Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 100
60 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is > Viljum finna þjálfara sem fyrst Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að það hafi komið sér nokkuð á óvart að Friðrik Ragnarsson skuli hafa afþakkað tilboð deildarinnar um að halda áfram þjálfun Grindavíkurliðsins. Hann segir Grindvíkinga vera á byrj- unarreit og þeir séu enn að velta fyrir sér nöfnum á hugsanlegum arftökum Friðriks. „Við munum gefa okkur smá tíma til þess að fara yfir málin en við viljum helst finna þjálfara sem fyrst. Það er engin ástæða til að hanga yfir þessu. Við munum samt vanda valið,“ sagði Magnús Andri. HANDBOLTI Tvö bestu landslið heims að margra mati, Ísland og Frakkland, mætast í tveimur vin- áttulandsleikjum í Laugardalshöll næsta föstudag og laugardag. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær leikmannahópinn fyrir leikina en hópurinn er firnasterkur. Fyrir utan Guðjón Val Sigurðsson, sem er meiddur, eru allir okkar bestu menn klárir í slaginn. „Ég mun nota Loga Geirsson í horninu að þessu sinni með Sturlu. Hann er fyrst og fremst hugsaður sem hornamaður að þessu sinni. Hann hefur verið að glíma við rist- armeiðsli en er allur að koma til,“ sagði Guðmundur en Logi hefur lítið leikið í vetur. Er hann tilbú- inn í slaginn? „Hann treystir sér í verkefnið og ég hef trú á því að þetta verði í lagi.“ Hinn ungi og efnilegi markvörð- ur Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson, er eini nýliðinn í hópnum. „Við verðum að fara að finna unga og efnilega markverði og Aron er klárlega einn af þeim mönn- um sem er þess virði að skoða. Það hefur líka verið vöntun á hávöxnum markvörðum og ég bíð spenntur eftir því að sjá hvern- ig hann mun standa sig,“ sagði Guðmundur. Frakkar hafa staðið í vegi fyrir því á síðustu tveim stórmótum að Ísland færi alla leið. Guðmundur tekur verkefnið alvarlega. „Ég tek það mjög alvarlega. Frakkar hafa í tvígang komið í veg fyrir eitthvað meira hjá okkur. Það er einstaklega gaman að glíma við Frakkana og við ætlum að standa okkur í þessum leikjum og ná hag- stæðum úrslitum. Auðvitað mun ég prófa eitt og annað en við viljum ná góðum úrslitum líka,“ sagði Guðmundur en eru þetta tvö bestu landslið heims? „Ég myndi segja að þetta væru tvö af bestu landsliðum heims. Við höfum unnið okkur rétt til þess að halda slíku fram með frammistöðu okkar í síðustu tveim stórmótum. Við teljum okkur vera á meðal þeirra bestu.“ - hbg Guðmundur Guðmundsson velur landsliðið fyrir leikina gegn Frakklandi: Tek þetta verkefni mjög alvarlega NÝLIÐI Aron Rafn Eðvarðsson, mark- vörður Hauka, kemur nýr inn í íslenska landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson Kadetten Hreiðar Guðmundsson Emsdetten Aron Rafn Eðvarðsson Haukar Aðrir leikmenn: Alexander Petersson Flensburg Arnór Atlason FCK Aron Pálmarsson Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson Faaborg HK Ingimundur Ingimundarson Minden Logi Geirsson Lemgo Ólafur Stefánsson RN Löwen Róbert Gunnarsson Gummersbach Snorri Steinn Guðjónsson RN Löwen Sturla Ásgeirsson Dusseldorf Sigurbergur Sveinsson Haukar Sverre Jakobsson Grosswallstadt Vignir Svavarsson Lemgo Þórir Ólafsson TuS N Lubbecke N1-deild kvenna: Valur-Haukar 28-23 (11-12) Mörk Vals (Skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7/4 (9/4), Kristín Guðmundsdóttir 6 (12), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (9), Rebekka Rut Skúladóttir 4 (7), Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 3 (4), Katrín Andrésdóttir 1 (4), Hrafnhildur Ósk Skúla- dóttir 1 (7/2), Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (1). