Fréttablaðið - 12.04.2010, Side 1

Fréttablaðið - 12.04.2010, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 12. apríl 2010 — 84. tölublað — 10. árgangur FASTEIGNIR.IS12. APRÍL 201015. TBL. Fold fasteignasala er með á skrá 183 fermetra einbýlishús við Neshamra 3 í Grafarvogi. H úsið er einnar hæðar timburhús með múr-steinsklæðingu og í því er innbyggður bílskúr.Komið er inn í anddyri með flísum. Hol með park-eti. Stofa er parketlögð og þaðan gengið út á verönd og út í fallegan og snyrtilegan garð. Fjögur svefn- herbergi eru í húsinu. Eitt svefnherbergjanna er með parketi á gólfi og þrjú með dúk á gólfi. Fataskápar eru í þremur herbergjum. Eldhús er búið hvítri innrétt- ingu, flísum á gólfi og borðkrók. Þvottahús er með skápum við eldhús.Þess má geta að húsið var byggt árið 1990 og er í góðu ásigkomulagi.Óskað er eftir tilboðum í eignina og eru skipti möguleg á minni eign. Fallegt einbýlishús á frið-sælum stað í Grafarvogi Húsið er staðsett í rólegri götu í Grafarvogi. MYND/ÚR EINKASAFNI Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið í Galleríi Fold við Rauð- arárstíg í dag klukkan 18.15. Boðin verða upp tæplega 100 verk af ýmsum toga, bæði nýleg og eftir gömlu meistarana. Meðal annars verða boðin upp mörg verk eftir Jóhannes S. Kjarval og rómantísk mynd eftir Gunnlaug Blöndal. www.myndlist.is Þungamiðja heimilisins Vinsælasti staðurinn á heimili Eddu Gylfadóttur vöruhö allt í senn vinnuaðstaða, borðst f b Edda teiknar og vinnur í tölvunni við borðið góða sem tuttugu og fimm manns rúmast við þegar það er stækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Webe Q 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is MÁNUDAGUR skoðun 12 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að mánudags- fisknum er á gottimatinn.is H eildarlisti 07.–14.04.10 Úrslitin ráðast í kvöld Setbergsskóli og Álftanesskóli etja kappi í spurninga- keppninni Veistu svarið. tímamót 14 Eurobandið hitar upp Friðriki og Regínu boðið til Óslóar kvöldið fyrir úrslit Eurovision. fólk 26 Portsmouth í úrslit Hið gjaldþrota félag, Port- smouth, spilar í úrslitum ensku bikarkeppninnar. íþróttir 22 HERLIÐI STILLT UPP Herkænskuleikurinn Warhammer dró til sín flesta þátttakendur á spilamótinu Fenr. is sem leikjaverslunin Nexus stóð fyrir í Rimaskóla um helgina. Tólf ár eru síðan Nexus stóð fyrir stóru spilamóti sem þessu og töldu þátttakendur um 120 manns á dag. Á mótinu voru meðal annars spiluð hlutverkaspil, safnkortaspil og borðspil. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VARNARMÁL Gert er ráð fyrir að Varnarmálastofnun verði lögð niður frá og með næstu áramótum. Verk- efni hennar verði færð annað, en hluti þeirra síðan færður aftur undir eitt þak ásamt öðrum verkefnum sem nú eru sum hver á hendi Ríkis- lögreglustjóra, Landhelgisgæslu og Vaktstöð siglinga. Ný stofnun taki því yfir hluta verkefnanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp þar um sem byggir á skýrslu starfshóps. Formaður hópsins var Guðmundur B. Helga- son, fyrrum ráðuneytisstjóri. Þar kemur fram að ekki sé óhjákvæmi- legt að halda úti starfsemi sérstak- lega aðgreindrar stofnunar um þau verkefni sem kveðið er á um í varnarmálalögum. