefur rétta útlitið til að ná alla leið. Ég kom hingað sérstaklega til að ræða við hana og komast að því hvaða væntingar og óskir hún hefur. Hún er mjög ung enn og það getur verið erfitt fyrir svo ungar stúlkur að dvelja svona lengi að heiman.“ Aðspurður segir Jason tísku- bransann vera erfiðan sé fólk ekki opið fyrir ferðalögum og miklu flakki. „Maður þarf að vera mjög opinn því í þessum bransa þarf maður að ferðast víða og starfa með fólki frá ýmsum löndum og menningarheimum, en ef þú hefur gaman af því að ferðast og heim- sækja nýja staði er þetta algjört draumastarf.“ Þetta er í annað sinn sem Jason sækir Ísland heim og segist hann helst vilja heimsækja landið árlega. „Ég hef afskaplega gaman af því að heimsækja Ísland og helst vildi ég koma hingað minnst einu sinni á ári. Mér finnst gaman að rölta um miðborgina og taka myndir af því sem fyrir augu ber og svo finnst mér líka mjög notalegt að fara í Bláa lónið,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Telur að Brynja geti náð á toppinn í tískuheiminum BRYNJA JÓNBJARNARDÓTTIR LEITAR AÐ OFURFYRIRSÆTUM Jason Valenta starfar á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein elsta og virtasta umboðs- skrifstofa heims. Hann telur að Brynja Jónbjarnardóttir gæti náð langt innan tískuheimsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > MEÐ BÖRNIN Þrátt fyrir að leikkonan Sandra Bull- ock hafi flutt út frá eiginmanni sínum til fimm ára eftir að upp komst um framhjáhald hans, dvelja börn- in hans þrjú hjá henni þessa dag- ana. Bullock hafði hugsað sér að ættleiða yngstu dótt- ur Jesse James á meðan allt lék í lyndi. Bandaríski leikstjórinn Quentin Taran- tino hefur bæst í hóp þeirra sem vilja bjarga Lindsay Lohan frá sjálfstortím- ingu. Lindsay hefur ekki gert neitt af viti á hvíta tjaldinu undanfarin ár og hefur aðallega verið á forsíðum slúðurblaðanna fyrir taumlaust djamm og villt líferni. Tarantino hefur hins vegar mikinn hug á að reisa við feril þessarar banda- rísku leikkonu sem sló eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni Mean Girls. Heim- ildarmaður vefsíðunnar Absoulut Noew lætur hafa eftir sér að Lindsay sé leik- kona sem Tarantino sé hrifin af. „Það býst enginn við því að Lindsay muni nokkurn tíma leika í alvörumynd hér eftir. En hann hefur hana í huga fyrir hlutverk sem hann álítur að yrði full- komið fyrir hana,“ hefur vefsíðan eftir leikstjóranum. Tarantino hefur áður reist gamla og gleymda leikara upp úr ösku- stónni. Pam Grier hafði varla sést þegar hún fór á kostum í Jackie Brown en þekktasta endurkoman er sennilega þegar Tarantino gróf sjálf- an John Travolta upp og gerði hann aftur að stjörnu sem Vincent Vega í Pulp Fiction. Lindsay bregð- ur næst fyrir í kvik- myndinni Machete á móti Jessicu Alba og Robert De Niro. Tarantino vill bjarga Lindsay ÓLÍKINDATÓL Tarantino og Lohan ættu eflaust vel saman enda þekkt fyrir að vera mikil ólíkindatól. Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Persónuleg jógastöð hefst 12. apríl. Skráning hafi n í síma 695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org • Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið • Krakkajóganámskeið Sjálfshjálparbók handa öllum þeim sem einhvern tíma hafa efast um ríkjandi hugmyndir. Ögrandi bók sem afhjúpar hræsnina í samfélaginu en er jafnframt frábærlega skemmtileg. Fjöldi ljósmynda eftir Ingólf Júlíusson. EKKI LITA ÚT FYRIR SKRUDDA Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.