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 17 (40/2) 43% Hraðaupphlaupsmörk: 11 (Rebekka Rut 3, Kristín 2, Karólína 2, Ágústa Edda, Anna Úrsúla, Hildi- gunnur, Íris Ásta) Fiskuð víti: 6 (Anna Úrsúla 3, Karólína, Hildigunn- ur, Íris Ásta) Brottrekstrar: 4 mínútur. Mörk Hauka (Skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 8/2 (14/2), Erna Þráinsdóttir 5 (8), Þórunn Friðriksdóttir 3 (5), Ester Óskarsdóttir 3 (6), Nína Björk Arnfinnsdóttir 2 (3), Ramune Pekarskyte 2 (8), Karen Helga Sigurjónsdóttir (1) Varin skot: Guðrún Bryndís Jónsdóttir 17/1 (39/4) 44%, Heiða Ingólfsdóttir 5 (11/1) 45% Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Hanna Guðrún 4, Erna, Þórunn, Ramune) Fiskuð víti: 2 (Erna, Ester) Brottrekstrar: 2 mínútur. Fram-Stjarnan 30-28 (16-12) Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 7, Pavla Nevar- ilova 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4, Karen Knútsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Marthe Sördal 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Þorgerður Anna Atladóttir 9, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Aðalheiður Hreinsdóttir 4, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2, Anna Bryndís Blöndal 2, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1. Friðrik Ragnarsson hefur ákveðið að hætta með Grindavíkurliðið eftir fjögurra ára starf. Grindvíkingar hafa verið í hópi allra bestu liða landsins undir hans stjórn en það hefur alltaf vantað örlítið upp á að stóru titlarnir kæmu í hús. Grindvíkingar vildu halda Friðriki og buðu honum nýjan samning. „Ég fundaði með þeim og við vorum byrjaðir í við- ræðum. Svo bara tók ég þessa ákvörðun þar sem að ég held að þetta sé rétti tímapunkturinn til að segja þetta gott,“ segir Friðrik. „Það eina sorglega í þessu er að maður hefði viljað koma með stóran titil til Grindavíkur. Það verður bara að bíða betri tíma,“ segir Friðrik en liðið vann 62 af 88 deildarleikjum undir hans stjórn. „Það vantaði herslumun hvort sem það var hugarfarslegt eða hvað. Á móti KR í fyrra erum við einu skoti frá því að verða Íslandsmeistarar og við spiluðum úrslitaleik í bikar á móti Snæfelli í vetur þar sem þeir voru bara grimmari. Það vantaði bara pínu grimmd upp á hjá okkur. Körfuboltahæfileikarnir voru til staðar og við vorum að spila flottan körfubolta. Það vantaði bara smá drápseðli í menn,“ segir Friðrik. Þetta var erfiður vetur fyrir þjálfara Grindavíkur enda mikið um meiðsli í leikmannahópnum. „Við vorum hræðilega óheppnir með meiðsli í vetur og þetta var versti vetur sem ég hef gengið í gegnum á mínum ferli. Þetta var alveg lygilegt og maður var hættur að kippa sér upp við það þegar menn í liðinu voru að tilkynna mér að þeir væru meiddir,“ sagði Friðrik og það kom fyrir einu sinni eða tvisvar að hann þurfti að vera með á æfingum. „Ég er ekki hættur að þjálfa. Nú er þessum kafla bara lokið í bili og nú ætla ég bara að sjá til. Ef eitthvað gott býðst þá skoða ég það en í versta falli þá tek ég mér bara smá frí og nýt lífsins,“ sagði Friðrik að lokum. FRIÐRIK RAGNARSSON HÆTTUR MEÐ GRINDAVÍK: ÞJÁLFAÐI LIÐIÐ Í FJÖGUR ÁR EN NÁÐI EKKI AÐ VINNA STÓRAN TITIL Í versta falli tek ég mér bara smá frí