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra segir einnig lagt til að móta nýja öryggisstefnu á grund- velli borgaralegrar starfsemi. Nýja stofnunin, verði af henni, verði algjörlega undir borgaralegum formerkjum. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþing- is, segir það grundvallaratriði að ný stofnun verði á borgaralegum nótum. Skýr ásetningur ríkisstjórn- arinnar sé að leggja af hernaðarlega hugsun í tengslum við stofnunina. Samkvæmt skýrslunni er gert ráð fyrir að verkefni Varnarmála- stofnunar færist að mestu til Land- helgisgæslu og Ríkislögreglustjóra fyrsta kastið. Varnar- og öryggis- mál í víðum skilningi myndi síðan sérstakan málaflokk í fyrirhuguðu innanríkisráðuneyti. Forræði samskipta við Nató og alþjóðlegar stofnanir verð- ur þó áfram á vegum utanríkis- ráðuneytisins. Yfirmaður varnar- mála, í skýrslunni nefndur „Chief of Defense“, starfi á vegum inn- anríkisráðuneytis. Össur segir að verkefnin muni síðan fær- ast til fyrirhugaðs innanríkis- ráðuneytis. Starfsfólki Varnarmálastofn- unar verður boðið starf hjá stofn- unum sem taki við verkefnum hennar. - óká, kóp Innanríkisráðuneyti taki yfir varnarmálaverkefnin Eftir endurskipulag ráðuneyta er mælst til þess að ný undirstofnun innanríkisráðuneytisins fari með fram- kvæmd verkefna á svið varnar- og öryggismála. Varnarmálastofnun verði lögð niður um næstu áramót. STJÓRNSÝSLA Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis marka kaflaskil í erfiðu uppgjöri sem staðið hefur á annað ár. Skýrslan verður afhent Alþingi klukkan 10 fyrir hádegi í dag. Jóhanna segir afar þýðingarmikið að umfjöllun um skýrsluna verði vönduð og yfirveguð og allir sem að henni komi leggi sig fram til að umræður verði þjóðinni til gagns og lærdóms. „Ég vil sérstaklega hvetja til þess að forráðamenn fyrirtækja og stofnana gefi starfsfólki tóm til þess að fylgjast með blaðamannafundi rannsóknarnefnd- ar Alþingis og yfirlýsingum formanna stjórnmála- flokka á Alþingi.“ Nefndin heldur blaðamannafund klukkan 10.30 og verður honum sjónvarpað. Eftir daginn í dag munu fulltrúar í rannsóknarnefndinni ekki tjá sig frekar um efni skýrslunnar. - kóp / sjá síðu 4 Forsætisráðherra segir mikilvægt að umfjöllun um skýrsluna verði vönduð: Fólk fái tóm til að horfa á fundinn ÚRKOMULÍTIÐ Í dag verða suð- vestan og vestan 5-10 m/s. Víða bjartviðri en skýjað og úrkomulítið V-til. Hiti á bilinu 5-12 stig. veður 4 66 8 7 6 HAFNFIRSKUR HASAR Sendibílstjóri gerir bíómynd í anda van Damme Fólk 26 PÓLLAND Almenningur í Póllandi fylgdist með líkfylgdinni þegar líkkistu Lech Kaczynski, forseta landsins, var ekið til forsetahall- arinnar. Kaczynski fórst í flugslysi í Rússlandi á laugardag, ásamt 95 öðrum. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu í eina viku. Fjöldi áhrifamanna fórst í slysinu, þingmenn og yfirmenn hersins. Pólska þjóðin er harmi sleg- in og þar eru nú undirbúnar forsetakosningar í skugga hins hörmulega slyss. Þrátt fyrir allt hefur tekist að halda starf- semi ríkisstofnana í eðlilegum farvegi. Þjóðarsorg verður í Rússlandi í dag og hefur Vladimír Pútín lýst því yfir að hann muni hafa yfirumsjón með rannsókn á orsökum slyssins. - kóp / sjá síðu 6 Hörmulegt flugslys: Þjóðarsorg í Póllandi í viku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.