Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 10.04.2010, Qupperneq 110
70 10. apríl 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. skák, 6. snæddi, 8. traust, 9. farfa, 11. klaki, 12. Þvílíkt, 14. skrölt, 16. átt, 17. fiskur, 18. fálm, 20. samtök, 21. atlaga. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. ólæti, 4. stærðfræðihugtak, 5. sníkjudýr, 7. andsvar, 10. tæfa, 13. knæpa, 15. áætlun, 16. fyrirboði, 19. á fæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. tafl, 6. át, 8. trú, 9. lit, 11. ís, 12. slíkt, 14. skrap, 16. sv, 17. áll, 18. pat, 20. aa, 21. árás. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. at, 4. frítala, 5. lús, 7. tilsvar, 10. tík, 13. krá, 15. plan, 16. spá, 19. tá. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og spennandi,“ segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir í Hjaltalín. Hljómsveitin er að undirbúa nýtt myndband við lagið Sweet Impressions í samstarfi við leikhóp- inn Vesturport. Leikstjóri verður Árni Þór Jónsson, eða Zúri gæinn, og var handritið unnið af Árna í samvinnu við meðlimi Hjaltalíns. Lagið er tekið af annarri plötu Hjaltalíns, Terminal, sem kemur út í Evrópu 24. maí. „Við höfum ekki verið nógu dugleg í tónlistar- myndbandastússinu en þetta er allt að fara af stað núna,“ segir Rebekka. Tökur hefjast í Reykjavík í lok apríl og á meðal leikara verður Gísli Örn Garð- arsson. Að sögn Rebekku verður myndbandið frek- ar myrkt en meira vildi hún ekki tjá sig um sögu- þráðinn. Hjaltalín er með fleiri járn í eldinum því tónleik- ar með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru fyrirhug- aðir 16. júní. Stjórnandi verður Daníel Bjarnason, sem nýverið hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin. „Þetta er algjör frumraun fyrir okkur. Við erum búin að spila með kammersveit en það verður ótrú- lega skemmtilegt að vera með Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir hún. Hjaltalín ætlar að nota tæki- færið og flytja nokkur ný lög á tónleikunum. Næstu tónleikar Hjaltalíns verða á Rósenberg í kvöld klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur. Í sumar spilar hljómsveitin bæði erlendis og hér á landi. Meðal annars kemur hún fram á sumarsól- stöðuhátíð í Garði, Þjóðlagahátíð á Siglufirði og á Lunga á Seyðisfirði. - fb Vinna með Vesturporti og Sinfó HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín ætlar að taka upp nýtt mynd- band með Vesturporti. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Nú styttist í að flautað verði til leiks á HM í fótbolta sem fer fram í Suður-Afríku í sumar. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn Joð verður með sína sívinsælu þætti um mótið, eins og síðustu stórmót, og byrjar einnig með undirbúningsþætti um miðjan maí. Þorsteini til halds og trausts í HM-þáttunum verða Pétur Marteinsson, Auðun Helgason og markmaðurinn Hjörvar Hafliðason, en sá síðastnefndi hefur vakið mikla athygli fyrir hispurslausa og hreinskilna gagnrýni á íþróttina þegar hann hefur verið kallaður til sem álitsgjafi … Margir hafa velt fyrir sér hver taki að sér að lýsa leikjum þessa stærsta sjónvarpsviðburðar allra tíma. Hjá RÚV stendur ekki til að leita til utanaðkomandi sparkspekinga til þess og munu því væntanlega strák- arnir á íþrótta- deildinni, þeir Adolf Ingi Erlingsson, Hjörtur Hjartarson og Ásgeir Erlendsson skipta með sér heiðrinum. Og enn meira um HM. Sú einstaka staða er komin upp að RÚV og Stöð 2 sport skipta með sér leikj- um keppninnar. RÚV á réttinn á keppninni en er með þessu að sjá til þess að eldheitar fótboltabullur geti séð fleiri leiki. Sjónvarps- stöðvarnar verða þó væntanlega í samkeppni á öðru sviði, þar sem búast má við að Hörður Magnússon og félagar á Stöð 2 sport verði með sinn eigin þátt þar sem farið verður yfir leikina. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta verður svakalega gaman. Við höfum fengið mikið af boðum frá Eurovision-klúbbum úti um alla Evrópu en ætlum að vera með í tveimur; einu í Brussel og öðru í London,“ segir Hera Björk Þórhallsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision-keppninni sem fram fer í Ósló í maí. Hera mun meðal annars troða upp á skemmtistaðnum The Shadow Lounge í London 2. maí ásamt fulltrúa Írlands, Niamh Kavanagh. Kynnir kvöldsins er hinn virti sjónvarpsmaður BBC, Paddy O‘Connoll en fyrirmynd- in að þessari Eurovision-veislu er fengin frá Eurovision-veislu Páls Óskars á Nasa. Þetta er í þriðja sinn sem teit- ið í London er haldið. Það er kannski engin tilviljun að Heru skyldi vera boðið, bæði Euro- bandið og Jóhanna Guðrún sungu fyrir Bretana á sínum tíma og svo er breski Eurovision-aðdá- endaklúbburinn bjartsýnn á gott gengi Íslands; þeir spá lagi Heru og Örlygs Smára öðru sæti. Það kemur kannski engum á óvart að Kavanagh er spáð sigri en hún er feykilega vinsæl á Bretlandseyjum. Hera og Örlygur sitja ekki með hendur í skauti og bíða eftir flug- ferðinni til Óslóar því þau eru í óða önn að leggja lokahönd á heila plötu sem koma á út í maí. „Þetta verður svona nafn- spjaldið okkar þarna út, okkar eigin útrás. Við ætlum að leyfa þeim sem vilja að heyra hvað við erum að gera,“ útskýrir Hera og bætir því við að innihald plötunn- ar sé í takt við hinn dansvæna slagara Je ne sais quoi. - fgg Bretarnir hrifnir af Heru Björk SYNGUR Í LONDON Hera Björk syngur í Eurovision-teiti breska Eurovision-klúbbsins ásamt fulltrúa Íra, Niamh Kavangh. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skúli Z. Gestsson Aldur: 27 ára. Starf: Kennari og tónlistarmaður. Foreldrar: Gestur Gunnarsson flugvirki og Helga Skúladótt- ir, helsti stuðnings- maður Diktu. Fjölskylda: Í sambúð með Auði Önnu Jónsdóttur, háskólanema. Þau eiga eins árs dóttur sem heitir Iðunn Mattea. Búseta: 104 Reykjavík. Stjörnumerki: Ljón. Skúli er bassaleikari hljómsveitarinnar Diktu sem á vinsælasta lag landsins, Thank You. „Þátttakan var mjög góð og ég fékk eiginlega of margar umsókn- ir,“ segir danski tískuljósmyndar- inn Søren Rønholt. Mikla athygli vakti á miðviku- dag þegar Søren auglýsti eftir tíu íslenskum konum til að sitja nakt- ar fyrir á heimilum sínum. Hann vinnur að bók um konur á Norður- löndunum og ætlar að taka myndir af tíu dönskum, íslenskum, sænsk- um, finnskum og norskum konum. Søren er tískuljósmyndari í heima- landi sínu og hefur tekið myndir af mörgum af helstu stjörnum landsins. „Fyrir nokkrum árum fór ég að velta fyrir mér hvað væri að staðalímyndunum í tískubransan- um,“ segir Søren spurður um til- urð verkefnisins. „Myndvinnsla og notkun á Photoshop fór úr böndun- um og ég vildi skoða hvernig lík- amar kvenna á Norðurlöndunum líta út í raun og veru.“ Ertu búinn að velja tíu íslenskar konur í verkefnið? „Já, ég er búinn að velja konurn- ar. Það getur verið erfið vinna því þær eru að fara að sitja fyrir nakt- ar og þekkja mig ekki neitt. Þannig að ég þarf auðvitað að ræða mikið við þær.“ Á hvaða aldri eru þær? „Konurnar eru á aldrinum 22 til 62 ára.“ Søren segir að verkefnið sé ekki aðeins heimild um útlit kvenfólks- ins á Norðurlöndunum heldur einn- ig um heimili fólks og umhverfi. „Bókin verður heimild um tímana okkar,“ segir hann. „Myndirnar sýna hvernig við lítum út – hvern- ig danskar og íslenskar konur líta út á heimilum sínum árið 2010.“ Engum myndvinnslubrögðum eða Photoshop-göldrum verður beitt til að fegra myndirnar, en Søren ítrekar þó að þær eigi að líta mjög vel út. „Myndirnar verða ofurnáttúrulegar,“ segir hann. Settirðu konunum einhver líkamleg skilyrði? „Nei, ekkert svoleiðis. Einu skil- yrðin voru þau að konurnar væru 18 ára eða eldri og vildu taka þátt í verkefninu. Það er mjög mikil- vægt.“ Søren finnur fyrir miklum áhuga á verkefninu hér á landi og segir að það komi sér skemmtilega á óvart. „Ég vona að ég geti sýnt myndirnar á Íslandi þegar að því kemur og mun gera allt sem ég get til þess að það verði að veruleika,“ segir hann að lokum. atlifannar@frettabladid.is SØREN RØNHOLT: ÍSLENSKAR KONUR Í DANSKRI LJÓSMYNDABÓK Tíu konur á aldrinum 22 til 62 ára sitja naktar fyrir Opið í IÐU um helgina. Laugardag 9-22, mánudag 2. í páskum 10-22, lokað páskadag. Sígild fermingar gjöf Viku- tilboð 7.950 5.990,- VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1. Fjórar. 2. Garðar Eyland. 3. Dræsu. SPEGLAR NAKINN NÚTÍMA Søren Rønholt kom til landsins í gær og dvelur hér til 18. apríl. Hann mun nýta tímann í að taka nektarmyndir af tíu íslenskum konum á heimilum þeirra. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.