Fréttablaðið - 12.04.2010, Síða 4
4 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
227,5007
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,47 128,07
195,90 196,86
170,83 171,79
22,948 23,082
21,494 21,620
17,627 17,731
1,3592 1,3672
193,23 194,39
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
SKÓLAR Japönsk ræðukeppni
fer fram í Menntaskólanum við
Hamrahlíð á morgun. Þetta er
í sjöunda sinn sem keppnin er
haldin en að henni standa Sendi-
ráð Japans, Hugvísindadeild
Háskóla Íslands, Menntaskólinn í
Hamrahlíð og Fjölbrautaskólinn
í Ármúla.
Keppnin er opin öllum jap-
önskumælandi einstaklingum á
öllum aldri en megnið af þátttak-
endum verða nemendur á fram-
haldsskólastigi. Keppnin hefst í
fyrramálið klukkan 8.10. -rat
Ræðukeppni í MH:
Japönsk orð-
snilld í ræðu
LÖGREGLA Engin ástæða er til að ætla annað
en að lögreglumenn uppfylli skyldur
sínar með prýði hér eftir sem hingað til,
segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráð-
herra.
Hún var spurð um orð Snorra Magn-
ússonar, formanns Landssambands
lögreglumanna, sem sagði á föstudag
í fréttum Útvarps að hann efaðist um
að margir lögreglumenn gæfu kost á
sér í að verja „dauða hluti“, ef kæmi
til mótmæla að útgefinni
skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis.
Snorri óttast „aðgerða-
leysi stjórnvalda“ komi til
átaka og tengdi þetta við lausa kjarasamn-
inga.
Spurð um hvort búast megi við lítilli
löggæslu eftir helgi og hvort það væri
þá ríkisstjórninni að kenna, bendir
Ragna á að Snorri hafi ítrekað í frétt-
inni að lögreglumenn stæðu við sitt.
„Ég hafði samband við ríkislögreglu-
stjóra í tilefni fréttarinnar og sannreyndi
að það stæði ekkert upp á dómsmálaráðu-
neyti eða lögreglulið hvað löggæslu varðar,“
segir ráðherrann í skeyti.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill
ekki ræða ummæli Snorra. Snorri
verði að bera ábyrgð á þeim
sjálfur. - kóþ
EFNAHAGSMÁL Færri ökutæki hafa
verið nýskráð hjá Umferðarstofu
það sem af er árinu í samanburði
við sama tímabil í fyrra. „Frá 1.
janúar til 7. apríl hafa 701 ökutæki
verið nýskráð en þau voru 845 eftir
jafn marga daga á síðasta ári,“
segir á vef Umferðarstofu. Fækk-
un milli ára nemur 17 prósentum.
„Ljóst er að fækkunin er tölu-
vert minni en fyrstu 45 dagana
en þá var hún 29 prósent,“ segir
jafnframt í umfjöllun stofnunar-
innar og tekið fram að um sé að
ræða allar tegundir skráðra öku-
tækja.
Þá kemur fram að á fyrstu 97
dögum ársins hafi 17.219 ökutæki
skipt um eigendur, samanborið
við 19.335 eigendaskipti eftir jafn
marga daga í fyrra. Samdráttur
milli ára nemur ellefu prósentum.
- óká
Fleiri ný ökutæki skráð:
Hægir á sam-
drætti í bílavið-
skiptum
Lögreglumaður efast um að sínir menn verji „dauða hluti“ að útgefinni skýrslu:
Ráðherra segir ekkert að óttast
RAGNA
ÁRNADÓTTIR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
18°
12°
14°
9°
8°
3°
10°
10°
21°
12°
17°
20°
26°
11°
12°
15°
7°Á MORGUN
5-10 m/s, víða bjart en
smáskúrir V-lands.
MIÐVIKUDAGUR
5-10 m/s.
8
8
7
6
6
6
8
7
2
6
4
5
6
8
9
8
6
7
5
4
6
10
6
8
86
12
6
6
8
5
8
MILT FRAM Á
FIMMTUDAG
Þessa vikuna
verður fínt veður
sérstaklega austan
til þar sem verður
einna bjartast og
nokkuð hlýtt. Það
verður milt um
allt land fram á
fi mmtudag en þá
snýst smám saman
í norðanátt með
heldur kólnandi
veðri.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
SKATTRANNSÓKN Hundruð millj-
óna króna hafa horfið út af reikn-
ingum Baldurs Guðnasonar,
fyrrverandi forstjóra Eimskips,
á síðustu misserum. Búið er að
krefjast kyrrsetningar á eigum
hans og Steingríms Pétursson-
ar, viðskiptafélaga hans, en báðir
sæta þeir skattrannsókn. Þetta
kom fram í fréttum Stöðvar 2 um
helgina.
