Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 102

Fréttablaðið - 10.04.2010, Page 102
62 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Viðureignir Real Madr- id og Barcelona eru meðal þeirra allra stærstu í fótboltaheiminum. Liðin mætast í kvöld og er þessi risaleikur enn stærri en oft áður að þessu sinni. Aðeins átta umferð- ir eru eftir af tímabilinu og eru liðin jöfn að stigum á toppi deild- arinnar, bæði með 77 stig. Ef liðin enda jöfn munu innbyrð- is viðureignir þeirra á milli skera úr um hvort liðið vinnur titilinn. Barcelona nægir jafntefli í kvöld til að vera ofan á í þeirri baráttu þar sem liðið vann 1-0 sigur á Nývangi fyrr á leiktíðinni. Börsungum hefur vegnað vel í El Clasico að undanförnu og unnið síðustu þrjár viðureignir, þar á meðal er eftirminnilegi 6-2 sigur- inn á Santiago Bernabeu á síðasta tímabili. Sá sigur verður líklega seint endurtekinn en Madríding- ar hafa unnið alla heimaleiki sína í deildinni á þessu tímabili. Í aðalhlutverki í kvöld verða þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, tveir af allra bestu leikmönnum heims. „Messi hefur átt ótrúlegt tímabil. Hann er í frábæru formi og er meðal bestu leikmanna heims,“ sagði Ronaldo á blaða- mannafundi. „Barcelona er samt ekki bara Messi. Liðsfélagar hans og þjálfari eiga líka hrós skilið.“ Ljóst er að Börsungar þurfa að hafa góðar gætur á Ronaldo, reyna að forðast það að hann kom- ist í stöðuna einn gegn einum og ekki gefa aukaspyrnur rétt fyrir utan teiginn. Sömuleiðis þarf Real Madrid að reyna að stöðva töfra- manninn Messi með einum eða öðrum hætti. Hristo Stoichkov, gamla goð- sögnin hjá Barcelona, telur að eini möguleiki Real á að stöðva Messi sé að sparka hann niður. „Ef þeir sparka hann ekki niður sé ég ekki hvernig eigi að stöðva hann,“ sagði Stoichkov. „Ég tel þetta síðasta tækifærið fyrir Real Madrid til að liðið geti unnið titilinn. Ef þeir ná ekki að leggja Barca geta þeir kysst titilvonirnar bless.“ Alvaro Arbeloa gæti fengið verkefnið stóra að reyna að stöðva Messi en honum hefur áður geng- ið ágætlega með hann. Miðað við spilamennsku Messi þessa dag- ana virðist hann þó óstöðvandi sama hvað reynt er að gera gegn honum. Fjölmargar aðrar stórstjörnur verða í eldlínunni en Messi og Ron- aldo. Ljóst er þó að Zlatan Ibra- himovic, sem skoraði sigurmark- ið þegar liðin mættust á Nývangi, verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Barcelona vann glæsilegan sigur á Arsenal fyrr í vikunni en þá voru miðverðirnir Gerard Pique og Carles Puyol í leikbanni en þeir snúa nú aftur inn í liðið. Vinstri bakvörðurinn Eric Abidal er á meiðslalistanum og því líklegt að Maxwell leiki í hans stöðu. Real Madrid verður án Brasilíu- mannsins Kaka sem er ekki orðinn leikfær eftir meiðsli. Xabi Alonso er tæpur en mun líklega spila. Leikurinn verður sérstakur fyrir Guti. „Í dag eru engar líkur á því að ég verði áfram hjá Real Madrid. Þetta verður líklega minn síðasti El Clasico,“ segir Guti sem verður 34 ára á árinu. Hann hefur þjónað Real Madrid lengi en hyggst fara annað eftir tímabilið. Pep Guardiola segir leikinn ekki vera úrslitaleik. „Við munum samt fara í hann eins og þetta sé úrslitaleikur. Ef við töpum komum við andstæðingum okkar í lyk- ilstöðu. Ef það væru þrír leikir eftir af tímabilinu myndi ég segja að leikurinn myndi ráða úrslitum. En það eru átta eftir svo leikur- inn telst mjög mikilvægur,“ segir Guardiola. elvargeir@frettabladid.is Risaslagurinn stærri en oftast áður Það verður sannkölluð fótboltaveisla í Madríd í kvöld þegar Real Madrid tekur á móti Barcelona. Þessi risalið skarta fremstu leikmönnum heims og eru hnífjöfn á toppi spænsku deildarinnar. Í FREMSTU RÖÐ Enginn neitar því að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru tveir af fremstu leikmönnum samtímans. Þeir stíga á stóra sviðið í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Meiðsli Hermanns Hreið- arssonar koma í veg fyrir að boðið verði upp á Íslendingaslag í undan- úrslitum ensku bikarkeppninnar. Portsmouth og Tottenham mætast á Wembley og mun sigurvegarinn leika úrslitaleikinn gegn því liði sem hefur betur í viðureign Aston Villa og Chelsea í dag. Flestir spá því að úrslitaleikurinn verði á milli Tottenham og Chelsea. „Ég hef aldrei áður spilað á Wembley og get ekki beðið eftir þessum leik,“ segir Aaron Moko- ena, leikmaður Portsmouth. „Þessi völlur er sögufrægur, allir í heim- inum þekkja Wembley.“ Tímabilið hefur verið samfelld sorgarsaga hjá Portsmouth. Félag- ið var sett í greiðslustöðvun, er á hraðleið niður um deild og fjöldi fólks missti vinnu sína hjá því. Í bikarkeppninni hefur hins vegar allt gengið í haginn og er hún eini ljósi punkturinn á leiktíðinni. „Það er frábært fyrir alla sem tengjast Portsmouth að félagið sé að fara að keppa til undanúrslita í bikarnum, sérstaklega fyrir stuðn- ingsmennina sem hafa átt erfiðan vetur. Þeir eiga betra skilið,“ segir Mokoena sem hefur reynst liðinu mikilvægur í keppninni. Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri Tottenham, mun bíða með það fram á síðustu stundu að til- kynna lið sitt fyrir leikinn. Eiður Smári Guðjohnsen hefur byrjað síðustu leiki en aðrir sókn- armenn liðsins eru að snúa úr meiðslum og Redknapp hefur ýmsa kosti í sókninni. Meiðsli miðvarða liðsins er hins vegar áhyggjuefni fyrir Redknapp en óvíst er hver mun leika við hlið Sébastien Bassong. Í dag verður stórleikur milli Aston Villa og Chelsea. Síðast þegar liðin mættust var þó engin spenna því Chelsea slátraði leikn- um 7-1 í deildinni. Það má búast við því að Martin O’Neill, stjóri Villa, komi með aðrar áherslur að þessu sinni. Hann verður þó líklega án varn- armannsins Richard Dunne sem hefur átt við meiðsli að stríða síð- ustu vikur. Góðu fréttirnar fyrir Villa eru þær að James Milner gat æft af krafti og ætti að vera klár í slaginn. - egm Portsmouth getur gleymt vonlausri stöðu í deildinni á morgun þegar liðið mætir Tottenham í bikarnum: Ljósi punkturinn á hörmungartímabili EIÐUR SMÁRI Fær ekki að kljást við Hermann Hreiðarsson á morgun. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney verði ekki með liðinu gegn Blackburn á morgun í ensku úrvalsdeildinni. Rooney var mættur í slaginn gegn FC Bayern í Meistara- deildinni en byrjaði að haltra í fyrri hálfleiknum og fór af velli snemma í þeim síðari. Ferguson segir meiðsli Rooney aðeins smávægileg en leikmað- urinn verði þó fjarri góðu gamni í næsta leik. Hann ætti að vera orðinn klár fyrir nágrannaslag- inn gegn City 17. apríl. - egm Wayne Rooney ekki klár: Spilar ekki gegn Blackburn MEIDDUR Rooney þarf að hvíla ökklann um helgina. NORDICPHTOS/GETTY GOLF Tiger Woods lék aftur vel á öðrum keppnisdegi á Masters- mótinu í golfi. Tiger kom í hús á 70 höggum, eða tveim undir pari og er sem stendur í þriðja sæti ásamt KJ Choi. Tiger fékk 14 pör í dag, þrjá fugla og einn skolla. Hann er því samtals á 6 höggum undir pari. Ian Poulter lék vel í gær og er á 8 höggum undir pari og hann hefur lokið leik í dag. Forystusauðurinn frá því í gær, Fred Couples, missti flugið í dag og lék á 75 höggum eða 3 höggum yfir pari. Gamla brýnið Sandy Lyle lék þó verst allra í gær en hann missti algjörlega flugið og kom í hús á 14 höggum yfir pari. - hbg Masters-mótið í golfi: Tiger spilaði vel NÝR OG LÉTTARI TIGER Tiger Woods heilsar hér áhorfendum í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.