og nýt lífsins N1 Deildin KONUR Sunnudagur Ásvellir Mýrin Haukar - Valur Stjarnan - Fram 16:00 16:00 2009 - 2010 ÚRSLITAKEPPNI VELJUM LÍFIÐ HANDBOLTI Íslandsmeistarar Stjörnunnar og Haukar eru komn- ir með bakið upp við vegg eftir tap fyrir Fram og Val í undanúr- slitum N1-deildar kvenna í gær. Bæði lið þurfa að girða sig í brók fyrir næstu viðureignir. Það leit þó ekki út fyrir heima- sigur þegar Ramune Pekarskyte kom Haukum í 13-18 þegar tæpar tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Fram að því hafði leik- ur Valsliðsins oft verið hreinlega vandræðalegur en þetta snérist við á þessum tímapunkti, Valslið- ið vaknaði upp við vondan draum, skoraði sex mörk í röð og tók völd- in í leiknum. Haukaliðið sem var nánast án Ramune Pekarskyte (2 mörk úr 8 skotum) í þessum leik náði ekki að svara þessu og leikur liðsins hrundi á augabragði. „Við klúðruðum þessu. Við erum með leikinn í höndunum allan tímann en svo förum við að klúðra þessu sjálfar. Þær voru ekki betri en við í dag. Við áttum þennan leik gjörsamlega þangað til í seinni hálfleik. Við þurfum að fara að drulla okkur til þess að klára leiki,“ sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem var atkvæða- mest í Haukaliðinu. „Við erum með sama lið og í fyrra og þurfum bara að laga hausinn á okkur. Við þurfum að hreinsa hausinn okkar og hafa trú á sjálfum okkur því við getum þetta fyllilega,“ sagði Hanna. Valskonan Ágústa Edda Björns- dóttir spilaði mjög vel á lokakafl- anum þar sem hún skoraði 4 mörk og átti 2 stoðsendingar þegar Valsliðið vann síðustu þrettán mínúturnar 9-4. „Þetta er oft svona með okkur að við erum lengi í gang. Þrátt fyrir að við tölum um það sér- staklega fyrir leik þá gerist það alltof oft. Sem betur fer gefumst við ekki upp, höldum alltaf áfram og náum oft að sigla fram úr. Við vissum að við áttum fullt inni og við náðum að sýna það á lokakafl- anum með því að nota breiddina okkar,“ sagði Ágústa Edda. „Þegar við lentum fimm mörk- um undir þá fórum við að gefa í. Við vissum þá að ef við förum ekki að gera eitthvað af viti núna þá erum við bara á leiðinni út úr keppninni. Þá fundum við kraft- inn sem við höfum oft búið yfir í leikjum í vetur og notað til að vinna góða sigra,“ sagði Ágústa Edda. Fram vann síðan öruggan sigur á Stjörnunni í Safamýri. Fram- stúlkur voru með frumkvæðið allan tímann og leiddu með fjór- um mörkum, 16-12, í leikhléi. Stjörnustúlkur mættu sprækar til leiks í síðari hálfleik og minnk- uðu muninn í tvö mörk, 18-16, en þá hrundi leikur liðsins á ný. Fram gekk á lagið og komst 24-16 yfir. Stjarnan kom aðeins til baka en það var of lítið og of seint. „Við spiluðum bara handbolta í 50 mínútur og lukum leik eftir það. Það skipti ekki máli því það dugði í dag. Ef við spilum eðli- lega á sunnudaginn þá klárum við þessa rimmu,“ sagði Einar Jóns- son, þjálfari Fram, við Sporttv eftir leikinn. - óój, hbg Haukar og Stjarnan í vondri stöðu Valur og Fram unnu fyrstu leikina í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Báðir sigrar voru frekar sannfær- andi. Reykjavíkurliðin geta því tryggt sig inn í úrslitin á sunnudag en tvo sigra þarf til að komast í úrslit. HRESSIR Þessir ungu drengir skemmtu sér vel í Vodafonehöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÖFLUG Haukastúlkum gekk illa að beisla Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem var markahæst í Valsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.