Þeir félagar eiga meðal annars
Sjöfn sem lengi vel einbeitti sér
að því að selja málningu. Hlut-
verk og stefna félagsins breyttist
þó og varð fjárfestingarfyrirtæki
sem fjárfesti í óskráðum félögum
og fasteignum.
Skattrannsóknarstjóri:
Eignir Baldurs
voru kyrrsettar
ALÞINGI Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálf-
tíma síðar heldur nefndin blaðamannafund
í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar
spurningum blaðamanna.
Engum dylst mikilvægi vinnunnar. „Hér er
um að ræða fyrstu óháðu rannsóknarskýrsl-
una sem gerð er um bankahrunið þar sem
rannsóknaraðilar hafa fengið víðtækar heim-
ildir og einstaka innsýn í atburðarásina,“ segir
Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, skrifaði bréf til flokksmanna á
heimasíðu flokksins fyrir helgi. Þar hvetur
hann alla til að kynna sér efni skýrslunnar,
draga lærdóm af því og nýta niðurstöðurnar
á uppbyggilegan hátt. Skýrslan „veitir okkur
í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á
herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í
kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni“.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
fagnar útkomu skýrslunnar og hvetur til að
hún verði tekin til rækilegrar og yfirveg-
aðrar skoðunar. Hann vonast til að skýrslan
reifi málin með tæmandi hætti. Hann segir
að tryggja þurfi að einhverjir þættir málsins
fái frekari rannsóknar við, verði það niður-
staðan.
Skýrslan verður kynnt formönnum þing-
flokka og forseta Alþingis í dag. Þá er verið að
reyna að koma á kynningarfundi með formönn-
um stjórnmálaflokkanna. Að kynningu lokinni
munu nefndarmenn ekki tjá sig frekar um efni
skýrslunnar, sem verið hefur í vinnslu frá því
að nefndin tók til starfa í byrjun árs 2009.
Klukkan 15 í dag hefst umræða á þingi og
munu formenn stjórnmálaflokkanna gefa
yfirlýsingar vegna skýrslunnar. Almenn
umræða verður um hana á morgun og hefst
hún klukkan 13.30.
Þingmenn Hreyfingarinnar sendu frá sér
yfirlýsingu í gær og lýsa furðu á þessari dag-
skrá. Ljóst sé að þingmenn fái ekki tóm til lest-
urs skýrslunnar, enda hafi nefndarmenn sagt
lestur hennar taka 95 klukkustundir. Vinnu-
brögð varðandi umræðurnar einkennist af
sýndarmennsku. kolbeinn@frettabldid.is
Rannsaka frekar ef þarf
Rannsóknarnefnd Alþingis kynnir skýrslu sína í dag. Mun ekki tjá sig frekar um efnið. Fjármálaráðherra
segir tryggt að mál verði rannsökuð frekar þyki þess þurfa. Tækifæri til sáttar, segir Bjarni Benediktsson.
GRÁTI NÆR Rannsóknarnefnd Alþingis tók til starfa í byrjun árs 2009. Nefndarmenn hafa oft rætt um hve starfið
hafi verið erfitt og Tryggvi Gunnarsson sagði á blaðamannfundi í janúar að hann hefði oft verið gráti nær við
vinnslu hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Óskiljanlegt er að rannsóknarnefnd Alþingis
hafi ekki starfað fyrir opnum tjöldum við
gerð skýrslu sinnar, sem kemur út í dag.
Þetta er mat Árna Páls Árnasonar félagsmála-
ráðherra. „Þessi óþreyja og spenna sem er
í samfélaginu núna hefði alls ekki þurft að
vera, ef þetta hefði bara verið gert opinbert
jafnóðum,“ segir Árni.
Sjálfur mælti Árni með því í ræðu í október
2008 að sú leið yrði farin: „Ég held að erfitt
sé að finna mál sem er betur til þess fallið
að vera prófsteinn á hið nýja fyrirkomulag
sem forsætisnefnd Alþingis hefur kynnt um
opna nefndarfundi [...] svo almenningi verði
ljóst hvernig þetta gat gerst og allir geti talað
þar með hreinskiptum og opnum hætti
og ekki sé reynt að draga nokkra dul á
hvernig þessi atburðarás varð,“ sagði
hann þá á Alþingi.
„Ég varð ekki var við það að nokkur
tæki undir þetta í þingumræðum
eða annars staðar. En auðvitað hefði
verið betra að gera þetta eins og
nágrannaþjóðirnar,“ segir Árni
Páll. Samkvæmt lögum um
rannsóknarnefndina mátti
hún upplýsa um efni
hennar að vild áður en
sjálf skýrslan kæmi út.
- kóþ
Hefði átt að yfirheyra opinberlega
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 09.04.2010